Erlent

Hugðist myrða Barack Obama

Barack Obama
Barack Obama
Dómstóll í Alabama dæmdi í gær Ulugbek Kodirov, 22 ára úsbeka, í rúmlega fimmtán ára fangelsi fyrir að skipuleggja tilræði við Barack Obama Bandaríkjaforseta. Kodirov hóf að undirbúa tilræðið eftir að hann komst í samband við úsbesk hryðjuverkasamtök á netinu. Af því varð aldrei því að hann var handtekinn þegar hann reyndi að kaupa vopn af leynilögreglumanni.

Hann átti allt að þrjátíu ára fangelsisdóm yfir höfði sér en verjandi hans sagði hann hafa snúið við blaðinu og að hann væri alls ekki hættulegur hryðjuverkamaður.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×