Harpa í mál við ríkið með fulltingi ríkisins 9. nóvember 2012 06:00 Dómstólar munu kveða upp úr um hvernig fasteignamati Hörpu verður háttað. Ríki og borg standa að málshöfðuninni.fréttablaðið/valli Aðferð Fasteignamats ríkisins við mat á virði Hörpunnar er ólögmæt að mati Lögmannsstofunnar Lex. Eigendur Hörpu, ríki og borg, hafa falið lögmönnunum að fara með málið fyrir dóm. Getur skipt hundruðum milljóna í fasteignagjöld. Lögmannsstofan Lex telur að aðferð Þjóðskrár við fasteignamat á Hörpu standist ekki lög. Matið var kært til yfirfasteignamatsnefndar sem staðfesti úrskurð Þjóðskrár. Eigendur Hörpu hafa falið lögmannsstofunni að undirbúa dómsmál. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar sem er móðurfélag Hörpunnar, segir markmiðið með málssókninni vera að lækka fasteignamatið umtalsvert. „Við urðum sammála um það með eigendum, ríki og borg, að dómstólaleiðin væri rétta leiðin og hana ætlum við að fara.“ Þjóðskrá notar kostnaðaraðferð við fasteignamatið en þá er stuðst við byggingarkostnað, en hann er metinn 28 milljarðar króna. Undir það tekur yfirfasteignamatsnefnd. Aðrar aðferðir eru markaðsaðferð, sem byggir á samanburði við sölu sambærilegra fasteigna, og tekjuaðferð, sem byggir á tekjum og fasteignum og kostnaði vegna þeirra. Þjóðskrá leggur byggingarkostnað Hörpu til grundvallar fasteignamati. Árið 2012 hækkaði matið úr rúmum 17 milljörðum í rúma 20 og það hækkar í rúman 21 milljarð árið 2013. Fasteignin er nú nær fullkláruð og skýrir það hækkunina. Portus og móðurfélag þess, Austurhöfn-TR, fengu PwC og Capacent til að leita gangverðs eignarinnar út frá því hvert virði hennar væri með hliðsjón af tekjum, gjöldum og nýtingarmöguleikum. Að mati Capacent er virði Hörpu 6,5 til 6,7 milljarðar en 6,8 milljarðar að mati PwC. Í álitsgerð Lex segir að sé sömu aðferðum beitt á Hörpu og ýmis önnur hús, svo sem Hof á Akureyri, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og ráðstefnumiðstöð Grand hótels, væri fasteignamatið 15,1 milljarður. Í álitsgerðinni segir jafnframt að ekki sé aðeins hægt að horfa til byggingarkostnaðar við Hörpu sjálfa. Hann sé mjög hár vegna hrunsins. Upphaflega hafi verið gert ráð fyrir um 12 milljörðum, en Þjóðskrá meti hann nú á 28 milljarða. Því sé ekki hægt að horfa aðeins á hann heldur verði að horfa til byggingarkostnaðar sambærilegra eigna. Fasteignagjöld Hörpu fyrir 2012 námu tæplega 340 milljónum króna. Umtalsverð lækkun á fasteignamati gæti því þýtt tugi eða hundruð milljóna króna lægri fasteignagjöld. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
Aðferð Fasteignamats ríkisins við mat á virði Hörpunnar er ólögmæt að mati Lögmannsstofunnar Lex. Eigendur Hörpu, ríki og borg, hafa falið lögmönnunum að fara með málið fyrir dóm. Getur skipt hundruðum milljóna í fasteignagjöld. Lögmannsstofan Lex telur að aðferð Þjóðskrár við fasteignamat á Hörpu standist ekki lög. Matið var kært til yfirfasteignamatsnefndar sem staðfesti úrskurð Þjóðskrár. Eigendur Hörpu hafa falið lögmannsstofunni að undirbúa dómsmál. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar sem er móðurfélag Hörpunnar, segir markmiðið með málssókninni vera að lækka fasteignamatið umtalsvert. „Við urðum sammála um það með eigendum, ríki og borg, að dómstólaleiðin væri rétta leiðin og hana ætlum við að fara.“ Þjóðskrá notar kostnaðaraðferð við fasteignamatið en þá er stuðst við byggingarkostnað, en hann er metinn 28 milljarðar króna. Undir það tekur yfirfasteignamatsnefnd. Aðrar aðferðir eru markaðsaðferð, sem byggir á samanburði við sölu sambærilegra fasteigna, og tekjuaðferð, sem byggir á tekjum og fasteignum og kostnaði vegna þeirra. Þjóðskrá leggur byggingarkostnað Hörpu til grundvallar fasteignamati. Árið 2012 hækkaði matið úr rúmum 17 milljörðum í rúma 20 og það hækkar í rúman 21 milljarð árið 2013. Fasteignin er nú nær fullkláruð og skýrir það hækkunina. Portus og móðurfélag þess, Austurhöfn-TR, fengu PwC og Capacent til að leita gangverðs eignarinnar út frá því hvert virði hennar væri með hliðsjón af tekjum, gjöldum og nýtingarmöguleikum. Að mati Capacent er virði Hörpu 6,5 til 6,7 milljarðar en 6,8 milljarðar að mati PwC. Í álitsgerð Lex segir að sé sömu aðferðum beitt á Hörpu og ýmis önnur hús, svo sem Hof á Akureyri, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og ráðstefnumiðstöð Grand hótels, væri fasteignamatið 15,1 milljarður. Í álitsgerðinni segir jafnframt að ekki sé aðeins hægt að horfa til byggingarkostnaðar við Hörpu sjálfa. Hann sé mjög hár vegna hrunsins. Upphaflega hafi verið gert ráð fyrir um 12 milljörðum, en Þjóðskrá meti hann nú á 28 milljarða. Því sé ekki hægt að horfa aðeins á hann heldur verði að horfa til byggingarkostnaðar sambærilegra eigna. Fasteignagjöld Hörpu fyrir 2012 námu tæplega 340 milljónum króna. Umtalsverð lækkun á fasteignamati gæti því þýtt tugi eða hundruð milljóna króna lægri fasteignagjöld. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira