Erlent

Stallone birti myndir á Facebook skömmu fyrir andlát sitt

JHH skrifar
Sage Stallone (tv) ásamt föðurbróður sínum Frank Stallone.
Sage Stallone (tv) ásamt föðurbróður sínum Frank Stallone.
Vangaveltur eru nú uppi um það hvort Sage Moonblood Stallone, sonur Sylvesters Stallone leikara, kunni að hafa legið látinn í íbúð sinni í marga daga áður en lík hans fannst. Líkið fannst á heimili hans í Hollywood í gær og er talið að hann hafi látist af ofneyslu lyfja. Samkvæmt frásögn slúðurfréttamiðilsins People hafnar lögmaður Sages og bernskuvinur, George Braunstein, því með öllu. Hann bendir á að myndir af Sage hafi verið birtar á Facebook einungis 17 klukkustundum áður en hann fannst látinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×