Sakhæfur en samt of veikur fyrir fangavist á Litla-Hrauni 9. nóvember 2012 07:00 Yfirlæknir öryggisdeildarinnar á Kleppi segir fanga eiga að njóta sömu réttinda og aðrir hvað varðar heilbrigðisþjónustu, en komur fanga á geðdeildir séu þó ekki tíðar. Fréttablaðið/Vilhelm Maður sem veitti föður sínum alvarlega áverka sem drógu hann til dauða er nú nauðungarvistaður á öryggisdeildinni á Kleppi. Hann var metinn sakhæfur af geðlæknum fyrr á árinu og dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar. Í síðasta mánuði var maðurinn nauðungarvistaður á geðdeild Landspítalans við Hringbraut. Hann var þó fljótt metinn það veikur að hann þyrfti aukna meðferð, svo hann var færður á öryggisdeildina á Kleppi. Nauðsynlegt er að svipta hann sjálfræði, þar sem hann neitar að sækja meðferð á geðdeild. Hann verður að minnsta kosti sex mánuði inni á Kleppi. Maðurinn, Þorvarður Davíð Ólafsson, er einn nokkurra fanga á Litla-Hrauni sem fangelsismálayfirvöld telja að þurfi sérúrræði innan kerfisins, en engin sérstök stofnun er fyrir hendi fyrir geðsjúka einstaklinga sem hafa þó verið metnir sakhæfir fyrir dómi. Þessa fanga verður að vista í fangelsi, en réttargeðdeildin á Kleppi, sem áður var á Sogni í Ölfusi, er samkvæmt lögum einungis fyrir ósakhæfa brotamenn. Samkvæmt reglum fangelsismálayfirvalda á að leggja fanga sem veikjast af geðsjúkdómi inn á geðdeild Landspítalans á Hringbraut. Innlögn á öryggisdeild er undantekning sem eingöngu er gripið til ef um mjög veika einstaklinga er að ræða sem neita meðferð. Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir á öryggisdeildinni á Kleppi, segir afar fátítt að geðdeildir LSH taki við föngum af Litla-Hrauni, en það hafi þó gerst. „Ef einstaklingar eru metnir mjög veikir og vilja ekki nauðsynlega þjónustu, þarf að fara þessa leið,“ segir hann. „Aðalatriðið er að fangar fái sömu þjónustu og aðrir þjóðfélagsþegnar og ferlið sé eins hjá þeim og öðrum.“ Margrét Frímannsdóttir, forstöðukona Litla-Hrauns, segir að komi upp bráðaveikindi hjá föngum sem kalli á innlögn á geðdeild, sé ferlið auðveldara nú en það hafi verið hingað til. „En við þurfum að skoða hvernig við getum bætt aðbúnaðinn og komið á sérstakri deild fyrir sakhæfa geðsjúka einstaklinga,“ segir hún. „Einnig er nauðsynlegt að skoða hvernig verði staðið að mönnun þeirrar deildar og hvort við þurfum að leggja meiri áherslu á menntun fangavarða sem annast geðsjúka fanga.“ - sv Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Maður sem veitti föður sínum alvarlega áverka sem drógu hann til dauða er nú nauðungarvistaður á öryggisdeildinni á Kleppi. Hann var metinn sakhæfur af geðlæknum fyrr á árinu og dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar. Í síðasta mánuði var maðurinn nauðungarvistaður á geðdeild Landspítalans við Hringbraut. Hann var þó fljótt metinn það veikur að hann þyrfti aukna meðferð, svo hann var færður á öryggisdeildina á Kleppi. Nauðsynlegt er að svipta hann sjálfræði, þar sem hann neitar að sækja meðferð á geðdeild. Hann verður að minnsta kosti sex mánuði inni á Kleppi. Maðurinn, Þorvarður Davíð Ólafsson, er einn nokkurra fanga á Litla-Hrauni sem fangelsismálayfirvöld telja að þurfi sérúrræði innan kerfisins, en engin sérstök stofnun er fyrir hendi fyrir geðsjúka einstaklinga sem hafa þó verið metnir sakhæfir fyrir dómi. Þessa fanga verður að vista í fangelsi, en réttargeðdeildin á Kleppi, sem áður var á Sogni í Ölfusi, er samkvæmt lögum einungis fyrir ósakhæfa brotamenn. Samkvæmt reglum fangelsismálayfirvalda á að leggja fanga sem veikjast af geðsjúkdómi inn á geðdeild Landspítalans á Hringbraut. Innlögn á öryggisdeild er undantekning sem eingöngu er gripið til ef um mjög veika einstaklinga er að ræða sem neita meðferð. Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir á öryggisdeildinni á Kleppi, segir afar fátítt að geðdeildir LSH taki við föngum af Litla-Hrauni, en það hafi þó gerst. „Ef einstaklingar eru metnir mjög veikir og vilja ekki nauðsynlega þjónustu, þarf að fara þessa leið,“ segir hann. „Aðalatriðið er að fangar fái sömu þjónustu og aðrir þjóðfélagsþegnar og ferlið sé eins hjá þeim og öðrum.“ Margrét Frímannsdóttir, forstöðukona Litla-Hrauns, segir að komi upp bráðaveikindi hjá föngum sem kalli á innlögn á geðdeild, sé ferlið auðveldara nú en það hafi verið hingað til. „En við þurfum að skoða hvernig við getum bætt aðbúnaðinn og komið á sérstakri deild fyrir sakhæfa geðsjúka einstaklinga,“ segir hún. „Einnig er nauðsynlegt að skoða hvernig verði staðið að mönnun þeirrar deildar og hvort við þurfum að leggja meiri áherslu á menntun fangavarða sem annast geðsjúka fanga.“ - sv
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira