Læðan Tsuki komst heim eftir tæpt ár á vergangi 21. júlí 2012 13:00 Tsuki er komin heim til eiganda síns, Karólínu Vigdísar Ásgeirsdóttur, eftir að hafa verið á vergangi í tæpt ár. Læðan fannst í Hafnarfirði en hafði horfið frá heimili sínu í Þingholtunum. „Ég varð mjög hissa því ég var orðin vonlaus um að hún mundi nokkurn tímann skila sér og eiginlega búin að taka það í sátt að hún væri horfin að eilífu. Við áttum annan kött sem hafði horfið sporlaust og því vorum við ekki vongóð um að Tsuki mundi finnast,“ segir Karólína Vigdís Ásgeirsdóttir sem endurheimti nýverið læðuna Tsuki sem hafði horfið sporlaust af heimili sínu í september í fyrra. Karólína Vigdís býr í Þingholtunum í Reykjavík en hjartagóðir kattavinir fundu Tsuki í Hafnarfirðinum nú fyrir stuttu. Læðan hafði þá verið á vergangi í tæpt ár og var nokkuð illa á sig komin og svöng. Hún var flutt í Kattholt til aðhlynningar og þar kom í ljós að Tsuki var örmerkt og því auðvelt að hafa uppi á eigandanum. „Ég er fólkinu mjög þakklát fyrir að hafa haft upp á henni og tilkynnt hana, þetta minnir á sögurnar um dýrin sem týnast en rata svo aftur heim eftir einhvern tíma. Hún hefur fylgt mér eins og skugginn eftir að hún kom heim og gerir ekki annað en að borða, kúra og hafa það gott. Fyrstu næturnar var hún svolítið óróleg og vaknaði oft og mjálmaði en hún er núna orðin róleg og sátt.“ Innt eftir því hvort Tsuki hafi þekkt eiganda sinn aftur eftir allan þennan tíma segir Karólína svo vera. „Hún var ekki örugg fyrst og mjálmaði alla leiðina heim en um leið og ég gerði smellhljóð sem hún þekkti þá áttaði hún sig hlutunum.“ Móðir Tsuki býr einnig á heimilinu og segir Karólína að mæðgurnar hafi þekkt hvor aðra strax þó það hafi tekið svolítinn tíma fyrir þær að taka hvor aðra í sátt. „Þær fengu fyrst að hittast í gegnum rimlana á búrinu upp á öryggisástæður,“ segir Karólína ánægð að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
„Ég varð mjög hissa því ég var orðin vonlaus um að hún mundi nokkurn tímann skila sér og eiginlega búin að taka það í sátt að hún væri horfin að eilífu. Við áttum annan kött sem hafði horfið sporlaust og því vorum við ekki vongóð um að Tsuki mundi finnast,“ segir Karólína Vigdís Ásgeirsdóttir sem endurheimti nýverið læðuna Tsuki sem hafði horfið sporlaust af heimili sínu í september í fyrra. Karólína Vigdís býr í Þingholtunum í Reykjavík en hjartagóðir kattavinir fundu Tsuki í Hafnarfirðinum nú fyrir stuttu. Læðan hafði þá verið á vergangi í tæpt ár og var nokkuð illa á sig komin og svöng. Hún var flutt í Kattholt til aðhlynningar og þar kom í ljós að Tsuki var örmerkt og því auðvelt að hafa uppi á eigandanum. „Ég er fólkinu mjög þakklát fyrir að hafa haft upp á henni og tilkynnt hana, þetta minnir á sögurnar um dýrin sem týnast en rata svo aftur heim eftir einhvern tíma. Hún hefur fylgt mér eins og skugginn eftir að hún kom heim og gerir ekki annað en að borða, kúra og hafa það gott. Fyrstu næturnar var hún svolítið óróleg og vaknaði oft og mjálmaði en hún er núna orðin róleg og sátt.“ Innt eftir því hvort Tsuki hafi þekkt eiganda sinn aftur eftir allan þennan tíma segir Karólína svo vera. „Hún var ekki örugg fyrst og mjálmaði alla leiðina heim en um leið og ég gerði smellhljóð sem hún þekkti þá áttaði hún sig hlutunum.“ Móðir Tsuki býr einnig á heimilinu og segir Karólína að mæðgurnar hafi þekkt hvor aðra strax þó það hafi tekið svolítinn tíma fyrir þær að taka hvor aðra í sátt. „Þær fengu fyrst að hittast í gegnum rimlana á búrinu upp á öryggisástæður,“ segir Karólína ánægð að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning