Fótbolti

KR-útvarpið lýsir beint frá HJK Helsinki og KR

Starfsmenn Kr útvarpsins að störfum.
Starfsmenn Kr útvarpsins að störfum.
KR-útvarpið mun lýsa beint frá leik HJK Helsinki og KR í meistaradeildinni í dag. Þetta verður 350 útsending KR-útvarpsins frá upphafi en fyrsta útsending var 15. maí 1999. Þetta er í 15. skipti sem KR-útvarpið útvarpar beint frá útlöndum og 15 landið sem það heimsækir. Lýsingar hafa verið frá Skotlandi, Möltu, Danmörku, Albaníu, Armeníu, Írlandi, Svíþjóð, Grikklandi, Sviss, Norður Írlandi, Úkraínu, Færeyjum, Slóvakíu, Georgíu og nú frá Finnlandi.

Þröstur Emilsson fer með liðinu til Finnlands og hefst útsending klukkan 15:00. Jónas Kristinsson lýsir svo leiknum sem hefst klukkan 16:00. Bogi Ágústsson verður á vaktinni í KR-heimilinu. Útvarp KR sendir út á fm 98,3, á netheimur.is og iPhone, iPad, iPod og Android snjallsímum í boði Netheims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×