Erlent

Nálar í kalkúnasamlokum flugfélags

Eins og sést á þessari mynd er nálin í samlokunni.
Eins og sést á þessari mynd er nálin í samlokunni.
Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú hvers vegna nálar fundust kalkúnasamlokum um borð í flugvélum Delta Air Lines-flugfélagsins.

Nálarnar fundust í fjórum samlokum sem voru bornar fram í jafnmörgum flugum félagsins frá Amsterdam í Hollandi til Bandaríkjanna. Eftir að farþegar fundu tvær nálar í samlokum var flugfreyjum félagsins meinað að bera fram fleiri samlokur. Við frekari skoðun fundust tvær nálar í viðbót.

Málið þykir það alvarlegt að alríkislögreglan rannsakar það en á meðan rannsókn stendur yfir verður aðeins boðið upp á samlokur í þéttlokuðum umbúðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×