Til efnahagslegs helvítis og til baka Þórður Snær Júlíusson skrifar 6. október 2012 09:00 Í dag eru liðin fjögur ár síðan Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, setti neyðarlög í landinu og bað guð að blessa Ísland. Af því tilefni mun Fréttablaðið birta greinaflokk í átta hlutum um það sem hefur á daga þjóðarinnar drifið frá þeim afdrifar. Hinn 1. október 2008 kynnti fjármálaráðuneytið nýja þjóðhagsspá. Hún gerði ráð fyrir að "eftir áralanga kröftuga uppsveiflu" væri aðlögun að jafnvægi hafin í þjóðarbúinu. Samkvæmt henni myndi hagvöxtur verða 1,7 prósent á Íslandi árið 2008 og 1,1 prósent árið 2009. Spáð var að atvinnuleysi myndi aukast á því ári og verða 2,7 prósent. Reiknað var með að 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans myndi nást á seinni hluta ársins 2010 og var þá gengið út frá því að krónan væri enn á floti. Spáin gerði ráð fyrir því að ríkissjóður yrði rekinn í jafnvægi og að halli myndi myndast árið 2009 sem næmi fimm prósentum af landsframleiðslu. Óvissuþættir í þjóðhagsspánni vörðuðu ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og sveiflur í gengi krónunnar. Í skýrslunni sagði: "Íslenskt efnahagslíf hefur sýnt getu til að ráða við stórar slíkar sveiflur." Fimm dögum eftir útgáfu hennar hrundi Landsbankinn og neyðarlög voru sett í landinu. Glitnir og Kaupþing fylgdu í kjölfarið. Krónan féll um 40 prósent á stuttum tíma og verðbólga fór ískyggilega nálægt 20 prósentum þegar verst lét. Hörð magalendingNýr veruleiki blasti við Íslendingum. Neyðarlög voru sett sem gerðu innstæðueigendur að forgangskröfuhöfum í bú bankanna og tryggðu þar með tilverugrundvöll nýrra viðskiptabanka sem stofnaðir voru á grunni hinna föllnu. Kröfuhafar þeirra voru hins vegar látnir taka á sig tap sem hleypur á þúsundum milljarða króna. Stærð íslenska bankakerfisins fór frá því að vera níföld landsframleiðsla í eina og hálfa. Samhliða reyndist nauðsynlegt að setja gjaldeyrishöft með lagasetningu hinn 29. nóvember 2008. Á augabragði breyttist rekstur ríkisins frá því að vera jákvæður yfir í að gjöld ársins 2008 urðu 216 milljörðum krónum hærri en tekjur ríkisins. Hrein lánsfjárþörf ársins 2008 nam 398 milljörðum króna, sem var 27 prósent af landsframleiðslu. Hún skýrðist aðallega af þremur þáttum: yfirtöku á veðlánum Seðlabanka Íslands, en 175 milljarðar króna af þeim voru síðan afskrifaðir, tapi á tryggingabréfum vegna aðalmiðlara upp á 17 milljarða króna og verulegri hækkun á lífeyrisskuldbindingum. Til viðbótar vofði Icesave-málið yfir ásamt vilyrði íslenskra stjórnvalda um að fjármagna nýju bankana. Staðan var ekki beysin. AGS kemur innHinn 27. október 2008 óskaði ríkisstjórn Íslands formlega eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) um að koma á efnahagslegum stöðugleika, aðlögun ríkisútgjalda og endurreisn fjármálakerfisins og finna lausnir á skuldavanda heimila og fyrirtækja. Stjórn AGS samþykkti efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda 19. nóvember 2008. Alls fékk Ísland lán frá AGS og vinaþjóðum vegna áætlunarinnar sem jafngilti 3,4 milljörðum evra. Það samsvarar ríflega 540 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Til viðbótar kom lántökuréttur frá Norðurlandaríkjum og Póllandi upp á 150 milljarða króna. Í kjölfarið fylgdi mikið erfiðleikatímabil. Samanlagður halli ríkissjóðs á árunum 2008 til 2011 var 592,3 milljarðar króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Samdráttur var 6,6 prósent árið 2009 og fjögur prósent árið eftir. Atvinnuleysi náði tæplega tólf prósentum þegar verst lét og síðan reglulegar mælingar Hagstofunnar hófust árið 1991 hefur hlutfall starfandi aldrei mælst minna né atvinnuleysi meira en árið 2010. Stöðugleiki og batiEfnahagsáætlun AGS og Íslands lauk í ágúst 2011. Á þeim tíma hafði náðst mjög góður, að sumra mati undraverður, árangur við að ná fram stöðugleika á Íslandi. Íslensk stjórnvöld höfðu þá ráðist í mikinn niðurskurð sem miðaðist þó við að mynda varðstöðu um velferðarkerfið. Samhliða hafði ríkissjóður aukið tekjuöflun sína umtalsvert með auknum álögum. Fjárlagagatið fór frá því að vera risavaxið í að verða líkast til lokað á árinu 2014. Hagvöxtur varð jákvæður um 2,6 prósent í fyrra, en búist er við því að hann verði 3,2 prósent í ár og svipaður næstu tvö árin eftir það. Í nýjustu spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), frá því í maí, kemur fram að einungis fimm aðildarríki hennar séu talin verða með meiri hagvöxt en Ísland á þessu ári. Endurskoðuð spá mun líkast til gera stöðu Íslands enn betri. Þessi bætta staða hefur leitt til þess að stjórnvöld ætla, í fyrsta sinn frá hruni, að auka útgjöld sín að raungildi á næsta ári. Fiskur og ferðamennMargt annað en ráðdeild í ríkisfjármálum hefur þó spilað inn í efnahagsbata Íslands. Aflaverðmæti hefur til að mynda tæplega tvöfaldast frá árinu 2007 og var 154 milljarðar króna í fyrra. Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst síðan um 14,2 prósent, og var 80,5 milljarðar króna, á fyrri hluta þessa árs. Á þessu tímabili sem vitnað er til hér að ofan hefur þorskkvóti verið aukinn, makrílveiðar hafa skilað ótrúlegum tekjum sem áður voru ekki til og loðna hefur snúið aftur á Íslandsmið í miklu magni. Samhliða hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mikið og tekjur vegna þeirra margfaldast. Heildarfjöldi þeirra í fyrra var 565 þúsund, 15,8 prósentum meira en árið á undan. Í ár hefur fjöldi þeirra aukist aftur um 17,2 prósent. Til samanburðar heimsóttu 303 þúsund ferðamenn Ísland um aldamótin. Ekki komin í varSkuldir ríkissjóðs eru enn mjög miklar. Alls skuldaði ríkið 1.482 milljarða króna í ágúst síðastliðnum, sem er um 90 prósent af vergri landsframleiðslu síðasta árs. Áætlað er að ríkissjóður greiði 88 milljarða króna í vaxtagjöld vegna skulda á næsta ári. Enn ríkir óvissa um afdrif Icesave-málsins sem gæti haft afdrifarík áhrif á ríkissjóð tapist það. Enn eru í gildi gjaldeyrishöft sem virðast ekki á leið í burtu og erlend fjárfesting hefur ekki verið jafnmikil og þörf er á. Þá gætu neikvæðar sviptingar á alþjóðavettvangi, aflabrestur eða samdráttur í ferðamennsku mjög snögglega haft neikvæð áhrif á íslenska batann. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Í dag eru liðin fjögur ár síðan Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, setti neyðarlög í landinu og bað guð að blessa Ísland. Af því tilefni mun Fréttablaðið birta greinaflokk í átta hlutum um það sem hefur á daga þjóðarinnar drifið frá þeim afdrifar. Hinn 1. október 2008 kynnti fjármálaráðuneytið nýja þjóðhagsspá. Hún gerði ráð fyrir að "eftir áralanga kröftuga uppsveiflu" væri aðlögun að jafnvægi hafin í þjóðarbúinu. Samkvæmt henni myndi hagvöxtur verða 1,7 prósent á Íslandi árið 2008 og 1,1 prósent árið 2009. Spáð var að atvinnuleysi myndi aukast á því ári og verða 2,7 prósent. Reiknað var með að 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans myndi nást á seinni hluta ársins 2010 og var þá gengið út frá því að krónan væri enn á floti. Spáin gerði ráð fyrir því að ríkissjóður yrði rekinn í jafnvægi og að halli myndi myndast árið 2009 sem næmi fimm prósentum af landsframleiðslu. Óvissuþættir í þjóðhagsspánni vörðuðu ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og sveiflur í gengi krónunnar. Í skýrslunni sagði: "Íslenskt efnahagslíf hefur sýnt getu til að ráða við stórar slíkar sveiflur." Fimm dögum eftir útgáfu hennar hrundi Landsbankinn og neyðarlög voru sett í landinu. Glitnir og Kaupþing fylgdu í kjölfarið. Krónan féll um 40 prósent á stuttum tíma og verðbólga fór ískyggilega nálægt 20 prósentum þegar verst lét. Hörð magalendingNýr veruleiki blasti við Íslendingum. Neyðarlög voru sett sem gerðu innstæðueigendur að forgangskröfuhöfum í bú bankanna og tryggðu þar með tilverugrundvöll nýrra viðskiptabanka sem stofnaðir voru á grunni hinna föllnu. Kröfuhafar þeirra voru hins vegar látnir taka á sig tap sem hleypur á þúsundum milljarða króna. Stærð íslenska bankakerfisins fór frá því að vera níföld landsframleiðsla í eina og hálfa. Samhliða reyndist nauðsynlegt að setja gjaldeyrishöft með lagasetningu hinn 29. nóvember 2008. Á augabragði breyttist rekstur ríkisins frá því að vera jákvæður yfir í að gjöld ársins 2008 urðu 216 milljörðum krónum hærri en tekjur ríkisins. Hrein lánsfjárþörf ársins 2008 nam 398 milljörðum króna, sem var 27 prósent af landsframleiðslu. Hún skýrðist aðallega af þremur þáttum: yfirtöku á veðlánum Seðlabanka Íslands, en 175 milljarðar króna af þeim voru síðan afskrifaðir, tapi á tryggingabréfum vegna aðalmiðlara upp á 17 milljarða króna og verulegri hækkun á lífeyrisskuldbindingum. Til viðbótar vofði Icesave-málið yfir ásamt vilyrði íslenskra stjórnvalda um að fjármagna nýju bankana. Staðan var ekki beysin. AGS kemur innHinn 27. október 2008 óskaði ríkisstjórn Íslands formlega eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) um að koma á efnahagslegum stöðugleika, aðlögun ríkisútgjalda og endurreisn fjármálakerfisins og finna lausnir á skuldavanda heimila og fyrirtækja. Stjórn AGS samþykkti efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda 19. nóvember 2008. Alls fékk Ísland lán frá AGS og vinaþjóðum vegna áætlunarinnar sem jafngilti 3,4 milljörðum evra. Það samsvarar ríflega 540 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Til viðbótar kom lántökuréttur frá Norðurlandaríkjum og Póllandi upp á 150 milljarða króna. Í kjölfarið fylgdi mikið erfiðleikatímabil. Samanlagður halli ríkissjóðs á árunum 2008 til 2011 var 592,3 milljarðar króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Samdráttur var 6,6 prósent árið 2009 og fjögur prósent árið eftir. Atvinnuleysi náði tæplega tólf prósentum þegar verst lét og síðan reglulegar mælingar Hagstofunnar hófust árið 1991 hefur hlutfall starfandi aldrei mælst minna né atvinnuleysi meira en árið 2010. Stöðugleiki og batiEfnahagsáætlun AGS og Íslands lauk í ágúst 2011. Á þeim tíma hafði náðst mjög góður, að sumra mati undraverður, árangur við að ná fram stöðugleika á Íslandi. Íslensk stjórnvöld höfðu þá ráðist í mikinn niðurskurð sem miðaðist þó við að mynda varðstöðu um velferðarkerfið. Samhliða hafði ríkissjóður aukið tekjuöflun sína umtalsvert með auknum álögum. Fjárlagagatið fór frá því að vera risavaxið í að verða líkast til lokað á árinu 2014. Hagvöxtur varð jákvæður um 2,6 prósent í fyrra, en búist er við því að hann verði 3,2 prósent í ár og svipaður næstu tvö árin eftir það. Í nýjustu spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), frá því í maí, kemur fram að einungis fimm aðildarríki hennar séu talin verða með meiri hagvöxt en Ísland á þessu ári. Endurskoðuð spá mun líkast til gera stöðu Íslands enn betri. Þessi bætta staða hefur leitt til þess að stjórnvöld ætla, í fyrsta sinn frá hruni, að auka útgjöld sín að raungildi á næsta ári. Fiskur og ferðamennMargt annað en ráðdeild í ríkisfjármálum hefur þó spilað inn í efnahagsbata Íslands. Aflaverðmæti hefur til að mynda tæplega tvöfaldast frá árinu 2007 og var 154 milljarðar króna í fyrra. Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst síðan um 14,2 prósent, og var 80,5 milljarðar króna, á fyrri hluta þessa árs. Á þessu tímabili sem vitnað er til hér að ofan hefur þorskkvóti verið aukinn, makrílveiðar hafa skilað ótrúlegum tekjum sem áður voru ekki til og loðna hefur snúið aftur á Íslandsmið í miklu magni. Samhliða hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mikið og tekjur vegna þeirra margfaldast. Heildarfjöldi þeirra í fyrra var 565 þúsund, 15,8 prósentum meira en árið á undan. Í ár hefur fjöldi þeirra aukist aftur um 17,2 prósent. Til samanburðar heimsóttu 303 þúsund ferðamenn Ísland um aldamótin. Ekki komin í varSkuldir ríkissjóðs eru enn mjög miklar. Alls skuldaði ríkið 1.482 milljarða króna í ágúst síðastliðnum, sem er um 90 prósent af vergri landsframleiðslu síðasta árs. Áætlað er að ríkissjóður greiði 88 milljarða króna í vaxtagjöld vegna skulda á næsta ári. Enn ríkir óvissa um afdrif Icesave-málsins sem gæti haft afdrifarík áhrif á ríkissjóð tapist það. Enn eru í gildi gjaldeyrishöft sem virðast ekki á leið í burtu og erlend fjárfesting hefur ekki verið jafnmikil og þörf er á. Þá gætu neikvæðar sviptingar á alþjóðavettvangi, aflabrestur eða samdráttur í ferðamennsku mjög snögglega haft neikvæð áhrif á íslenska batann.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira