McCartney indæll náungi 6. október 2012 09:00 Rusty Anderson og Paul McCartney hafa spilað saman undanfarin ellefu ár. Anderson spilar þrisvar sinnum á Íslandi í október. nordicphotos/getty Rusty Anderson, sem hefur spilað með Paul McCartney undanfarin ár, spilar á þrennum tónleikum á Íslandi í október. Hann hefur góðar sögur að segja af Bítlinum og Elton John. Rusty Anderson, aðalgítarleikari Bítilsins Sir Pauls McCartney undanfarin ellefu ár, spilar á þrennum tónleikum hér á landi í október. Hann spilar í Austurbæ 18. október og tveimur dögum síðar á Græna hattinum á Akureyri. Einnig verður hann gestaspilari hjá Bítladrengjunum blíðu 17. október á skemmtistaðnum Obladí Oblada. Anderson kemur hingað frá Los Angeles ásamt Todd O‘Keefe, bassaleikara í hljómsveit Andersons, og hitta þeir hér fyrir félaga sinn úr sveitinni, trommuleikarann Karl Pétur Smith. Karl fæddist á Íslandi en hefur búið í Svíþjóð og í Los Angeles undanfarin þrjátíu ár. „Ég og Todd erum mjög spenntir fyrir því að heimsækja Ísland. Ég hef heyrt frábæra hluti um landið,“ segir Anderson, sem hefur gefið út þrjár sólóplötur. Hann var fimm ára þegar hann fékk fyrst áhuga á gítarleik. „Eldri systir mín var að spila Bítlaplötu og ég heillaðist undir eins af hljómi þeirra og stemningunni í bandinu. Eftir það sökkti ég mér í alls konar tónlist, allt frá Jimi Hendrix og Led Zeppelin yfir í Mothers of Invention. Það var einnig rokkhljómsveit sem æfði hinum megin við götuna. Ég sat alltaf fyrir utan bílskúrinn hjá þeim og hlustaði. Þetta voru yndislegir tímar.“ Aðspurður segir Anderson það hafa verið ótrúlega reynslu að spila með goðsögninni McCartney öll þessi ár. „Hann er mjög indæll náungi og þess vegna hefur þetta verið gaman. Þetta er samt dálítið óútreiknanlegt starf og þess vegna getur verið erfitt að skipuleggja mína eigin tónleika. Ég er mjög ánægður með að það var pláss í dagskránni til að spila á Íslandi. Við [McCartney] vorum að taka upp í New York fyrir skömmu. Við hittumst aftur í nóvember og spilum á nokkrum tónleikum í Norður-Ameríku,“ segir hann. Hinn 53 ára Anderson hefur verið hljóðversspilari hjá mörgum frægum tónlistarmönnum á ferli sínum. Með hverjum hefur verið skemmtilegast að vinna, fyrir utan McCartney? „Það var mjög gaman að taka upp með Elton John. Bernie Taupin lét hann fá blaðsíðu með textum, en hann var búinn að semja um 80 texta. Um tuttugu mínútum síðar var Elton búinn að semja lagið. Ég sat á píanóstólnum og skrifaði hljómana niður á meðan hann spilaði og eftir það var ekki aftur snúið. Hann er einnig mikill húmoristi,“ segir gítarleikarinn. „Ég hef líka átt góðar stundir með Reginu Spektor, Willie Nelson, Sinéad O"Connor, Michael Bublé, Gwen Stefani, Steven Tyler og mörgum fleiri.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Sjá meira
Rusty Anderson, sem hefur spilað með Paul McCartney undanfarin ár, spilar á þrennum tónleikum á Íslandi í október. Hann hefur góðar sögur að segja af Bítlinum og Elton John. Rusty Anderson, aðalgítarleikari Bítilsins Sir Pauls McCartney undanfarin ellefu ár, spilar á þrennum tónleikum hér á landi í október. Hann spilar í Austurbæ 18. október og tveimur dögum síðar á Græna hattinum á Akureyri. Einnig verður hann gestaspilari hjá Bítladrengjunum blíðu 17. október á skemmtistaðnum Obladí Oblada. Anderson kemur hingað frá Los Angeles ásamt Todd O‘Keefe, bassaleikara í hljómsveit Andersons, og hitta þeir hér fyrir félaga sinn úr sveitinni, trommuleikarann Karl Pétur Smith. Karl fæddist á Íslandi en hefur búið í Svíþjóð og í Los Angeles undanfarin þrjátíu ár. „Ég og Todd erum mjög spenntir fyrir því að heimsækja Ísland. Ég hef heyrt frábæra hluti um landið,“ segir Anderson, sem hefur gefið út þrjár sólóplötur. Hann var fimm ára þegar hann fékk fyrst áhuga á gítarleik. „Eldri systir mín var að spila Bítlaplötu og ég heillaðist undir eins af hljómi þeirra og stemningunni í bandinu. Eftir það sökkti ég mér í alls konar tónlist, allt frá Jimi Hendrix og Led Zeppelin yfir í Mothers of Invention. Það var einnig rokkhljómsveit sem æfði hinum megin við götuna. Ég sat alltaf fyrir utan bílskúrinn hjá þeim og hlustaði. Þetta voru yndislegir tímar.“ Aðspurður segir Anderson það hafa verið ótrúlega reynslu að spila með goðsögninni McCartney öll þessi ár. „Hann er mjög indæll náungi og þess vegna hefur þetta verið gaman. Þetta er samt dálítið óútreiknanlegt starf og þess vegna getur verið erfitt að skipuleggja mína eigin tónleika. Ég er mjög ánægður með að það var pláss í dagskránni til að spila á Íslandi. Við [McCartney] vorum að taka upp í New York fyrir skömmu. Við hittumst aftur í nóvember og spilum á nokkrum tónleikum í Norður-Ameríku,“ segir hann. Hinn 53 ára Anderson hefur verið hljóðversspilari hjá mörgum frægum tónlistarmönnum á ferli sínum. Með hverjum hefur verið skemmtilegast að vinna, fyrir utan McCartney? „Það var mjög gaman að taka upp með Elton John. Bernie Taupin lét hann fá blaðsíðu með textum, en hann var búinn að semja um 80 texta. Um tuttugu mínútum síðar var Elton búinn að semja lagið. Ég sat á píanóstólnum og skrifaði hljómana niður á meðan hann spilaði og eftir það var ekki aftur snúið. Hann er einnig mikill húmoristi,“ segir gítarleikarinn. „Ég hef líka átt góðar stundir með Reginu Spektor, Willie Nelson, Sinéad O"Connor, Michael Bublé, Gwen Stefani, Steven Tyler og mörgum fleiri.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Sjá meira