McCartney indæll náungi 6. október 2012 09:00 Rusty Anderson og Paul McCartney hafa spilað saman undanfarin ellefu ár. Anderson spilar þrisvar sinnum á Íslandi í október. nordicphotos/getty Rusty Anderson, sem hefur spilað með Paul McCartney undanfarin ár, spilar á þrennum tónleikum á Íslandi í október. Hann hefur góðar sögur að segja af Bítlinum og Elton John. Rusty Anderson, aðalgítarleikari Bítilsins Sir Pauls McCartney undanfarin ellefu ár, spilar á þrennum tónleikum hér á landi í október. Hann spilar í Austurbæ 18. október og tveimur dögum síðar á Græna hattinum á Akureyri. Einnig verður hann gestaspilari hjá Bítladrengjunum blíðu 17. október á skemmtistaðnum Obladí Oblada. Anderson kemur hingað frá Los Angeles ásamt Todd O‘Keefe, bassaleikara í hljómsveit Andersons, og hitta þeir hér fyrir félaga sinn úr sveitinni, trommuleikarann Karl Pétur Smith. Karl fæddist á Íslandi en hefur búið í Svíþjóð og í Los Angeles undanfarin þrjátíu ár. „Ég og Todd erum mjög spenntir fyrir því að heimsækja Ísland. Ég hef heyrt frábæra hluti um landið,“ segir Anderson, sem hefur gefið út þrjár sólóplötur. Hann var fimm ára þegar hann fékk fyrst áhuga á gítarleik. „Eldri systir mín var að spila Bítlaplötu og ég heillaðist undir eins af hljómi þeirra og stemningunni í bandinu. Eftir það sökkti ég mér í alls konar tónlist, allt frá Jimi Hendrix og Led Zeppelin yfir í Mothers of Invention. Það var einnig rokkhljómsveit sem æfði hinum megin við götuna. Ég sat alltaf fyrir utan bílskúrinn hjá þeim og hlustaði. Þetta voru yndislegir tímar.“ Aðspurður segir Anderson það hafa verið ótrúlega reynslu að spila með goðsögninni McCartney öll þessi ár. „Hann er mjög indæll náungi og þess vegna hefur þetta verið gaman. Þetta er samt dálítið óútreiknanlegt starf og þess vegna getur verið erfitt að skipuleggja mína eigin tónleika. Ég er mjög ánægður með að það var pláss í dagskránni til að spila á Íslandi. Við [McCartney] vorum að taka upp í New York fyrir skömmu. Við hittumst aftur í nóvember og spilum á nokkrum tónleikum í Norður-Ameríku,“ segir hann. Hinn 53 ára Anderson hefur verið hljóðversspilari hjá mörgum frægum tónlistarmönnum á ferli sínum. Með hverjum hefur verið skemmtilegast að vinna, fyrir utan McCartney? „Það var mjög gaman að taka upp með Elton John. Bernie Taupin lét hann fá blaðsíðu með textum, en hann var búinn að semja um 80 texta. Um tuttugu mínútum síðar var Elton búinn að semja lagið. Ég sat á píanóstólnum og skrifaði hljómana niður á meðan hann spilaði og eftir það var ekki aftur snúið. Hann er einnig mikill húmoristi,“ segir gítarleikarinn. „Ég hef líka átt góðar stundir með Reginu Spektor, Willie Nelson, Sinéad O"Connor, Michael Bublé, Gwen Stefani, Steven Tyler og mörgum fleiri.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fleiri fréttir Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Sjá meira
Rusty Anderson, sem hefur spilað með Paul McCartney undanfarin ár, spilar á þrennum tónleikum á Íslandi í október. Hann hefur góðar sögur að segja af Bítlinum og Elton John. Rusty Anderson, aðalgítarleikari Bítilsins Sir Pauls McCartney undanfarin ellefu ár, spilar á þrennum tónleikum hér á landi í október. Hann spilar í Austurbæ 18. október og tveimur dögum síðar á Græna hattinum á Akureyri. Einnig verður hann gestaspilari hjá Bítladrengjunum blíðu 17. október á skemmtistaðnum Obladí Oblada. Anderson kemur hingað frá Los Angeles ásamt Todd O‘Keefe, bassaleikara í hljómsveit Andersons, og hitta þeir hér fyrir félaga sinn úr sveitinni, trommuleikarann Karl Pétur Smith. Karl fæddist á Íslandi en hefur búið í Svíþjóð og í Los Angeles undanfarin þrjátíu ár. „Ég og Todd erum mjög spenntir fyrir því að heimsækja Ísland. Ég hef heyrt frábæra hluti um landið,“ segir Anderson, sem hefur gefið út þrjár sólóplötur. Hann var fimm ára þegar hann fékk fyrst áhuga á gítarleik. „Eldri systir mín var að spila Bítlaplötu og ég heillaðist undir eins af hljómi þeirra og stemningunni í bandinu. Eftir það sökkti ég mér í alls konar tónlist, allt frá Jimi Hendrix og Led Zeppelin yfir í Mothers of Invention. Það var einnig rokkhljómsveit sem æfði hinum megin við götuna. Ég sat alltaf fyrir utan bílskúrinn hjá þeim og hlustaði. Þetta voru yndislegir tímar.“ Aðspurður segir Anderson það hafa verið ótrúlega reynslu að spila með goðsögninni McCartney öll þessi ár. „Hann er mjög indæll náungi og þess vegna hefur þetta verið gaman. Þetta er samt dálítið óútreiknanlegt starf og þess vegna getur verið erfitt að skipuleggja mína eigin tónleika. Ég er mjög ánægður með að það var pláss í dagskránni til að spila á Íslandi. Við [McCartney] vorum að taka upp í New York fyrir skömmu. Við hittumst aftur í nóvember og spilum á nokkrum tónleikum í Norður-Ameríku,“ segir hann. Hinn 53 ára Anderson hefur verið hljóðversspilari hjá mörgum frægum tónlistarmönnum á ferli sínum. Með hverjum hefur verið skemmtilegast að vinna, fyrir utan McCartney? „Það var mjög gaman að taka upp með Elton John. Bernie Taupin lét hann fá blaðsíðu með textum, en hann var búinn að semja um 80 texta. Um tuttugu mínútum síðar var Elton búinn að semja lagið. Ég sat á píanóstólnum og skrifaði hljómana niður á meðan hann spilaði og eftir það var ekki aftur snúið. Hann er einnig mikill húmoristi,“ segir gítarleikarinn. „Ég hef líka átt góðar stundir með Reginu Spektor, Willie Nelson, Sinéad O"Connor, Michael Bublé, Gwen Stefani, Steven Tyler og mörgum fleiri.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fleiri fréttir Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Sjá meira