Innlent

Auglýsing fyrir prentara tekin upp á Siglufirði

Ný auglýsing fyrir nýjan prentara frá HP var tekin upp á Siglufirði í byrjun september. Um tuttugu manns komu hingað til lands á meðan upptökum stóð en það var íslenska kvikmyndafyrirtækið Pegasus sem sá um verkefnið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fyrst horft til Grænlands sem tökustað en Siglufjörður þótti fallegri og varð hann því fyrir valinu. Auglýsingin fer í dreifingu í Bandaríkjunum og víðar.

Auglýsinguna má sjá með því að smella á hlekkinn hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×