Innlent

Smábátasjómenn komnir með kjarasamning

Kjarasamningur sjómanna hjá Sjómannasambandi Íslands við Landssamband smábátaeigenda hefur verið samþykktur. Atkvæði voru talin í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær.

Hjá aðildarfélögum Sjómannasambandsins fór atkvæðagreiðslan þannig að um 64% þeirra sem afstöðu tóku samþykktu samninginn, en 36% sögðu nei, samkvæmt frétt á vef ASÍ. Samkvæmt framansögðu er því kominn á samningur milli Sjómannasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×