Nýliðun fyrir hvern? Þórhallur Hjaltason skrifar 3. apríl 2012 06:00 Nú hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur komið með enn eitt sjávarútvegsfrumvarpið sem á að leysa allan ágreining um sjávarútvegskerfið. Nú á að ná sáttum við þjóðina – reyndar aðra hluta þjóðarinnar en sjómenn og fiskverkafólk, sem höfum þó af þessarri atvinnugrein lifibrauð. Einn af helstu útgangspunktum ríkisstjórnarinnar er að auka „nýliðun“ í kerfinu með stórauknum ríkispottum sem stjórnmálamenn deila eftir eigin reglum og hagsmunum heima í héraði. Þegar stjórnmálamenn tala um nýliðun í greininni sjá þeir fyrir sér syngjandi trillusjómenn haldandi til veiða. Þessi rómantíska sýn á sjávarútveg er eins og að sjá fyrir sér sveitir landsins fullar af fólki – bændur að heyja með ljá og Bjössi á mjólkurbílnum keyrir um á gömlum Ford T, sækir mjólkurbrúsana heim í hlað og flautar í áttina að heimasætunum. En allir vita að þannig er ekki íslenskur landbúnaður í dag og engum dytti í hug að koma með frumvarp þess efnis að hverfa aftur til þess tíma. Í mínum huga er nýliðun í sjávarútvegi að ungir menn geti farið og menntað sig í vélstjórn eða skipstjórn, komið heim aftur og haft öruggar og góðar tekjur af því að vinna í öruggu starfsumhverfi. Ég þekki þó nokkuð af mönnum sem skuldsettu sig til að kaupa trillu á 7 – 10 milljónir og treysta á að geta veitt frítt í boði ríkisins annaðhvort á strandveiðum eða byggðakvóta. Útgerð þessarra einstaklinga hefur gengið mjög illa og það sem hefur bjargað afkomu þessarra manna og heimila þeirra eru afleysingar á togurum og nótaskipum hér í Fjarðabyggð. Er þetta nýliðun byggð á öruggri afkomu í öruggu starfsumhverfi? Hins vegar vegnar þeim ágætlega sem fyrir áttu trillurnar, skuldlausar, með nokkra tugi milljóna inni á bók eftir kvótasölu. Þessir einstaklingar halda nú frítt til veiða í boði ríkisstjórnarinnar og mér segir svo hugur að þeir muni uppfylla rómantíska sýn Jóhönnu og Steingríms um syngjandi trillukarlana. Og hver veit, kannski ná þeir að selja sig síðan í annað eða þriðja skiptið út úr kerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur komið með enn eitt sjávarútvegsfrumvarpið sem á að leysa allan ágreining um sjávarútvegskerfið. Nú á að ná sáttum við þjóðina – reyndar aðra hluta þjóðarinnar en sjómenn og fiskverkafólk, sem höfum þó af þessarri atvinnugrein lifibrauð. Einn af helstu útgangspunktum ríkisstjórnarinnar er að auka „nýliðun“ í kerfinu með stórauknum ríkispottum sem stjórnmálamenn deila eftir eigin reglum og hagsmunum heima í héraði. Þegar stjórnmálamenn tala um nýliðun í greininni sjá þeir fyrir sér syngjandi trillusjómenn haldandi til veiða. Þessi rómantíska sýn á sjávarútveg er eins og að sjá fyrir sér sveitir landsins fullar af fólki – bændur að heyja með ljá og Bjössi á mjólkurbílnum keyrir um á gömlum Ford T, sækir mjólkurbrúsana heim í hlað og flautar í áttina að heimasætunum. En allir vita að þannig er ekki íslenskur landbúnaður í dag og engum dytti í hug að koma með frumvarp þess efnis að hverfa aftur til þess tíma. Í mínum huga er nýliðun í sjávarútvegi að ungir menn geti farið og menntað sig í vélstjórn eða skipstjórn, komið heim aftur og haft öruggar og góðar tekjur af því að vinna í öruggu starfsumhverfi. Ég þekki þó nokkuð af mönnum sem skuldsettu sig til að kaupa trillu á 7 – 10 milljónir og treysta á að geta veitt frítt í boði ríkisins annaðhvort á strandveiðum eða byggðakvóta. Útgerð þessarra einstaklinga hefur gengið mjög illa og það sem hefur bjargað afkomu þessarra manna og heimila þeirra eru afleysingar á togurum og nótaskipum hér í Fjarðabyggð. Er þetta nýliðun byggð á öruggri afkomu í öruggu starfsumhverfi? Hins vegar vegnar þeim ágætlega sem fyrir áttu trillurnar, skuldlausar, með nokkra tugi milljóna inni á bók eftir kvótasölu. Þessir einstaklingar halda nú frítt til veiða í boði ríkisstjórnarinnar og mér segir svo hugur að þeir muni uppfylla rómantíska sýn Jóhönnu og Steingríms um syngjandi trillukarlana. Og hver veit, kannski ná þeir að selja sig síðan í annað eða þriðja skiptið út úr kerfinu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar