Er Reykjavík ljót, döpur, leiðinleg og vanþroskuð? 19. desember 2012 06:00 Arkitektúrinn í Reykjavík er víða hryllilega ljótur og þunglyndislega fráhrindandi. Og skipulagið morandi í óafturkræfum byggingarslysum sem bera vitni um aumkunarverðan skort á fagurfræðilegu skynbragði. Og nú stendur til að bæta enn fleiri forljótum slysum á listann. Því harmrænu trúðarnir í Ráðhúsinu eru búnir að samþykkja aðför að miðborg Reykjavíkur. Þeir vilja troða þangað ca 290.000 fermetra fangelsislegum verksmiðjukumböldum í formi stærsta sjúkrahúss Íslandssögunnar – á eina fallegustu, dýrustu og eftirsóttustu lóð miðborgarinnar. Sem mun ekki aðeins eyðileggja tækifærin fyrir skemmtilega starfsemi og lífsglatt fólk til að búa þarna – heldur líka sjúkrahúsið sjálft. Og skemma auk þess möguleika miðborgar Reykjavíkur til að þroskast eðlilega. Aðþrengd miðborg Sá agnarsmái blettur sem rúmar miðborg Reykjavíkur er löngu orðinn svo aðþrengdur að miðborgin hefur í mörg ár alls ekki getað þroskast eðlilega. Og á meðan er tíu sinnum stærra flæmi sóað undir steindautt flugvallarmalbik hinum megin við Gömlu Hringbraut. Einmitt þar sem vaxtarmöguleikar miðborgar Reykjavíkur liggja. Auk hinnar rándýru og gullfallegu lóðar sem nú stendur til að eyðileggja undir fárveikt fólk í sjúkrarúmum og illa lyktandi spítalaganga. Hve mörg forljót og ómanneskjuleg hverfi eru í Reykjavík? Sem þóttu e.t.v. voðalega fín í augum yfirlætisfullra, þröngsýnna og smekklausra verkfræðinga og skipulagsfræðinga á sínum tíma? Vilja Íslendingar að endanlega verði gengið að miðborg Reykjavíkur dauðri? Viljum við fleiri forljótar byggingar og fleiri ómanneskjuleg hverfi sem líta út eins og fangelsishverfi? Meiri ljótleika? Fleiri skipulagsslys? Hve margar fjölskyldur? Hve margar frískar fjölskyldur skyldu geta lifað á u.þ.b. 290.000 fermetrum? Hve margar smáverslanir, kaffihús, gallerí og hótel fyrir ferðamenn? Þetta byggingarmagn er ígildi u.þ.b. 75% af öllu íbúðarrými í 101 Reykjavík! Það er ígildi 5 Flugstöðva Leifs Eiríkssonar, 5 Smáralinda, 12 herstöðva eins og þeirrar sem var á Keflavíkurflugvelli, 25 Orkuveituhúsa, 67 ráðhúsa, 73 Þjóðminjasafna, 149 Þjóðarbókhlaða eða 248 innanríkisráðuneyta! Hvers virði skyldi þessi lóð ríkisins við Gömlu Hringbraut, Eiríksgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur vera í peningum – ef hún yrði seld undir blandaða byggð fyrir lífsglatt og fullfrískt fólk sem þráir að búa þarna? Og gömlu byggingarnar e.t.v. undir hótel? Erum við að tala um milljarðatugi? Skyldi e.t.v. vera hægt að greiða fjórðung af byggingarkostnaði við stærsta sjúkrahús Íslandssögunnar á réttri lóð fyrir andvirðið? Daprasta svæði Íslands Miðborg Reykjavíkur er sorglega fábrotin, niðurnídd og líflaus. Hún er orðin að einu daprasta svæði landsins og líkist meira afskekktu grotnandi þorpi en miðborg í höfuðborg vestræns ríkis. Enda nenna fáir þangað til að versla nema ferðamenn og ölótt fólk sem brýtur flöskur þar um helgar. Hús grotna niður, verslanir loka og fólk fer upp í Kringlu eða Smáralind. Hvers vegna er spítalanum ekki fundin viðeigandi lóð með ofgnótt af plássi þar sem hann getur notið sín til fulls? Í stað þess að eyða í hann dýrasta lóðarfermetraverði landsins þar sem fólk þráir að búa? Og hvað á að gera þegar byggja þarf við risasjúkrahúsið? Hvar á þá að fá lóðarpláss? Á þá að færa það? Því ævaforn áform um nýjan Landspítala við Hringbraut byggðu aldrei á 290 þúsund fermetra risamannvirki. Þessi áform eru sérstaklega galin og ósmekkleg í ljósi þess að staðsetningin er beinlínis skaðleg hagsmunum sjúkrahússins – sem þarf að laga sig að þrengslum í stað þess að njóta sín fullkomlega á eigin forsendum á plássríkri lóð. Og það er nóg af slíkum lóðum í Reykjavík. Og þá má spyrja: Hvers vegna er Reykjavík jafnljót, jafndöpur, jafnleiðinleg og jafnvanþroskuð og raun ber vitni um? Er það vegna þess að sumir íbúar hennar eru einmitt allt þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Arkitektúrinn í Reykjavík er víða hryllilega ljótur og þunglyndislega fráhrindandi. Og skipulagið morandi í óafturkræfum byggingarslysum sem bera vitni um aumkunarverðan skort á fagurfræðilegu skynbragði. Og nú stendur til að bæta enn fleiri forljótum slysum á listann. Því harmrænu trúðarnir í Ráðhúsinu eru búnir að samþykkja aðför að miðborg Reykjavíkur. Þeir vilja troða þangað ca 290.000 fermetra fangelsislegum verksmiðjukumböldum í formi stærsta sjúkrahúss Íslandssögunnar – á eina fallegustu, dýrustu og eftirsóttustu lóð miðborgarinnar. Sem mun ekki aðeins eyðileggja tækifærin fyrir skemmtilega starfsemi og lífsglatt fólk til að búa þarna – heldur líka sjúkrahúsið sjálft. Og skemma auk þess möguleika miðborgar Reykjavíkur til að þroskast eðlilega. Aðþrengd miðborg Sá agnarsmái blettur sem rúmar miðborg Reykjavíkur er löngu orðinn svo aðþrengdur að miðborgin hefur í mörg ár alls ekki getað þroskast eðlilega. Og á meðan er tíu sinnum stærra flæmi sóað undir steindautt flugvallarmalbik hinum megin við Gömlu Hringbraut. Einmitt þar sem vaxtarmöguleikar miðborgar Reykjavíkur liggja. Auk hinnar rándýru og gullfallegu lóðar sem nú stendur til að eyðileggja undir fárveikt fólk í sjúkrarúmum og illa lyktandi spítalaganga. Hve mörg forljót og ómanneskjuleg hverfi eru í Reykjavík? Sem þóttu e.t.v. voðalega fín í augum yfirlætisfullra, þröngsýnna og smekklausra verkfræðinga og skipulagsfræðinga á sínum tíma? Vilja Íslendingar að endanlega verði gengið að miðborg Reykjavíkur dauðri? Viljum við fleiri forljótar byggingar og fleiri ómanneskjuleg hverfi sem líta út eins og fangelsishverfi? Meiri ljótleika? Fleiri skipulagsslys? Hve margar fjölskyldur? Hve margar frískar fjölskyldur skyldu geta lifað á u.þ.b. 290.000 fermetrum? Hve margar smáverslanir, kaffihús, gallerí og hótel fyrir ferðamenn? Þetta byggingarmagn er ígildi u.þ.b. 75% af öllu íbúðarrými í 101 Reykjavík! Það er ígildi 5 Flugstöðva Leifs Eiríkssonar, 5 Smáralinda, 12 herstöðva eins og þeirrar sem var á Keflavíkurflugvelli, 25 Orkuveituhúsa, 67 ráðhúsa, 73 Þjóðminjasafna, 149 Þjóðarbókhlaða eða 248 innanríkisráðuneyta! Hvers virði skyldi þessi lóð ríkisins við Gömlu Hringbraut, Eiríksgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur vera í peningum – ef hún yrði seld undir blandaða byggð fyrir lífsglatt og fullfrískt fólk sem þráir að búa þarna? Og gömlu byggingarnar e.t.v. undir hótel? Erum við að tala um milljarðatugi? Skyldi e.t.v. vera hægt að greiða fjórðung af byggingarkostnaði við stærsta sjúkrahús Íslandssögunnar á réttri lóð fyrir andvirðið? Daprasta svæði Íslands Miðborg Reykjavíkur er sorglega fábrotin, niðurnídd og líflaus. Hún er orðin að einu daprasta svæði landsins og líkist meira afskekktu grotnandi þorpi en miðborg í höfuðborg vestræns ríkis. Enda nenna fáir þangað til að versla nema ferðamenn og ölótt fólk sem brýtur flöskur þar um helgar. Hús grotna niður, verslanir loka og fólk fer upp í Kringlu eða Smáralind. Hvers vegna er spítalanum ekki fundin viðeigandi lóð með ofgnótt af plássi þar sem hann getur notið sín til fulls? Í stað þess að eyða í hann dýrasta lóðarfermetraverði landsins þar sem fólk þráir að búa? Og hvað á að gera þegar byggja þarf við risasjúkrahúsið? Hvar á þá að fá lóðarpláss? Á þá að færa það? Því ævaforn áform um nýjan Landspítala við Hringbraut byggðu aldrei á 290 þúsund fermetra risamannvirki. Þessi áform eru sérstaklega galin og ósmekkleg í ljósi þess að staðsetningin er beinlínis skaðleg hagsmunum sjúkrahússins – sem þarf að laga sig að þrengslum í stað þess að njóta sín fullkomlega á eigin forsendum á plássríkri lóð. Og það er nóg af slíkum lóðum í Reykjavík. Og þá má spyrja: Hvers vegna er Reykjavík jafnljót, jafndöpur, jafnleiðinleg og jafnvanþroskuð og raun ber vitni um? Er það vegna þess að sumir íbúar hennar eru einmitt allt þetta?
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun