Er Reykjavík ljót, döpur, leiðinleg og vanþroskuð? 19. desember 2012 06:00 Arkitektúrinn í Reykjavík er víða hryllilega ljótur og þunglyndislega fráhrindandi. Og skipulagið morandi í óafturkræfum byggingarslysum sem bera vitni um aumkunarverðan skort á fagurfræðilegu skynbragði. Og nú stendur til að bæta enn fleiri forljótum slysum á listann. Því harmrænu trúðarnir í Ráðhúsinu eru búnir að samþykkja aðför að miðborg Reykjavíkur. Þeir vilja troða þangað ca 290.000 fermetra fangelsislegum verksmiðjukumböldum í formi stærsta sjúkrahúss Íslandssögunnar – á eina fallegustu, dýrustu og eftirsóttustu lóð miðborgarinnar. Sem mun ekki aðeins eyðileggja tækifærin fyrir skemmtilega starfsemi og lífsglatt fólk til að búa þarna – heldur líka sjúkrahúsið sjálft. Og skemma auk þess möguleika miðborgar Reykjavíkur til að þroskast eðlilega. Aðþrengd miðborg Sá agnarsmái blettur sem rúmar miðborg Reykjavíkur er löngu orðinn svo aðþrengdur að miðborgin hefur í mörg ár alls ekki getað þroskast eðlilega. Og á meðan er tíu sinnum stærra flæmi sóað undir steindautt flugvallarmalbik hinum megin við Gömlu Hringbraut. Einmitt þar sem vaxtarmöguleikar miðborgar Reykjavíkur liggja. Auk hinnar rándýru og gullfallegu lóðar sem nú stendur til að eyðileggja undir fárveikt fólk í sjúkrarúmum og illa lyktandi spítalaganga. Hve mörg forljót og ómanneskjuleg hverfi eru í Reykjavík? Sem þóttu e.t.v. voðalega fín í augum yfirlætisfullra, þröngsýnna og smekklausra verkfræðinga og skipulagsfræðinga á sínum tíma? Vilja Íslendingar að endanlega verði gengið að miðborg Reykjavíkur dauðri? Viljum við fleiri forljótar byggingar og fleiri ómanneskjuleg hverfi sem líta út eins og fangelsishverfi? Meiri ljótleika? Fleiri skipulagsslys? Hve margar fjölskyldur? Hve margar frískar fjölskyldur skyldu geta lifað á u.þ.b. 290.000 fermetrum? Hve margar smáverslanir, kaffihús, gallerí og hótel fyrir ferðamenn? Þetta byggingarmagn er ígildi u.þ.b. 75% af öllu íbúðarrými í 101 Reykjavík! Það er ígildi 5 Flugstöðva Leifs Eiríkssonar, 5 Smáralinda, 12 herstöðva eins og þeirrar sem var á Keflavíkurflugvelli, 25 Orkuveituhúsa, 67 ráðhúsa, 73 Þjóðminjasafna, 149 Þjóðarbókhlaða eða 248 innanríkisráðuneyta! Hvers virði skyldi þessi lóð ríkisins við Gömlu Hringbraut, Eiríksgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur vera í peningum – ef hún yrði seld undir blandaða byggð fyrir lífsglatt og fullfrískt fólk sem þráir að búa þarna? Og gömlu byggingarnar e.t.v. undir hótel? Erum við að tala um milljarðatugi? Skyldi e.t.v. vera hægt að greiða fjórðung af byggingarkostnaði við stærsta sjúkrahús Íslandssögunnar á réttri lóð fyrir andvirðið? Daprasta svæði Íslands Miðborg Reykjavíkur er sorglega fábrotin, niðurnídd og líflaus. Hún er orðin að einu daprasta svæði landsins og líkist meira afskekktu grotnandi þorpi en miðborg í höfuðborg vestræns ríkis. Enda nenna fáir þangað til að versla nema ferðamenn og ölótt fólk sem brýtur flöskur þar um helgar. Hús grotna niður, verslanir loka og fólk fer upp í Kringlu eða Smáralind. Hvers vegna er spítalanum ekki fundin viðeigandi lóð með ofgnótt af plássi þar sem hann getur notið sín til fulls? Í stað þess að eyða í hann dýrasta lóðarfermetraverði landsins þar sem fólk þráir að búa? Og hvað á að gera þegar byggja þarf við risasjúkrahúsið? Hvar á þá að fá lóðarpláss? Á þá að færa það? Því ævaforn áform um nýjan Landspítala við Hringbraut byggðu aldrei á 290 þúsund fermetra risamannvirki. Þessi áform eru sérstaklega galin og ósmekkleg í ljósi þess að staðsetningin er beinlínis skaðleg hagsmunum sjúkrahússins – sem þarf að laga sig að þrengslum í stað þess að njóta sín fullkomlega á eigin forsendum á plássríkri lóð. Og það er nóg af slíkum lóðum í Reykjavík. Og þá má spyrja: Hvers vegna er Reykjavík jafnljót, jafndöpur, jafnleiðinleg og jafnvanþroskuð og raun ber vitni um? Er það vegna þess að sumir íbúar hennar eru einmitt allt þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Arkitektúrinn í Reykjavík er víða hryllilega ljótur og þunglyndislega fráhrindandi. Og skipulagið morandi í óafturkræfum byggingarslysum sem bera vitni um aumkunarverðan skort á fagurfræðilegu skynbragði. Og nú stendur til að bæta enn fleiri forljótum slysum á listann. Því harmrænu trúðarnir í Ráðhúsinu eru búnir að samþykkja aðför að miðborg Reykjavíkur. Þeir vilja troða þangað ca 290.000 fermetra fangelsislegum verksmiðjukumböldum í formi stærsta sjúkrahúss Íslandssögunnar – á eina fallegustu, dýrustu og eftirsóttustu lóð miðborgarinnar. Sem mun ekki aðeins eyðileggja tækifærin fyrir skemmtilega starfsemi og lífsglatt fólk til að búa þarna – heldur líka sjúkrahúsið sjálft. Og skemma auk þess möguleika miðborgar Reykjavíkur til að þroskast eðlilega. Aðþrengd miðborg Sá agnarsmái blettur sem rúmar miðborg Reykjavíkur er löngu orðinn svo aðþrengdur að miðborgin hefur í mörg ár alls ekki getað þroskast eðlilega. Og á meðan er tíu sinnum stærra flæmi sóað undir steindautt flugvallarmalbik hinum megin við Gömlu Hringbraut. Einmitt þar sem vaxtarmöguleikar miðborgar Reykjavíkur liggja. Auk hinnar rándýru og gullfallegu lóðar sem nú stendur til að eyðileggja undir fárveikt fólk í sjúkrarúmum og illa lyktandi spítalaganga. Hve mörg forljót og ómanneskjuleg hverfi eru í Reykjavík? Sem þóttu e.t.v. voðalega fín í augum yfirlætisfullra, þröngsýnna og smekklausra verkfræðinga og skipulagsfræðinga á sínum tíma? Vilja Íslendingar að endanlega verði gengið að miðborg Reykjavíkur dauðri? Viljum við fleiri forljótar byggingar og fleiri ómanneskjuleg hverfi sem líta út eins og fangelsishverfi? Meiri ljótleika? Fleiri skipulagsslys? Hve margar fjölskyldur? Hve margar frískar fjölskyldur skyldu geta lifað á u.þ.b. 290.000 fermetrum? Hve margar smáverslanir, kaffihús, gallerí og hótel fyrir ferðamenn? Þetta byggingarmagn er ígildi u.þ.b. 75% af öllu íbúðarrými í 101 Reykjavík! Það er ígildi 5 Flugstöðva Leifs Eiríkssonar, 5 Smáralinda, 12 herstöðva eins og þeirrar sem var á Keflavíkurflugvelli, 25 Orkuveituhúsa, 67 ráðhúsa, 73 Þjóðminjasafna, 149 Þjóðarbókhlaða eða 248 innanríkisráðuneyta! Hvers virði skyldi þessi lóð ríkisins við Gömlu Hringbraut, Eiríksgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur vera í peningum – ef hún yrði seld undir blandaða byggð fyrir lífsglatt og fullfrískt fólk sem þráir að búa þarna? Og gömlu byggingarnar e.t.v. undir hótel? Erum við að tala um milljarðatugi? Skyldi e.t.v. vera hægt að greiða fjórðung af byggingarkostnaði við stærsta sjúkrahús Íslandssögunnar á réttri lóð fyrir andvirðið? Daprasta svæði Íslands Miðborg Reykjavíkur er sorglega fábrotin, niðurnídd og líflaus. Hún er orðin að einu daprasta svæði landsins og líkist meira afskekktu grotnandi þorpi en miðborg í höfuðborg vestræns ríkis. Enda nenna fáir þangað til að versla nema ferðamenn og ölótt fólk sem brýtur flöskur þar um helgar. Hús grotna niður, verslanir loka og fólk fer upp í Kringlu eða Smáralind. Hvers vegna er spítalanum ekki fundin viðeigandi lóð með ofgnótt af plássi þar sem hann getur notið sín til fulls? Í stað þess að eyða í hann dýrasta lóðarfermetraverði landsins þar sem fólk þráir að búa? Og hvað á að gera þegar byggja þarf við risasjúkrahúsið? Hvar á þá að fá lóðarpláss? Á þá að færa það? Því ævaforn áform um nýjan Landspítala við Hringbraut byggðu aldrei á 290 þúsund fermetra risamannvirki. Þessi áform eru sérstaklega galin og ósmekkleg í ljósi þess að staðsetningin er beinlínis skaðleg hagsmunum sjúkrahússins – sem þarf að laga sig að þrengslum í stað þess að njóta sín fullkomlega á eigin forsendum á plássríkri lóð. Og það er nóg af slíkum lóðum í Reykjavík. Og þá má spyrja: Hvers vegna er Reykjavík jafnljót, jafndöpur, jafnleiðinleg og jafnvanþroskuð og raun ber vitni um? Er það vegna þess að sumir íbúar hennar eru einmitt allt þetta?
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun