ESB ákveður leyfilegan heildarafla Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson skrifar 19. desember 2012 06:00 Ef til inngöngu Íslands í Evrópusambandið kæmi yrði sú meginbreyting á umhverfi íslenska kvótakerfisins að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla íslenskra útgerða yrðu teknar af ráði landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna í Brussel. Í þessu fælist framsal á valdi sem íslenska ríkið fer með í dag. Í Evrópusambandinu er veiðiheimildum skipt milli aðildarríkja ESB samkvæmt meginreglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Reglan felur í sér að hlutdeild hvers ríkis í leyfilegum hámarksafla skuli byggjast á veiðireynslu þess á tilteknum fiskistofnum en einnig er tekið tillit til svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Þannig eiga veiðar einstakra ríkja að haldast hlutfallslega stöðugar til langs tíma. Hvert aðildarríki fyrir sig ákveður síðan, í samræmi við sína eigin löggjöf, hvernig það ráðstafar þeim aflaheimildum sem í hlut þess koma. Íslenska kvótakerfið mundi því ekki taka grundvallarbreytingum sem slíkt þótt Ísland gengi í ESB. Ákvarðanir um breytingar á kvótakerfinu yrðu eftir sem áður í höndum íslenskra stjórnvalda. Þótt aðildarríkin hafi að meginstefnu sjálfstæði um það hvernig þau úthluta sínum landskvóta eru þeim þó ýmis takmörk sett því ákvarðanir aðildarríkjanna mega ekki brjóta í bága við almennar reglur sambandsins. Evrópusambandið getur þannig í vissum tilfellum sett tæknilegar sóknartakmarkanir á einstök mið, til dæmis með því að banna eða takmarka heimildir til veiða með ákveðnum veiðarfærum. Þá getur sambandið einnig sett reglur er varða uppbyggingu eða endurreisn fiskistofna sem hafa verið ofveiddir og aðildarríkjunum er gert að fara eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Ef til inngöngu Íslands í Evrópusambandið kæmi yrði sú meginbreyting á umhverfi íslenska kvótakerfisins að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla íslenskra útgerða yrðu teknar af ráði landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna í Brussel. Í þessu fælist framsal á valdi sem íslenska ríkið fer með í dag. Í Evrópusambandinu er veiðiheimildum skipt milli aðildarríkja ESB samkvæmt meginreglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Reglan felur í sér að hlutdeild hvers ríkis í leyfilegum hámarksafla skuli byggjast á veiðireynslu þess á tilteknum fiskistofnum en einnig er tekið tillit til svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Þannig eiga veiðar einstakra ríkja að haldast hlutfallslega stöðugar til langs tíma. Hvert aðildarríki fyrir sig ákveður síðan, í samræmi við sína eigin löggjöf, hvernig það ráðstafar þeim aflaheimildum sem í hlut þess koma. Íslenska kvótakerfið mundi því ekki taka grundvallarbreytingum sem slíkt þótt Ísland gengi í ESB. Ákvarðanir um breytingar á kvótakerfinu yrðu eftir sem áður í höndum íslenskra stjórnvalda. Þótt aðildarríkin hafi að meginstefnu sjálfstæði um það hvernig þau úthluta sínum landskvóta eru þeim þó ýmis takmörk sett því ákvarðanir aðildarríkjanna mega ekki brjóta í bága við almennar reglur sambandsins. Evrópusambandið getur þannig í vissum tilfellum sett tæknilegar sóknartakmarkanir á einstök mið, til dæmis með því að banna eða takmarka heimildir til veiða með ákveðnum veiðarfærum. Þá getur sambandið einnig sett reglur er varða uppbyggingu eða endurreisn fiskistofna sem hafa verið ofveiddir og aðildarríkjunum er gert að fara eftir.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar