Kvarta undan humarskorti olikr@frettabladid.is skrifar 19. desember 2012 07:30 Grillaður humarhali Dæmi eru um að fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu séu alveg uppiskroppa með stóra humarhala. Humarhalar í stærðarflokknum 40 til 70 grömm eru vinsæll hátíðarmatur. Útflutningur á heilum humri og humarhölum hefur aukist og því minna til skiptanna á innanlandsmarkaði. „Ég hef ekki fengið neinn humar núna fyrir jólin og lifi bara á gömlum birgðum," segir Ásmundur Karlsson, fisksali og veitingamaður í Gallerí Fiski. Nóg sé þó til af smáum og millistærðarhumri. „En mig vantar stærsta og flottasta humarinn og hann virðist ekki vera til á landinu." Stöku verslanir með fisk sem sýnt hafa sérstaka fyrirhyggju í birgðahaldi eiga þó enn stóra humarhala. Páll H. Pálsson, í Hafinu fiskverslun í Kópavogi, segir allt hafa selst upp hjá þeim fyrir jól í fyrra og þeir því sankað meiru að sér núna. „Við eigum að vera góðir fram að áramótum," segir hann. Svipaða sögu segir Kristján Berg, fisksali í Fiskikónginum. „Ég er byrjaður að kaupa inn fyrir jólin á sumrin og ligg inni á lager með um 20 milljónir króna bara í humri." Hann segir hins vegar mega gefa sér að allt seljist sem sé til, því fólk horfi alla jafna ekki í verðið þegar það ætli að gera vel við sig einu sinni á ári. Kílóverðið á stórum humarhölum stendur núna í 7.900 krónum. Álagninguna segir Kristján þó vera mun minni en á öðru sjávarfangi sem hann er með í sölu. „Þetta kostar 6.900 í innkaupum plús skattur," segir hann. Verð sem fáist fyrir humar erlendis hafi hins vegar hækkað um 30 prósent milli ára. „Þeir sem selja humar eru náttúrulega bara í bisness og innanlandsmarkaðurinn hefur sín þolmörk." Guðmundur H. Gunnarsson, framleiðslustjóri hjá Skinney-Þinganesi, segir gott verð hafa fengist fyrir heilan humar á markaði í Suður-Evrópu. „Og þar af leiðandi minnkar framleiðslan á hölum. En svo hefur líka verið góður markaður fyrir þá, sérstaklega í Norður-Ameríku," segir hann. Þá hafi framleiðendur lagt áherslu á að auka gæði. Við það brotni síður skeljar og hlutur heils humars aukist í sölunni. Guðmundur segir humarvertíðina standa frá mars og fram í nóvember og að veiði hafi síst verið minni en í fyrra. „En innanlandsmarkaður mætir bara harðri samkeppni, líka út af gengismálum og slíku. Það er erfitt að keppa við það verð sem hægt er að hafa í útflutningnum." Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Dæmi eru um að fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu séu alveg uppiskroppa með stóra humarhala. Humarhalar í stærðarflokknum 40 til 70 grömm eru vinsæll hátíðarmatur. Útflutningur á heilum humri og humarhölum hefur aukist og því minna til skiptanna á innanlandsmarkaði. „Ég hef ekki fengið neinn humar núna fyrir jólin og lifi bara á gömlum birgðum," segir Ásmundur Karlsson, fisksali og veitingamaður í Gallerí Fiski. Nóg sé þó til af smáum og millistærðarhumri. „En mig vantar stærsta og flottasta humarinn og hann virðist ekki vera til á landinu." Stöku verslanir með fisk sem sýnt hafa sérstaka fyrirhyggju í birgðahaldi eiga þó enn stóra humarhala. Páll H. Pálsson, í Hafinu fiskverslun í Kópavogi, segir allt hafa selst upp hjá þeim fyrir jól í fyrra og þeir því sankað meiru að sér núna. „Við eigum að vera góðir fram að áramótum," segir hann. Svipaða sögu segir Kristján Berg, fisksali í Fiskikónginum. „Ég er byrjaður að kaupa inn fyrir jólin á sumrin og ligg inni á lager með um 20 milljónir króna bara í humri." Hann segir hins vegar mega gefa sér að allt seljist sem sé til, því fólk horfi alla jafna ekki í verðið þegar það ætli að gera vel við sig einu sinni á ári. Kílóverðið á stórum humarhölum stendur núna í 7.900 krónum. Álagninguna segir Kristján þó vera mun minni en á öðru sjávarfangi sem hann er með í sölu. „Þetta kostar 6.900 í innkaupum plús skattur," segir hann. Verð sem fáist fyrir humar erlendis hafi hins vegar hækkað um 30 prósent milli ára. „Þeir sem selja humar eru náttúrulega bara í bisness og innanlandsmarkaðurinn hefur sín þolmörk." Guðmundur H. Gunnarsson, framleiðslustjóri hjá Skinney-Þinganesi, segir gott verð hafa fengist fyrir heilan humar á markaði í Suður-Evrópu. „Og þar af leiðandi minnkar framleiðslan á hölum. En svo hefur líka verið góður markaður fyrir þá, sérstaklega í Norður-Ameríku," segir hann. Þá hafi framleiðendur lagt áherslu á að auka gæði. Við það brotni síður skeljar og hlutur heils humars aukist í sölunni. Guðmundur segir humarvertíðina standa frá mars og fram í nóvember og að veiði hafi síst verið minni en í fyrra. „En innanlandsmarkaður mætir bara harðri samkeppni, líka út af gengismálum og slíku. Það er erfitt að keppa við það verð sem hægt er að hafa í útflutningnum."
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira