Innlent

Náðu þjófagenginu sem brotist hefur inn í íbúðarhús

Lögreglan er að líkindum búin að hafa hendur í hári þjófagengis, sem hefur brotist inn í mörg íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu og einkum stolið skartgripum, og svo á Akureyri í gær.

Lögreglan þar vakti undir kvöld athygli á því að brotist hafi verið inn í tvö mannalaus hús um miðjan daginn, og bankað upp á, í að minnstakosti tveimur húsum til viðbótar, en þar var heimilisfólkið fyrir þannig að þeir létu sig hverfa, en fólkið gaf lögreglu lýsingu og númer á bíl þeirra.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði svo bílinn á Vesturlandsvegi á móts við Þingvallaafleggjarann á áttunda tímanum í gærkvöldi, þar sem hann var á leið til borgarinnar.

Í bílnum voru fjórir erlendir karlmenn um tvítugt og voru þeir allir handteknir, meðal annars grunaðir um innbrot á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í skeyti frá lögreglu. Þeir verða yfirheyrðir nánar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×