Erlent

Biður hakkara um aðstoð

BBI skrifar
Keith Alexander er yfirmaður NSA.
Keith Alexander er yfirmaður NSA. Mynd/AFP
Yfirmaður Öryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) fékk þá nýstárlegum hugmynd að biðja hakkara að hjálpa sér að tryggja öryggi á internetinu. Hann var boðinn á ráðstefnu hakkara þar sem hann hélt ræðu.

Fjögurra stjörnu foringjanum Keith Alexander hlotnaðist sá heiður að halda tölu á 20. ráðstefnu Def Con í Las Vegas. Þar fjallaði hann um mikilvægi þess að einkalíf á netinu væri öruggt og verndað og sagði að hakkarar gætu lagt sitt að mörkum.

„Þið verðið að rétta okkur hjálparhönd," sagði hann við þúsundir hakkara sem saman voru komnir á þessari elstu hakkara ráðstefnu heimsins.

Stofnandi ráðstefnunnar bauð Keith Alexander að eigin sögn að halda tölu til þess að kynna hakkara fyrir þessari „leyndardómsfullustu" stofnun heims. Stofnunin NSA heldur m.a. uppi afar sérhæfðum vörnum gegn árásum á gagnabanka Bandaríkjanna.



The Guardian segir frá
.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×