Brennuvargar snúa aftur Pétur Ólafsson skrifar 14. febrúar 2012 06:00 Svo virðist sem stjórnmálamenn líti á að þeim sé heimilt að hagræða sannleikanum ef líkur eru á að dómur sögunnar verði þeim ekki hliðhollur. Engu er líkara en sú sé raunin um Hjálmar Hjálmarsson bæjarfulltrúa NæstBesta flokksins í Kópavogi. Hann hefur markvisst reynt að firra sig ábyrgð á því að sprengja meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, NæstBesta flokks og Y-lista Kópavogsbúa sem sat hér frá því í júnímánuði árið 2010. Í greininni fer ég yfir nokkrar staðreyndir sem fram komu á fundum hjá okkur allt frá því að boðað var til fundar 12. janúar sl. þar sem starfslok bæjarstjóra voru til umræðu. Skýr niðurstaða fundarÁ þessum fundi voru starfslokin rædd, ekki í fyrsta sinn og ekki í annað sinn. Á þeim meirihlutafundum þar sem framtíð bæjarstjóra var til umræðu, m.a. í septembermánuði á síðasta ári og á vormánuðum sama árs, var í báðum tilvikum komist að þeirri niðurstöðu að við bæjarstjórann skyldi rætt, m.a. um verkefnin sem fyrir lágu og þau sem að baki voru. Vonast var eftir bótum og betrun en sú varð ekki raunin. Þegar kom á daginn það sem allir vissu að verulegir brestir voru teknir að myndast í trausti meirihlutans í garð bæjarstjóra, var boðað til þessa fundar. Og til að taka af öll tvímæli þar um, þá sagði Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, á þeim fundi að hún skyldi fara á fund bæjarstjóra daginn eftir (föstudag) til að ræða hennar starfslok. Öllu skýrara og öllu einfaldara verða hlutirnir ekki. Það var ómögulegt að skilja hlutina öðruvísi og munu hvorki ég, né aðrir bæjarfulltrúar á fundinum taka ábyrgð á allt að því klaufalegum misskilningi bæjarfulltrúa NæstBesta flokksins á svo mikilvægu atriði. Ópólitískur bæjarstjóriÁ föstudegi gengur Guðríður Arnardóttir sem sagt á fund bæjarstjóra og gerir henni grein fyrir ákvörðun meirihlutans. Á sunnudeginum 15. janúar fer af stað atburðarás sem endar með því að málefnum bæjarstjóra er lekið í fjölmiðla, svo markvisst raunar að stærstu fréttastofurnar birta fréttir á sama tíma um málið. Í kjölfarið hittumst við bæjarfulltrúar meirihlutans til að funda um næstu skref. Bæjarfulltrúar Y-lista Kópavogsbúa og NæstBesti flokkurinn lýsa því yfir að þau vilja ekki fá pólitískan bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna samþykktu það eftir talsverðar umræður um efnið. Þar við sat. Á fundi kvöldið eftir, mánudaginn 16. janúar sl., hófum við að kasta á milli okkar nöfnum að heppilegum bæjarstjóra. Engin lending var eftir þann fund og ákveðið að hittast daginn eftir. Örvænting grípur um sigRétt er að taka fram að á þessum tímapunkti var ekkert sem benti til annars en við myndum finna heppilegan kandídat í stól bæjarstjóra. Góður andi var yfir öllum þessum fundum og hugur í bæjarfulltrúum yfir verkefnunum sem framundan voru. Þess vegna kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Hjálmar Hjálmarsson mætti á fund oddvita meirihlutaflokkanna daginn eftir og sagðist ekki geta starfað með þeim lengur. Ástæðuna segir hann vera aðferðina frekar en aðgerðina um starfslok bæjarstjóra. Enn þann dag í dag átta ég mig hvorki á vægast sagt afar veiku tilefni bæjarfulltrúans til að sprengja meirihlutann, né örvæntingarfullum aðgerðum hans liðna daga til að reyna að firra sig ábyrgð á þeim slitum sem höfðu þær beinu afleiðingar að nú hafa gömlu refirnir sem settu bæjarfélagið nánast þráðbeint á höfuðið komist til valda á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Svo virðist sem stjórnmálamenn líti á að þeim sé heimilt að hagræða sannleikanum ef líkur eru á að dómur sögunnar verði þeim ekki hliðhollur. Engu er líkara en sú sé raunin um Hjálmar Hjálmarsson bæjarfulltrúa NæstBesta flokksins í Kópavogi. Hann hefur markvisst reynt að firra sig ábyrgð á því að sprengja meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, NæstBesta flokks og Y-lista Kópavogsbúa sem sat hér frá því í júnímánuði árið 2010. Í greininni fer ég yfir nokkrar staðreyndir sem fram komu á fundum hjá okkur allt frá því að boðað var til fundar 12. janúar sl. þar sem starfslok bæjarstjóra voru til umræðu. Skýr niðurstaða fundarÁ þessum fundi voru starfslokin rædd, ekki í fyrsta sinn og ekki í annað sinn. Á þeim meirihlutafundum þar sem framtíð bæjarstjóra var til umræðu, m.a. í septembermánuði á síðasta ári og á vormánuðum sama árs, var í báðum tilvikum komist að þeirri niðurstöðu að við bæjarstjórann skyldi rætt, m.a. um verkefnin sem fyrir lágu og þau sem að baki voru. Vonast var eftir bótum og betrun en sú varð ekki raunin. Þegar kom á daginn það sem allir vissu að verulegir brestir voru teknir að myndast í trausti meirihlutans í garð bæjarstjóra, var boðað til þessa fundar. Og til að taka af öll tvímæli þar um, þá sagði Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, á þeim fundi að hún skyldi fara á fund bæjarstjóra daginn eftir (föstudag) til að ræða hennar starfslok. Öllu skýrara og öllu einfaldara verða hlutirnir ekki. Það var ómögulegt að skilja hlutina öðruvísi og munu hvorki ég, né aðrir bæjarfulltrúar á fundinum taka ábyrgð á allt að því klaufalegum misskilningi bæjarfulltrúa NæstBesta flokksins á svo mikilvægu atriði. Ópólitískur bæjarstjóriÁ föstudegi gengur Guðríður Arnardóttir sem sagt á fund bæjarstjóra og gerir henni grein fyrir ákvörðun meirihlutans. Á sunnudeginum 15. janúar fer af stað atburðarás sem endar með því að málefnum bæjarstjóra er lekið í fjölmiðla, svo markvisst raunar að stærstu fréttastofurnar birta fréttir á sama tíma um málið. Í kjölfarið hittumst við bæjarfulltrúar meirihlutans til að funda um næstu skref. Bæjarfulltrúar Y-lista Kópavogsbúa og NæstBesti flokkurinn lýsa því yfir að þau vilja ekki fá pólitískan bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna samþykktu það eftir talsverðar umræður um efnið. Þar við sat. Á fundi kvöldið eftir, mánudaginn 16. janúar sl., hófum við að kasta á milli okkar nöfnum að heppilegum bæjarstjóra. Engin lending var eftir þann fund og ákveðið að hittast daginn eftir. Örvænting grípur um sigRétt er að taka fram að á þessum tímapunkti var ekkert sem benti til annars en við myndum finna heppilegan kandídat í stól bæjarstjóra. Góður andi var yfir öllum þessum fundum og hugur í bæjarfulltrúum yfir verkefnunum sem framundan voru. Þess vegna kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Hjálmar Hjálmarsson mætti á fund oddvita meirihlutaflokkanna daginn eftir og sagðist ekki geta starfað með þeim lengur. Ástæðuna segir hann vera aðferðina frekar en aðgerðina um starfslok bæjarstjóra. Enn þann dag í dag átta ég mig hvorki á vægast sagt afar veiku tilefni bæjarfulltrúans til að sprengja meirihlutann, né örvæntingarfullum aðgerðum hans liðna daga til að reyna að firra sig ábyrgð á þeim slitum sem höfðu þær beinu afleiðingar að nú hafa gömlu refirnir sem settu bæjarfélagið nánast þráðbeint á höfuðið komist til valda á ný.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun