Ríkið í samstarf við nýtt félag um Geysi 7. september 2012 06:00 Talið er að allt að 75 prósent erlendra ferðamanna hérlendis heimsæki Geysisvæðið. Fjölmargir eigendur eru að svæðinu og hafa þeir allir nema ríkið stofnað sameiginlegt félag um uppbyggingu.Fréttablaðið/Vilhelm „Ein mjóróma rödd gat sagt nei en nú er orðinn til sameiginlegur félagsskapur sem stefnir að sama marki. Ég er mjög ánægð með þetta," segir Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar, um stofnun sameiginlegs félags eigenda 65 prósenta Geysissvæðisins. Ríkið á 35 prósent Geysissvæðisins og um árabil voru umleitanir um kaup ríkisins á því öllu. Þær runnu í sandinn eftir hrunið að sögn Drífu og ríkið stendur utan félagsins. „Reyndar langaði okkur að ríkið tæki þátt og yrði með en það ákvað að sitja hjá. En í fyrradag [á þriðjudag] var mér lofað að gerður yrði samstarfssamningur við þennan félagsskap og ég er auðvitað mjög ánægð með það," segir Drífa. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hyggst hið nýja félag leggja í kostnaðarsama uppbyggingu sem sögð er afar brýn til að bæta aðstöðu til ferðaþjónustu við Geysi. Drífa segir þetta gríðarmikilvægt fyrir Bláskógabyggð og undirstrikar að mjög mikilvægt sé að nú sé kominn farvegur fyrir nauðsynlegar umbætur. „Þetta er algert lykilsvæði fyrir ferðaþjónustu í landinu og okkur er mjög í mun að það sé borin virðing fyrir því og það meðhöndlað á þann hátt sem því ber," segir hún. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi efnahags- og fjármálaráðuneytisins, segir ráðuneytið fagna því að með nýju félagi meðeigenda ríkisins að svæðinu innan girðingar Geysis verði til vettvangur sem komi sameiginlega fram af þeirra hálfu. „Ráðuneytið telur mikilvægt að til staðar sé formlegur vettvangur eigenda á svæðinu til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum ríkis og annarra landeigenda um að bæta ásýnd svæðisins og stuðla að bættu öryggi þeirra sem sækja það heim. Stefnt er að því að setjast fljótlega niður með meðeigendum ríkisins að svæðinu og ræða samstarfið um uppbyggingu þess," segir Elva. Drífa rifjar upp að efnt verði til samkeppni um útlit og hönnun Geysissvæðisins. Vegna þess hversu viðkvæmt það sé megi áætla að skipulagsvinnan taki meira en tvö ár. „Allir þurfa að fá að segja sitt álit og það tekur tíma," segir oddvitinn. gar@frettabladid.is Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
„Ein mjóróma rödd gat sagt nei en nú er orðinn til sameiginlegur félagsskapur sem stefnir að sama marki. Ég er mjög ánægð með þetta," segir Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar, um stofnun sameiginlegs félags eigenda 65 prósenta Geysissvæðisins. Ríkið á 35 prósent Geysissvæðisins og um árabil voru umleitanir um kaup ríkisins á því öllu. Þær runnu í sandinn eftir hrunið að sögn Drífu og ríkið stendur utan félagsins. „Reyndar langaði okkur að ríkið tæki þátt og yrði með en það ákvað að sitja hjá. En í fyrradag [á þriðjudag] var mér lofað að gerður yrði samstarfssamningur við þennan félagsskap og ég er auðvitað mjög ánægð með það," segir Drífa. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hyggst hið nýja félag leggja í kostnaðarsama uppbyggingu sem sögð er afar brýn til að bæta aðstöðu til ferðaþjónustu við Geysi. Drífa segir þetta gríðarmikilvægt fyrir Bláskógabyggð og undirstrikar að mjög mikilvægt sé að nú sé kominn farvegur fyrir nauðsynlegar umbætur. „Þetta er algert lykilsvæði fyrir ferðaþjónustu í landinu og okkur er mjög í mun að það sé borin virðing fyrir því og það meðhöndlað á þann hátt sem því ber," segir hún. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi efnahags- og fjármálaráðuneytisins, segir ráðuneytið fagna því að með nýju félagi meðeigenda ríkisins að svæðinu innan girðingar Geysis verði til vettvangur sem komi sameiginlega fram af þeirra hálfu. „Ráðuneytið telur mikilvægt að til staðar sé formlegur vettvangur eigenda á svæðinu til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum ríkis og annarra landeigenda um að bæta ásýnd svæðisins og stuðla að bættu öryggi þeirra sem sækja það heim. Stefnt er að því að setjast fljótlega niður með meðeigendum ríkisins að svæðinu og ræða samstarfið um uppbyggingu þess," segir Elva. Drífa rifjar upp að efnt verði til samkeppni um útlit og hönnun Geysissvæðisins. Vegna þess hversu viðkvæmt það sé megi áætla að skipulagsvinnan taki meira en tvö ár. „Allir þurfa að fá að segja sitt álit og það tekur tíma," segir oddvitinn. gar@frettabladid.is
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira