Ríkið í samstarf við nýtt félag um Geysi 7. september 2012 06:00 Talið er að allt að 75 prósent erlendra ferðamanna hérlendis heimsæki Geysisvæðið. Fjölmargir eigendur eru að svæðinu og hafa þeir allir nema ríkið stofnað sameiginlegt félag um uppbyggingu.Fréttablaðið/Vilhelm „Ein mjóróma rödd gat sagt nei en nú er orðinn til sameiginlegur félagsskapur sem stefnir að sama marki. Ég er mjög ánægð með þetta," segir Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar, um stofnun sameiginlegs félags eigenda 65 prósenta Geysissvæðisins. Ríkið á 35 prósent Geysissvæðisins og um árabil voru umleitanir um kaup ríkisins á því öllu. Þær runnu í sandinn eftir hrunið að sögn Drífu og ríkið stendur utan félagsins. „Reyndar langaði okkur að ríkið tæki þátt og yrði með en það ákvað að sitja hjá. En í fyrradag [á þriðjudag] var mér lofað að gerður yrði samstarfssamningur við þennan félagsskap og ég er auðvitað mjög ánægð með það," segir Drífa. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hyggst hið nýja félag leggja í kostnaðarsama uppbyggingu sem sögð er afar brýn til að bæta aðstöðu til ferðaþjónustu við Geysi. Drífa segir þetta gríðarmikilvægt fyrir Bláskógabyggð og undirstrikar að mjög mikilvægt sé að nú sé kominn farvegur fyrir nauðsynlegar umbætur. „Þetta er algert lykilsvæði fyrir ferðaþjónustu í landinu og okkur er mjög í mun að það sé borin virðing fyrir því og það meðhöndlað á þann hátt sem því ber," segir hún. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi efnahags- og fjármálaráðuneytisins, segir ráðuneytið fagna því að með nýju félagi meðeigenda ríkisins að svæðinu innan girðingar Geysis verði til vettvangur sem komi sameiginlega fram af þeirra hálfu. „Ráðuneytið telur mikilvægt að til staðar sé formlegur vettvangur eigenda á svæðinu til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum ríkis og annarra landeigenda um að bæta ásýnd svæðisins og stuðla að bættu öryggi þeirra sem sækja það heim. Stefnt er að því að setjast fljótlega niður með meðeigendum ríkisins að svæðinu og ræða samstarfið um uppbyggingu þess," segir Elva. Drífa rifjar upp að efnt verði til samkeppni um útlit og hönnun Geysissvæðisins. Vegna þess hversu viðkvæmt það sé megi áætla að skipulagsvinnan taki meira en tvö ár. „Allir þurfa að fá að segja sitt álit og það tekur tíma," segir oddvitinn. gar@frettabladid.is Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
„Ein mjóróma rödd gat sagt nei en nú er orðinn til sameiginlegur félagsskapur sem stefnir að sama marki. Ég er mjög ánægð með þetta," segir Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar, um stofnun sameiginlegs félags eigenda 65 prósenta Geysissvæðisins. Ríkið á 35 prósent Geysissvæðisins og um árabil voru umleitanir um kaup ríkisins á því öllu. Þær runnu í sandinn eftir hrunið að sögn Drífu og ríkið stendur utan félagsins. „Reyndar langaði okkur að ríkið tæki þátt og yrði með en það ákvað að sitja hjá. En í fyrradag [á þriðjudag] var mér lofað að gerður yrði samstarfssamningur við þennan félagsskap og ég er auðvitað mjög ánægð með það," segir Drífa. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hyggst hið nýja félag leggja í kostnaðarsama uppbyggingu sem sögð er afar brýn til að bæta aðstöðu til ferðaþjónustu við Geysi. Drífa segir þetta gríðarmikilvægt fyrir Bláskógabyggð og undirstrikar að mjög mikilvægt sé að nú sé kominn farvegur fyrir nauðsynlegar umbætur. „Þetta er algert lykilsvæði fyrir ferðaþjónustu í landinu og okkur er mjög í mun að það sé borin virðing fyrir því og það meðhöndlað á þann hátt sem því ber," segir hún. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi efnahags- og fjármálaráðuneytisins, segir ráðuneytið fagna því að með nýju félagi meðeigenda ríkisins að svæðinu innan girðingar Geysis verði til vettvangur sem komi sameiginlega fram af þeirra hálfu. „Ráðuneytið telur mikilvægt að til staðar sé formlegur vettvangur eigenda á svæðinu til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum ríkis og annarra landeigenda um að bæta ásýnd svæðisins og stuðla að bættu öryggi þeirra sem sækja það heim. Stefnt er að því að setjast fljótlega niður með meðeigendum ríkisins að svæðinu og ræða samstarfið um uppbyggingu þess," segir Elva. Drífa rifjar upp að efnt verði til samkeppni um útlit og hönnun Geysissvæðisins. Vegna þess hversu viðkvæmt það sé megi áætla að skipulagsvinnan taki meira en tvö ár. „Allir þurfa að fá að segja sitt álit og það tekur tíma," segir oddvitinn. gar@frettabladid.is
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira