Álögur á sjúklinga vegna komu- og umsýslugjalda sérfræðilækna Guðmundur Magnússon skrifar 8. maí 2012 06:00 Ár er liðið frá því að samningar á milli Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna runnu út þann 31. mars 2011. Í kjölfarið og vegna samningsleysis hafa sjúklingar þurft að greiða komu- og umsýslugjald fyrir þjónustu sérfræðilækna á stofum þeirra. Hér er um viðbótargjald að ræða, sem leggst við hluta sjúklings í útlögðum kostnaði. Rétt er að taka fram að ekki allir sérfræðilæknar innheimta slíkt gjald. ÖBÍ hafa borist dæmi um viðbótargjöld á bilinu 500 kr. til 3.500 kr. fyrir hverja komu. Staðan bitnar fyrst og fremst á tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum sem þurfa á þjónustu sérfræðilækna að halda. Þar er þyngst byrðin á langveikum og öldruðum, sem þurfa meira á heilbrigðisþjónustu að halda, þar með talið þjónustu sérfræðilækna, en allur almenningur í samfélaginu. Ástandið hefur í för með sér auknar álögur fyrir þessa einstaklinga og fjölskyldur þeirra og kemur sérstaklega illa við tekjulága aldraða, öryrkja og foreldra langveikra barna. Í rannsókn sem framkvæmd var 2006 af Rúnari Vilhjálmssyni félagsfræðingi kom fram að öryrkjar vörðu um 6% af heildartekjum heimilisins í heilbrigðismál. Sú tala hefur að öllum líkindum hækkað, en gjaldtaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu jókst umtalsvert í kjölfar bankahrunsins, sbr. könnun Hagdeildar ASÍ frá byrjun árs 2009. Einstaklingur með afsláttarkort borgar að fullu komu- og umsýslugjald. Þar sem þetta er viðbótargjald gefur það ekki rétt upp í afsláttarkort Sjúkratrygginga Íslands. Hér er því um að ræða hreint viðbótargjald sem sjúklingurinn einn ber kostnaðinn af. Sjúklingar sem reglulega leita til sérfræðilækna bera þá tugi þúsunda í viðbótargjald yfir lengra tímabil. Eitt af markmiðum laga um réttindi sjúklinga er að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í samræmi við almenn mannréttindi. Óheimilt er að mismuna sjúklingum, meðal annars á grundvelli efnahags. Þjónusta sérfræðilækna er einn nauðsynlegur þáttur í veitingu heilbrigðisþjónustu. Gjaldtaka fyrir hvers kyns heilbrigðisþjónustu á að fara eftir ákvæðum laga um sjúkratryggingar og ákvæðum sérlaga eftir því sem við á, og engu öðru. Minna má á Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var af Íslands hálfu fyrir réttum 5 árum (30. mars 2007) en í 25. gr. samningsins er kveðið á um að aðildarríkin skuli „…viðurkenna að fatlað fólk hafi rétt til þess að njóta góðrar heilsu að hæsta marki sem unnt er án mismununar vegna fötlunar. […] að sjá fötluðu fólki fyrir heilsugæslu og heilbrigðisáætlunum, sem eru ókeypis eða á viðráðanlegu verði og eins að umfangi, gæðum og á sama stigi og gildir fyrir aðra einstaklinga…“. Hver er staðan í samningaviðræðum Sjúkratrygginga Íslands og samninganefndar sérfræðilækna? Eru samningaviðræður í gangi á milli samninganefndanna eða er algjör biðstaða? ÖBÍ skorar á samningsaðila að sameinast í þeirri viðleitni að semja sín á milli þannig að öllum notendum þjónustu sérfræðilækna sé tryggt aðgengi að sérfræðiþjónustu án aukinnar kostnaðarhlutdeildar sjúklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Ár er liðið frá því að samningar á milli Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna runnu út þann 31. mars 2011. Í kjölfarið og vegna samningsleysis hafa sjúklingar þurft að greiða komu- og umsýslugjald fyrir þjónustu sérfræðilækna á stofum þeirra. Hér er um viðbótargjald að ræða, sem leggst við hluta sjúklings í útlögðum kostnaði. Rétt er að taka fram að ekki allir sérfræðilæknar innheimta slíkt gjald. ÖBÍ hafa borist dæmi um viðbótargjöld á bilinu 500 kr. til 3.500 kr. fyrir hverja komu. Staðan bitnar fyrst og fremst á tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum sem þurfa á þjónustu sérfræðilækna að halda. Þar er þyngst byrðin á langveikum og öldruðum, sem þurfa meira á heilbrigðisþjónustu að halda, þar með talið þjónustu sérfræðilækna, en allur almenningur í samfélaginu. Ástandið hefur í för með sér auknar álögur fyrir þessa einstaklinga og fjölskyldur þeirra og kemur sérstaklega illa við tekjulága aldraða, öryrkja og foreldra langveikra barna. Í rannsókn sem framkvæmd var 2006 af Rúnari Vilhjálmssyni félagsfræðingi kom fram að öryrkjar vörðu um 6% af heildartekjum heimilisins í heilbrigðismál. Sú tala hefur að öllum líkindum hækkað, en gjaldtaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu jókst umtalsvert í kjölfar bankahrunsins, sbr. könnun Hagdeildar ASÍ frá byrjun árs 2009. Einstaklingur með afsláttarkort borgar að fullu komu- og umsýslugjald. Þar sem þetta er viðbótargjald gefur það ekki rétt upp í afsláttarkort Sjúkratrygginga Íslands. Hér er því um að ræða hreint viðbótargjald sem sjúklingurinn einn ber kostnaðinn af. Sjúklingar sem reglulega leita til sérfræðilækna bera þá tugi þúsunda í viðbótargjald yfir lengra tímabil. Eitt af markmiðum laga um réttindi sjúklinga er að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í samræmi við almenn mannréttindi. Óheimilt er að mismuna sjúklingum, meðal annars á grundvelli efnahags. Þjónusta sérfræðilækna er einn nauðsynlegur þáttur í veitingu heilbrigðisþjónustu. Gjaldtaka fyrir hvers kyns heilbrigðisþjónustu á að fara eftir ákvæðum laga um sjúkratryggingar og ákvæðum sérlaga eftir því sem við á, og engu öðru. Minna má á Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var af Íslands hálfu fyrir réttum 5 árum (30. mars 2007) en í 25. gr. samningsins er kveðið á um að aðildarríkin skuli „…viðurkenna að fatlað fólk hafi rétt til þess að njóta góðrar heilsu að hæsta marki sem unnt er án mismununar vegna fötlunar. […] að sjá fötluðu fólki fyrir heilsugæslu og heilbrigðisáætlunum, sem eru ókeypis eða á viðráðanlegu verði og eins að umfangi, gæðum og á sama stigi og gildir fyrir aðra einstaklinga…“. Hver er staðan í samningaviðræðum Sjúkratrygginga Íslands og samninganefndar sérfræðilækna? Eru samningaviðræður í gangi á milli samninganefndanna eða er algjör biðstaða? ÖBÍ skorar á samningsaðila að sameinast í þeirri viðleitni að semja sín á milli þannig að öllum notendum þjónustu sérfræðilækna sé tryggt aðgengi að sérfræðiþjónustu án aukinnar kostnaðarhlutdeildar sjúklinga.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun