Aðeins þeir sem borga? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 31. desember 2012 06:00 Eitt af fimm samfylkingarfélögum í Reykjavík (Samfylkingarfélagið í Reykjavík, SffR), setur greiðslu 4.000 króna sem skilyrði félagsaðildar og þátttöku í kosningum til trúnaðarstarfa. Meginrök fráfarandi og núverandi formanna félagsins virðast þau að fólk meini ekkert með félagsaðild, séu ekki „raunverulegir félagar“, nema það borgi félagsgjöld og að það skuli kosta peninga að hafa áhrif í stjórnmálaflokki. „Réttindum fylgi skyldur“. Ákvörðun stjórnar SffR leiðir líklega til að um 3.000 Samfylkingarfélögum verður vísað úr félaginu í janúar. Þeir fá ekki að taka þátt í flokkskosningum og öðru slíku nema borga 4.000 krónur. Þetta er einsdæmi – ekki bara í Samfylkingunni heldur í íslenskum stjórnmálaflokkum almennt. Flestir þeirra leggja á félagsgjöld, sumir hófleg þátttökugjöld í prófkjörum, en enginn vísar þeim á dyr sem ekki geta borgað. Það stendur misvel á hjá fólki, það ætti félag jafnaðarmanna að skilja, margs konar ástæður og ekki nauðsynlega tortryggilegar eins og gefið er í skyn. Önnur samfylkingarfélög í Reykjavík m.a. Félag frjálslyndra jafnaðarmanna, www.ffj.is, Rósin og ungliðafélagið Hallveig, kjósa að treysta þeim sem þar skrá sig til að vera „raunverulegir félagar“, sem borga eftir getu, og leggja því á valkvæð framlög. Félögin eru opin öllum og einfalt að skrá sig á www.xs.is. Þeir sem SffR vísar úr félaginu í janúar eiga því aðra kosti vilji þeir taka þátt í flokksstarfi og formannskjöri Samfylkingarinnar. Aðild að stjórnmálaflokkum er í flestum löndum á undanhaldi. Stjórnmálaáhugi fer ekki minnkandi, en fólk vill taka þátt með nýjum hætti. Styðja einstök mál, einstaka frambjóðendur, jafnvel þjóðmálahreyfingar sem starfa án þess að bjóða fram. Taka þátt tímabundið, en ekki með langtíma flokksaðild. Jafnaðarmannaflokkar víða í Evrópu hafa brugðist við þessu með nýjum þátttökuformum. Í spænska jafnaðarmannaflokknum geta menn verið svonefndir skráðir stuðningsmenn, í þeim gríska vinir flokksins. Í báðum flokkum fá þeir að taka þátt í flokksstarfi og velja frambjóðendur. Þegar franskir sósíalistar völdu forsetaframbjóðandann Hollande og þeir bresku formanninn Miliband máttu allir sem höfðu kosningarétt kjósa gegn örlitlu framlagi. Þessir flokkar treysta fólki til þátttöku og áhrifa án hefðbundinnar flokksaðildar og greiðslu félagsgjalda. Samfylkingin á með sama hætti að virða og treysta þeim sem hafa skráð sig þar til þátttöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Eitt af fimm samfylkingarfélögum í Reykjavík (Samfylkingarfélagið í Reykjavík, SffR), setur greiðslu 4.000 króna sem skilyrði félagsaðildar og þátttöku í kosningum til trúnaðarstarfa. Meginrök fráfarandi og núverandi formanna félagsins virðast þau að fólk meini ekkert með félagsaðild, séu ekki „raunverulegir félagar“, nema það borgi félagsgjöld og að það skuli kosta peninga að hafa áhrif í stjórnmálaflokki. „Réttindum fylgi skyldur“. Ákvörðun stjórnar SffR leiðir líklega til að um 3.000 Samfylkingarfélögum verður vísað úr félaginu í janúar. Þeir fá ekki að taka þátt í flokkskosningum og öðru slíku nema borga 4.000 krónur. Þetta er einsdæmi – ekki bara í Samfylkingunni heldur í íslenskum stjórnmálaflokkum almennt. Flestir þeirra leggja á félagsgjöld, sumir hófleg þátttökugjöld í prófkjörum, en enginn vísar þeim á dyr sem ekki geta borgað. Það stendur misvel á hjá fólki, það ætti félag jafnaðarmanna að skilja, margs konar ástæður og ekki nauðsynlega tortryggilegar eins og gefið er í skyn. Önnur samfylkingarfélög í Reykjavík m.a. Félag frjálslyndra jafnaðarmanna, www.ffj.is, Rósin og ungliðafélagið Hallveig, kjósa að treysta þeim sem þar skrá sig til að vera „raunverulegir félagar“, sem borga eftir getu, og leggja því á valkvæð framlög. Félögin eru opin öllum og einfalt að skrá sig á www.xs.is. Þeir sem SffR vísar úr félaginu í janúar eiga því aðra kosti vilji þeir taka þátt í flokksstarfi og formannskjöri Samfylkingarinnar. Aðild að stjórnmálaflokkum er í flestum löndum á undanhaldi. Stjórnmálaáhugi fer ekki minnkandi, en fólk vill taka þátt með nýjum hætti. Styðja einstök mál, einstaka frambjóðendur, jafnvel þjóðmálahreyfingar sem starfa án þess að bjóða fram. Taka þátt tímabundið, en ekki með langtíma flokksaðild. Jafnaðarmannaflokkar víða í Evrópu hafa brugðist við þessu með nýjum þátttökuformum. Í spænska jafnaðarmannaflokknum geta menn verið svonefndir skráðir stuðningsmenn, í þeim gríska vinir flokksins. Í báðum flokkum fá þeir að taka þátt í flokksstarfi og velja frambjóðendur. Þegar franskir sósíalistar völdu forsetaframbjóðandann Hollande og þeir bresku formanninn Miliband máttu allir sem höfðu kosningarétt kjósa gegn örlitlu framlagi. Þessir flokkar treysta fólki til þátttöku og áhrifa án hefðbundinnar flokksaðildar og greiðslu félagsgjalda. Samfylkingin á með sama hætti að virða og treysta þeim sem hafa skráð sig þar til þátttöku.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun