Aðeins þeir sem borga? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 31. desember 2012 06:00 Eitt af fimm samfylkingarfélögum í Reykjavík (Samfylkingarfélagið í Reykjavík, SffR), setur greiðslu 4.000 króna sem skilyrði félagsaðildar og þátttöku í kosningum til trúnaðarstarfa. Meginrök fráfarandi og núverandi formanna félagsins virðast þau að fólk meini ekkert með félagsaðild, séu ekki „raunverulegir félagar“, nema það borgi félagsgjöld og að það skuli kosta peninga að hafa áhrif í stjórnmálaflokki. „Réttindum fylgi skyldur“. Ákvörðun stjórnar SffR leiðir líklega til að um 3.000 Samfylkingarfélögum verður vísað úr félaginu í janúar. Þeir fá ekki að taka þátt í flokkskosningum og öðru slíku nema borga 4.000 krónur. Þetta er einsdæmi – ekki bara í Samfylkingunni heldur í íslenskum stjórnmálaflokkum almennt. Flestir þeirra leggja á félagsgjöld, sumir hófleg þátttökugjöld í prófkjörum, en enginn vísar þeim á dyr sem ekki geta borgað. Það stendur misvel á hjá fólki, það ætti félag jafnaðarmanna að skilja, margs konar ástæður og ekki nauðsynlega tortryggilegar eins og gefið er í skyn. Önnur samfylkingarfélög í Reykjavík m.a. Félag frjálslyndra jafnaðarmanna, www.ffj.is, Rósin og ungliðafélagið Hallveig, kjósa að treysta þeim sem þar skrá sig til að vera „raunverulegir félagar“, sem borga eftir getu, og leggja því á valkvæð framlög. Félögin eru opin öllum og einfalt að skrá sig á www.xs.is. Þeir sem SffR vísar úr félaginu í janúar eiga því aðra kosti vilji þeir taka þátt í flokksstarfi og formannskjöri Samfylkingarinnar. Aðild að stjórnmálaflokkum er í flestum löndum á undanhaldi. Stjórnmálaáhugi fer ekki minnkandi, en fólk vill taka þátt með nýjum hætti. Styðja einstök mál, einstaka frambjóðendur, jafnvel þjóðmálahreyfingar sem starfa án þess að bjóða fram. Taka þátt tímabundið, en ekki með langtíma flokksaðild. Jafnaðarmannaflokkar víða í Evrópu hafa brugðist við þessu með nýjum þátttökuformum. Í spænska jafnaðarmannaflokknum geta menn verið svonefndir skráðir stuðningsmenn, í þeim gríska vinir flokksins. Í báðum flokkum fá þeir að taka þátt í flokksstarfi og velja frambjóðendur. Þegar franskir sósíalistar völdu forsetaframbjóðandann Hollande og þeir bresku formanninn Miliband máttu allir sem höfðu kosningarétt kjósa gegn örlitlu framlagi. Þessir flokkar treysta fólki til þátttöku og áhrifa án hefðbundinnar flokksaðildar og greiðslu félagsgjalda. Samfylkingin á með sama hætti að virða og treysta þeim sem hafa skráð sig þar til þátttöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt af fimm samfylkingarfélögum í Reykjavík (Samfylkingarfélagið í Reykjavík, SffR), setur greiðslu 4.000 króna sem skilyrði félagsaðildar og þátttöku í kosningum til trúnaðarstarfa. Meginrök fráfarandi og núverandi formanna félagsins virðast þau að fólk meini ekkert með félagsaðild, séu ekki „raunverulegir félagar“, nema það borgi félagsgjöld og að það skuli kosta peninga að hafa áhrif í stjórnmálaflokki. „Réttindum fylgi skyldur“. Ákvörðun stjórnar SffR leiðir líklega til að um 3.000 Samfylkingarfélögum verður vísað úr félaginu í janúar. Þeir fá ekki að taka þátt í flokkskosningum og öðru slíku nema borga 4.000 krónur. Þetta er einsdæmi – ekki bara í Samfylkingunni heldur í íslenskum stjórnmálaflokkum almennt. Flestir þeirra leggja á félagsgjöld, sumir hófleg þátttökugjöld í prófkjörum, en enginn vísar þeim á dyr sem ekki geta borgað. Það stendur misvel á hjá fólki, það ætti félag jafnaðarmanna að skilja, margs konar ástæður og ekki nauðsynlega tortryggilegar eins og gefið er í skyn. Önnur samfylkingarfélög í Reykjavík m.a. Félag frjálslyndra jafnaðarmanna, www.ffj.is, Rósin og ungliðafélagið Hallveig, kjósa að treysta þeim sem þar skrá sig til að vera „raunverulegir félagar“, sem borga eftir getu, og leggja því á valkvæð framlög. Félögin eru opin öllum og einfalt að skrá sig á www.xs.is. Þeir sem SffR vísar úr félaginu í janúar eiga því aðra kosti vilji þeir taka þátt í flokksstarfi og formannskjöri Samfylkingarinnar. Aðild að stjórnmálaflokkum er í flestum löndum á undanhaldi. Stjórnmálaáhugi fer ekki minnkandi, en fólk vill taka þátt með nýjum hætti. Styðja einstök mál, einstaka frambjóðendur, jafnvel þjóðmálahreyfingar sem starfa án þess að bjóða fram. Taka þátt tímabundið, en ekki með langtíma flokksaðild. Jafnaðarmannaflokkar víða í Evrópu hafa brugðist við þessu með nýjum þátttökuformum. Í spænska jafnaðarmannaflokknum geta menn verið svonefndir skráðir stuðningsmenn, í þeim gríska vinir flokksins. Í báðum flokkum fá þeir að taka þátt í flokksstarfi og velja frambjóðendur. Þegar franskir sósíalistar völdu forsetaframbjóðandann Hollande og þeir bresku formanninn Miliband máttu allir sem höfðu kosningarétt kjósa gegn örlitlu framlagi. Þessir flokkar treysta fólki til þátttöku og áhrifa án hefðbundinnar flokksaðildar og greiðslu félagsgjalda. Samfylkingin á með sama hætti að virða og treysta þeim sem hafa skráð sig þar til þátttöku.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun