Innlent

Fíkniefnasali réðst á lögregluþjón

Lögreglan að störfum. Myndin er úr safni.
Lögreglan að störfum. Myndin er úr safni.
Lögreglan handtók fíkniefnasala í gærkvöldi sem stundaði viðskipti sín fyrir utan sundlaug í Grafarvogi. Maðurinn er grunaður um að hafa selt fíkniefni til fjögurra einstaklinga fyrir utan laugina. Kaupendurnir voru einnig handteknir.

Fíkniefnasalinn reyndist að auki vera með fíkniefni í vasa sínum og í kjölfar var framkvæmdi húsleit á heimili hans.

Þar fundust fleiri fíkniefni. Að lokum virðist fíkniefnasalinn hafa misst stjórn á skapi sínu þar sem hann réðst á lögreglumann en var þó yfirbugaðaður skjótt. Fékk hann því að gista fangageymslur í nótt á meðan unnið er úr máli hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×