Það er nær orðið árlegur viðburður að þyrstir standi í röð við ríkið þegar þeir reyna að nálgast áfengið fyrir áramótin. Það er eins í ár, en meðfylgjandi mynd af tekin í ríkinu á Eiðistorgi skömmu eftir hádegi í dag. Eins og sjá má er löng röð inn en þar er viðskiptavinum hleypt inn í hollum.
Raunar sá starfsfólk Vínbúðanna þetta vandamál fyrir og hvatti viðskiptavini sína fyrir jól að versla áfengið tímanlega, enda tveir annasömustu dagar ársins Þorláksmessa og dagurinn fyrir gamlársdag. Þetta árið lentu báðir dagarnir á sunnudegi. Vínbúðin er opin í dag frá 09:00 til 14:00.
Ekki er vitað hvort sama örtröðin eigi við fleiri verslanir á landinu.

