Íslenskir dómstólar brutu á blaðakonum 11. júlí 2012 03:00 Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fleiri mál íslenskra blaðamanna til athugunar.nordicphotos/afp Nordicphotos/AFP Íslenska ríkið braut gegn tjáningarfrelsi blaðamannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, þegar þær voru dæmdar til að bera ábyrgð á ummælum viðmælenda sinna og fundnar sekar um meiðyrði árið 2009. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu, sem dæmir ríkið til að greiða þeim báðum milljónir í skaða- og miskabætur og málskostnað. Björk skrifaði grein í Vikuna um nektarstaðinn Goldfinger og birti viðtal við fyrrverandi nektardansmey sem sagði Ásgeir Þór Davíðsson, eiganda staðarins, fara illa með starfsfólk og halda því í gíslingu. Ásgeir stefndi þeim báðum, féll hins vegar frá málinu á hendur dansmeynni og fékk Björk að lokum sakfellda í Hæstarétti. Erla skrifaði frétt í DV um deilur Davíðs Smára Helenarsonar við Viðar Má Friðfinnsson, eiganda skemmtistaðarins Strawberries. Í fréttinni var haft eftir Davíð Smára að Viðar gumaði sig gjarnan af tengslum við litháíska glæpamenn og að hann teldi litháísku mafíuna eiga þar samastað. Erla var fundin sek um meiðyrði og fékk ekki að áfrýja til Hæstaréttar. Mannréttindadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að það hamli mjög fjölmiðlamönnum sem vilja taka þátt í umræðu um mál sem varði almenning miklu, ef þeim er refsað fyrir að birta orðrétt ummæli viðmælenda sinna. Dómstóllinn bendir á að áður en greinarnar birtust hafi átt sér stað umræða á Íslandi um starfsemi nektarstaða og að skrif Bjarkar hafi verið nauðsynlegur hluti af opinberri umræðu um slíka staði. Þá hafi Björk stutt staðhæfingarnar í greininni rökum og gögnum. Niðurstaðan í máli Erlu er enn afdráttarlausari, enda segir þar að íslenskir dómstólar hafi ekki stutt það nægum rökum að ummælin sem dæmt er fyrir hafi yfirleitt verið ærumeiðandi. Þá er tekið fram að þær hafi báðar leitað viðbragða allra málsaðila og því hafi jafnvægis verið gætt í umfjölluninni. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðurinn sem rak málin fyrir hönd Bjarkar og Erlu, segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir vinnubrögðum íslenskra dómstóla. „Ég held að þetta hafi verið afskaplega mikilvægir dómar fyrir blaðamannastéttina í heild," segir Gunnar. Dómarnir íslensku yfir Björk og Erlu byggðu á prentlögum frá árinu 1956, þar sem kveðið var á um að blaðamenn bæru ábyrgð á orðum viðmælenda sinna. Því hefur síðan verið breytt með nýjum fjölmiðlalögum. Gunnar Ingi segir áhrif dómsins þó víðtækari. „Það er ýmislegt þarna sem getur haft áhrif, umfram það hver ber ábyrgð á ummælunum," segir hann. „Dómstóllinn leggur mikla áherslu á að í báðum þessum tilfellum hafi verið til umfjöllunar málefni sem varða almenning og það hafi verið réttlætanlegt að fjalla um það. Það er mikilvægt því að íslenska ríkið fullyrti í sinni greinargerð að þetta hafi verið umfjöllunarefni sem átti ekki erindi við almenning. Síðan staðfestir dómurinn líka að sá sem samsamar sig starfsemi á borð við nektarstaði, eins og í tilviki Ásgeirs Þórs Davíðssonar, er útsettari fyrir og þarf að þola meiri gagnrýni en aðrir." Íslenska ríkinu er gert að greiða Björk samtals 37.790 evrur, tæpar sex milljónir króna, og Erlu 21.500 evrur, sem jafngildir 3,4 milljónum króna. stigur@frettabladid.is Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Íslenska ríkið braut gegn tjáningarfrelsi blaðamannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, þegar þær voru dæmdar til að bera ábyrgð á ummælum viðmælenda sinna og fundnar sekar um meiðyrði árið 2009. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu, sem dæmir ríkið til að greiða þeim báðum milljónir í skaða- og miskabætur og málskostnað. Björk skrifaði grein í Vikuna um nektarstaðinn Goldfinger og birti viðtal við fyrrverandi nektardansmey sem sagði Ásgeir Þór Davíðsson, eiganda staðarins, fara illa með starfsfólk og halda því í gíslingu. Ásgeir stefndi þeim báðum, féll hins vegar frá málinu á hendur dansmeynni og fékk Björk að lokum sakfellda í Hæstarétti. Erla skrifaði frétt í DV um deilur Davíðs Smára Helenarsonar við Viðar Má Friðfinnsson, eiganda skemmtistaðarins Strawberries. Í fréttinni var haft eftir Davíð Smára að Viðar gumaði sig gjarnan af tengslum við litháíska glæpamenn og að hann teldi litháísku mafíuna eiga þar samastað. Erla var fundin sek um meiðyrði og fékk ekki að áfrýja til Hæstaréttar. Mannréttindadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að það hamli mjög fjölmiðlamönnum sem vilja taka þátt í umræðu um mál sem varði almenning miklu, ef þeim er refsað fyrir að birta orðrétt ummæli viðmælenda sinna. Dómstóllinn bendir á að áður en greinarnar birtust hafi átt sér stað umræða á Íslandi um starfsemi nektarstaða og að skrif Bjarkar hafi verið nauðsynlegur hluti af opinberri umræðu um slíka staði. Þá hafi Björk stutt staðhæfingarnar í greininni rökum og gögnum. Niðurstaðan í máli Erlu er enn afdráttarlausari, enda segir þar að íslenskir dómstólar hafi ekki stutt það nægum rökum að ummælin sem dæmt er fyrir hafi yfirleitt verið ærumeiðandi. Þá er tekið fram að þær hafi báðar leitað viðbragða allra málsaðila og því hafi jafnvægis verið gætt í umfjölluninni. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðurinn sem rak málin fyrir hönd Bjarkar og Erlu, segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir vinnubrögðum íslenskra dómstóla. „Ég held að þetta hafi verið afskaplega mikilvægir dómar fyrir blaðamannastéttina í heild," segir Gunnar. Dómarnir íslensku yfir Björk og Erlu byggðu á prentlögum frá árinu 1956, þar sem kveðið var á um að blaðamenn bæru ábyrgð á orðum viðmælenda sinna. Því hefur síðan verið breytt með nýjum fjölmiðlalögum. Gunnar Ingi segir áhrif dómsins þó víðtækari. „Það er ýmislegt þarna sem getur haft áhrif, umfram það hver ber ábyrgð á ummælunum," segir hann. „Dómstóllinn leggur mikla áherslu á að í báðum þessum tilfellum hafi verið til umfjöllunar málefni sem varða almenning og það hafi verið réttlætanlegt að fjalla um það. Það er mikilvægt því að íslenska ríkið fullyrti í sinni greinargerð að þetta hafi verið umfjöllunarefni sem átti ekki erindi við almenning. Síðan staðfestir dómurinn líka að sá sem samsamar sig starfsemi á borð við nektarstaði, eins og í tilviki Ásgeirs Þórs Davíðssonar, er útsettari fyrir og þarf að þola meiri gagnrýni en aðrir." Íslenska ríkinu er gert að greiða Björk samtals 37.790 evrur, tæpar sex milljónir króna, og Erlu 21.500 evrur, sem jafngildir 3,4 milljónum króna. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira