Erlent

Tigrisdýr bönuðu manni í dönskum dýragarði

Tigrísdýr urðu manni að bana í dýargarðinum í Kaupmannahöfn í nótt.

Þegar starfsmenn dýragarðsins mættu til vinnu í morgun blasti við þeim ófögur sjón því þrjú tigrísdýr voru að éta manninn í búri sínu.

Lík mannsins var illa farið en tekist hefur að bera kennsl á það. Um er að ræða tvítugan útlending sem var með landvistarleyfi í Danmörku.

Ekki er ljóst hvernig maðurinn hafnaði í búrinu hjá tigrísdýrunum. Ein kenningin er sú að þarna hafi maðurinn verið að fremja sjálfsmorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×