Erlent

Stríppbúllustríð út af áttburamömmunni

Dómari í Flórída í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni eiganda nektardanstaðarins T´s Lounge um að banna áttburamömmunni Nadyu Suleman um að striplast á strippstaðnum The Playhouse Gentlemans klúbbnum í Los Angeles.

Eigandi fyrrnefnda staðarins krafðist þess að dómari myndi banna áttburamömmunni að dansa berbrjósta á seinni staðnum þar sem hún hafði gert samkomulag um að dansa á sínum stað. Í samningnum var klausa um að hún gæti rift samningnum með 35 daga fyrirvara. Áttburamamman tilkynnti vertanum hinsvegar 34 dögum áður að hún myndi ekki dansa fyrir hann. Sjálfur vill hann meina að skaðinn sem af því hlýst sé óbætanlegur fyrir fyrirtækið.

Dómari hafnaði beiðni vertans sem krafðist þess að réttað yrði í málinu hið allra fyrsta þar sem um neyðarmál væri að ræða. Þessu hafnaði dómarinn, og er því Suleman frjálst að dansa á herramannaklúbbnum, þó svo að hún, sem og staðurinn mega búast við að vera lögsótt af eiganda T´s Lounge.

Áttburamamman hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin ár. Fyrir utan að vera móðir 14 barna þá hefur hún framfleytt sér í kynlífsiðnaðinum í Bandaríkjunum síðustu misseri með missmekklegum árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×