Erlent

Talið að Eva hafi verið látin í viku

Hans og Eva á góðri stundu.
Hans og Eva á góðri stundu.
Eva Rausing, eiginkona Tetra Pak erfingjans, Hans Kristian Rausing, var hugsanlega látinn í viku áður en lögreglan fann lík hennar á mánudaginn síðasta. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Bretlandi, þar sem hjónin eru búsett, en Hans er sonur mannsins sem fann upp Tetra Pak matvælaumbúðirnar.

Hans hefur verið handtekinn í tengslum við andlát eiginkonu sinnar, en lík hennar fannst eftir að lögreglan handtók Hans úti á götu á mánudaginn. Fíkniefni eiga að hafa fundist í bifreið hans, og frekari skoðun á heimili hans leiddi í ljós að eiginkona hans var látin.

Hjónin hafa átt við vímuefnavanda að stríða í gegnum tíðina, en þau voru meðal annars handtekinn fyrir fjórum árum síðan þegar þau smygluðu heróíni og krakki inn í bandaríska sendiráðið í Bretlandi. Ekki er vitað hvað nákvæmlega dró Evu til dauða, talið er líklegt að það séu fíkniefni.

Hjónin, sem voru tæplega fimmtug, eiga saman fjögur börn. Það yngsta er ellefu ára gamalt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×