Vinnur með stórlaxi í bandarísku sjónvarpi 18. júlí 2012 14:00 Það er alltaf nóg að gera hjá Birni Thors, sem heldur til Parísar í næstu viku til að ljúka upptökum á þáttaröðinni Transporters. Fréttablaðið/ernir „Það er rosalega skemmtilegt að taka þátt í þessu, þetta er eins og að fara í sumarbúðir í vinnunni sinni,“ segir Björn , sem leikur í fyrsta þættinum í nýrri amerískri þáttaröð, Transporters. Þættirnir eru byggðir á bíómyndinni Transporters sem kom út árið 2003. Þetta er fyrsta þáttaröðin sem gerð er og verður hún frumsýnd í september. „Ég var í tökum í Toronto í síðustu viku og á einum tökudegi tók ég þátt í tveimur bílaeltingaleikjum, tveimur skotbardögum og bílveltu. Það er ótrúlega gaman að fá að taka þátt í svona alvöru hasar,“ segir Björn og bætir við að þetta sé ekkert mjög ólíkt því að leika í Pressu nema að umfangið sé töluvert meira. „Ég held að kostnaðurinn við hvern þátt sé til dæmis kominn í um fimm milljónir dala,“ segir hann en það samsvarar rúmlega 600 milljónum íslenskra króna. Björn fer með hlutverk vonda karlsins og kemur aðeins fyrir í þessum eina þætti. „Minn endir í þættinum var mjög dramatískur og það eru ekki miklar líkur á að persónan fái frekara hlutverk í þessari seríu,“ segir Björn og hlær en vill ekkert gefa upp frekar. Hann heldur til Parísar í næstu viku til að klára tökur. Leikstjóri þáttarins sem Björn kemur fram í er Brad Turner, sem hefur leikstýrt þáttum í þáttaröðum á borð við 24, Psych, Homeland, Prison Break og Bones. „Brad er stórlax í bandarísku sjónvarpi. Hann var einn af framleiðendum stuttmyndar okkar Barkar Sigþórssonar, Come to Harm, í fyrra og í kjölfarið af því kom hann mér í prufu fyrir þennan þátt,“ segir Björn. Haustið verður afar annasamt og spennandi hjá Birni. Hann leikur í þriðju þáttaröðinni af Pressu, sem kemur á skjáinn í haust, auk þess sem hann fer með aðalhlutverkið í bíómyndinni Frost og stórt hlutverk í myndinni Djúpið en báðar verða þær frumsýndar með haustinu. Björn hefur þó ekki mikinn tíma til að horfa á sjálfan sig á skjánum því það er nóg fram undan hjá honum. „Ég fer aftur í Þjóðleikhúsið eftir sumarfrí. Við eigum eftir nokkrar sýningar af Afmælisveislunni og svo taka við æfingar á Macbeth sem verður frumsýnt um jólin. Það er því margt í pípunum fyrir haustið,“ segir Björn Thors brattur. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
„Það er rosalega skemmtilegt að taka þátt í þessu, þetta er eins og að fara í sumarbúðir í vinnunni sinni,“ segir Björn , sem leikur í fyrsta þættinum í nýrri amerískri þáttaröð, Transporters. Þættirnir eru byggðir á bíómyndinni Transporters sem kom út árið 2003. Þetta er fyrsta þáttaröðin sem gerð er og verður hún frumsýnd í september. „Ég var í tökum í Toronto í síðustu viku og á einum tökudegi tók ég þátt í tveimur bílaeltingaleikjum, tveimur skotbardögum og bílveltu. Það er ótrúlega gaman að fá að taka þátt í svona alvöru hasar,“ segir Björn og bætir við að þetta sé ekkert mjög ólíkt því að leika í Pressu nema að umfangið sé töluvert meira. „Ég held að kostnaðurinn við hvern þátt sé til dæmis kominn í um fimm milljónir dala,“ segir hann en það samsvarar rúmlega 600 milljónum íslenskra króna. Björn fer með hlutverk vonda karlsins og kemur aðeins fyrir í þessum eina þætti. „Minn endir í þættinum var mjög dramatískur og það eru ekki miklar líkur á að persónan fái frekara hlutverk í þessari seríu,“ segir Björn og hlær en vill ekkert gefa upp frekar. Hann heldur til Parísar í næstu viku til að klára tökur. Leikstjóri þáttarins sem Björn kemur fram í er Brad Turner, sem hefur leikstýrt þáttum í þáttaröðum á borð við 24, Psych, Homeland, Prison Break og Bones. „Brad er stórlax í bandarísku sjónvarpi. Hann var einn af framleiðendum stuttmyndar okkar Barkar Sigþórssonar, Come to Harm, í fyrra og í kjölfarið af því kom hann mér í prufu fyrir þennan þátt,“ segir Björn. Haustið verður afar annasamt og spennandi hjá Birni. Hann leikur í þriðju þáttaröðinni af Pressu, sem kemur á skjáinn í haust, auk þess sem hann fer með aðalhlutverkið í bíómyndinni Frost og stórt hlutverk í myndinni Djúpið en báðar verða þær frumsýndar með haustinu. Björn hefur þó ekki mikinn tíma til að horfa á sjálfan sig á skjánum því það er nóg fram undan hjá honum. „Ég fer aftur í Þjóðleikhúsið eftir sumarfrí. Við eigum eftir nokkrar sýningar af Afmælisveislunni og svo taka við æfingar á Macbeth sem verður frumsýnt um jólin. Það er því margt í pípunum fyrir haustið,“ segir Björn Thors brattur. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein