Erlent

Ekkert lát á bardögunum í Damaskus

Ekkert lát er á bardögunum í Damaskus höfuðborga Sýrlands en barist var í borginni í alla nótt.

Uppreisnarmenn segja að lokabardaginn um borgina sé hafinn og fregnir hafa borist af skotbardögum við forsetahöllina í borginni í nótt og að höllin brenni.

Á meðan á þessu stendur reyna Vesturveldin hvað þau geta til að fá Rússa og Kínverja til að fallast á viðskiptaþvinganir gagnvart stjórn Bashir Assad forseta landsins. Tillaga um slíkar þvinganir verður borin upp í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×