Innlent

Tveir handteknir í Árnessýslu og einn á Selfossi

Lögreglan í Árnessýslu handtók tvo menn í nótt, grunaða um að hafa ætlað að brjótast inn í geymslugáma á gámasvæði í Reykholti.

Þeir eru grunaðir um að hafa brotist inn í sömu gáma fyrir skömmu og meðal annars tæmt úr handslökkvitæki.

Eftir að mennirnir höfðu verið fluttir á lögreglustöðina á Selfossi komu tveir kunningjar þeirra þangað og vildu fá þá lausa. Athugull lögreglumaður sá þá að skór annars mannsins pössuðu við skóför af vettvangi fyrra innbrotsins, og var hann því líka handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×