Innlent

Fjögur dauðsföll tilkynnt til Landlæknis í ár

Geir Gunnlaugsson landlæknir.
Geir Gunnlaugsson landlæknir.
Árið 2012 hafa fimm alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu verið tilkynnt til Landlæknis, þar af fjögur dauðsföll. Árið 2011 voru þrjú alvarleg atvik, þar af eitt dauðsfall, og árið 2010 voru þau tíu, þar af tvö dauðsföll. Þetta kemur fram í tölum Landlæknis.

Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu ber að tilkynna landlækni tafarlaust um óvænt atvik sem verða í heilbrigðisþjónustu og hafa valdið eða hefðu getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni. Verði óvænt dauðsfall á heilbrigðisstofnunum eða þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks, á líka að tilkynna slíkt atvik til lögreglu.

Í frétt á vef Landlæknis segir að nú standi yfir rannsókn á vegum Embættis landlæknis á tíðni óvæntra skaða á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri í samstarfi við sjúkrahúsin tvö og Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar sé að kanna hvort tíðnin sé áþekk því sem fundist hefur í sambærilegum rannsóknum í öðrum löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×