Sýnir með Issey Miyake og Dior á tískuvikunni í París 2. júlí 2012 15:00 Tískusýning Sruli Recht er orðin liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar í París í haust. fréttablaðið/gva „Sýning sem þessi er mjög mikilvæg hönnuðum sem vilja koma sér á framfæri á erlendum mörkuðum og setur okkur í flokk með stóru tískuhúsunum og ýtir undir áhuga kaupenda," segir fatahönnuðurinn Sruli Recht. Tískusýning hans er nú liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar í París í haust og mun hann sýna á sama tíma og tískuhús á borð við Issey Miyake, Pierre Cardin, Dior, Galliano, Hermés, Luis Vuitton og Rick Owens. Hægt er að skoða myndir frá sýningunni hér. Sruli hefur fjórum sinnum áður tekið þátt í tískuvikunni í París en þetta er í fyrsta sinn sem sýning hans er liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar. „Sýningin sem ég setti upp í janúar fékk það góð viðbrögð að okkur var boðið að sýna í Palais Brongniart í haust. Við höfum lagt ómælda vinnu í að undirbúa sýninguna og höfum meðal annars ráðið sýningarstjóra til að stýra sýningunni," segir Sruli sem vinnur ásamt átján manna teymi við að undirbúa herlegheitin. Hann mun sýna um tuttugu heildarklæðnaði á sýningunni sem fram fer í hinni gömlu kauphöll Parísar. Þátttaka hans í tískuvikunni hefur vakið athygli erlendra kaupenda á hönnun hans og að hans sögn hafa um þrjátíu nýir aðilar sýnt merkinu áhuga, þar á meðal Saks Fifth Avenue-verslunin í New York. Verslunin var stofnuð árið 1898 og rekur einnig útibú í Dúbaí, Sádi-Arabíu og Mexíkó. Sruli er uppalinn í Ástralíu en hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin ár og rekur hönnunarverkstæðið Vopnabúrið á Granda. Sruli notar gjarnan íslenskt hráefni í hönnun sinni og vinnur hana í samstarfi við íslenska handverksmenn. Síðasta sumar sagði Fréttablaðið frá því að tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz hefði fallið fyrir hönnun Sruli þegar herralína hans var sýnd í París og festi söngvarinn kaup á þó nokkuð af fatnaði og fylgihlutum úr línunni. sara@frettabladid.is Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Sýning sem þessi er mjög mikilvæg hönnuðum sem vilja koma sér á framfæri á erlendum mörkuðum og setur okkur í flokk með stóru tískuhúsunum og ýtir undir áhuga kaupenda," segir fatahönnuðurinn Sruli Recht. Tískusýning hans er nú liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar í París í haust og mun hann sýna á sama tíma og tískuhús á borð við Issey Miyake, Pierre Cardin, Dior, Galliano, Hermés, Luis Vuitton og Rick Owens. Hægt er að skoða myndir frá sýningunni hér. Sruli hefur fjórum sinnum áður tekið þátt í tískuvikunni í París en þetta er í fyrsta sinn sem sýning hans er liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar. „Sýningin sem ég setti upp í janúar fékk það góð viðbrögð að okkur var boðið að sýna í Palais Brongniart í haust. Við höfum lagt ómælda vinnu í að undirbúa sýninguna og höfum meðal annars ráðið sýningarstjóra til að stýra sýningunni," segir Sruli sem vinnur ásamt átján manna teymi við að undirbúa herlegheitin. Hann mun sýna um tuttugu heildarklæðnaði á sýningunni sem fram fer í hinni gömlu kauphöll Parísar. Þátttaka hans í tískuvikunni hefur vakið athygli erlendra kaupenda á hönnun hans og að hans sögn hafa um þrjátíu nýir aðilar sýnt merkinu áhuga, þar á meðal Saks Fifth Avenue-verslunin í New York. Verslunin var stofnuð árið 1898 og rekur einnig útibú í Dúbaí, Sádi-Arabíu og Mexíkó. Sruli er uppalinn í Ástralíu en hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin ár og rekur hönnunarverkstæðið Vopnabúrið á Granda. Sruli notar gjarnan íslenskt hráefni í hönnun sinni og vinnur hana í samstarfi við íslenska handverksmenn. Síðasta sumar sagði Fréttablaðið frá því að tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz hefði fallið fyrir hönnun Sruli þegar herralína hans var sýnd í París og festi söngvarinn kaup á þó nokkuð af fatnaði og fylgihlutum úr línunni. sara@frettabladid.is
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira