Upptaka Eista á evru eyddi óvissuástandi thorgils@frettabladid.is skrifar 20. desember 2012 08:30 Urmas Paet Reynsla Eista frá upptöku evru í upphafi síðasta árs hefur verið jákvæð að sögn Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, sem var staddur hér á landi í gær. Á meðan á heimsókninni stóð hélt hann meðal annars erindi á málfundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um reynslu Eistlands, en ríkið tók upp evru hinn 1. janúar 2011, fyrst Eystrasaltsríkjanna þriggja sem gengu í ESB vorið 2004. Í samtali við Fréttablaðið sagði Paet að í sjálfu sér hafi ekki verið mikil vandræði beintengd eistnesku krónunni, en hún hafi þó falið í sér ákveðna óvissu. „Það olli því að fjárfestar héldu að sér höndum. En nú, eftir að við tókum upp evru er engu slíku til að dreifa því að traustið á evru er eðlilega almennt meira en á litlum gjaldmiðlum eins og krónunni.“ Spurður um áhrifin af upptöku evrunnar á efnahagslíf Eistlands segir Paet að þar hafi um árabil verið rekin ströng efnahagsstefna. Ríkissjóður sé rekinn í góðu jafnvægi og opinberar skuldir séu með því lægsta sem gerist. „Þannig er spurningin ekki alltaf um gjaldmiðla, heldur líka hver stefna stjórnvalda er. Upptaka evrunnar var hins vegar okkar leið til að tryggja vöxt hagkerfisins og ríkisfjármálin til lengri tíma litið.“ Varðandi áhrif á almenning í Eistlandi segir Paet að vextir séu lágir í Eistlandi, eins og við er að búast vegna evrunnar, en um talsverða hríð fyrir upptöku evrunnar hafi almenningi þó staðið til boða að taka lán í evrum á lægri vöxtum en krónulán. Erfitt sé þá að meta bein áhrif evrunnar á verðlag, sem hefur farið hækkandi. Fleiri þættir komi þar til, meðal annars huglægir þættir þar sem það gæti hafa tekið neytendur ákveðinn tíma að aðlagast verðmerkingum í nýrri mynt. „Mitt mat er þó að verðhækkanir hefðu komið til þótt við hefðum ekki tekið upp evru.“ Paet segir að þó að almenningur í Eistlandi hafi ekki fagnað upptöku evrunnar hátt á sínum tíma hafi heldur ekki verið hörð andstaða. „Almenningur sætti sig hins vegar við að evran væri það skynsamlegasta í stöðunni.“ Litið til framtíðar segir Paet að hann efist ekki um að landið hafi gert rétt í því að taka upp evru. Hvað varðar evrusvæðið í heild segir hann að nú hilli loks undir allt það regluverk sem þurfi til að halda utan um sameiginlega mynt. „Nú er tilefni til bjartsýni, því að nokkur evruríki sem glímdu við mikla erfiðleika eru að rétta úr kútnum og koma sterk út úr kreppunni, til dæmis Lettland, Írland og jafnvel Portúgal, eftir að hafa tekið á vandanum með öguðum hætti.“ Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Reynsla Eista frá upptöku evru í upphafi síðasta árs hefur verið jákvæð að sögn Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, sem var staddur hér á landi í gær. Á meðan á heimsókninni stóð hélt hann meðal annars erindi á málfundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um reynslu Eistlands, en ríkið tók upp evru hinn 1. janúar 2011, fyrst Eystrasaltsríkjanna þriggja sem gengu í ESB vorið 2004. Í samtali við Fréttablaðið sagði Paet að í sjálfu sér hafi ekki verið mikil vandræði beintengd eistnesku krónunni, en hún hafi þó falið í sér ákveðna óvissu. „Það olli því að fjárfestar héldu að sér höndum. En nú, eftir að við tókum upp evru er engu slíku til að dreifa því að traustið á evru er eðlilega almennt meira en á litlum gjaldmiðlum eins og krónunni.“ Spurður um áhrifin af upptöku evrunnar á efnahagslíf Eistlands segir Paet að þar hafi um árabil verið rekin ströng efnahagsstefna. Ríkissjóður sé rekinn í góðu jafnvægi og opinberar skuldir séu með því lægsta sem gerist. „Þannig er spurningin ekki alltaf um gjaldmiðla, heldur líka hver stefna stjórnvalda er. Upptaka evrunnar var hins vegar okkar leið til að tryggja vöxt hagkerfisins og ríkisfjármálin til lengri tíma litið.“ Varðandi áhrif á almenning í Eistlandi segir Paet að vextir séu lágir í Eistlandi, eins og við er að búast vegna evrunnar, en um talsverða hríð fyrir upptöku evrunnar hafi almenningi þó staðið til boða að taka lán í evrum á lægri vöxtum en krónulán. Erfitt sé þá að meta bein áhrif evrunnar á verðlag, sem hefur farið hækkandi. Fleiri þættir komi þar til, meðal annars huglægir þættir þar sem það gæti hafa tekið neytendur ákveðinn tíma að aðlagast verðmerkingum í nýrri mynt. „Mitt mat er þó að verðhækkanir hefðu komið til þótt við hefðum ekki tekið upp evru.“ Paet segir að þó að almenningur í Eistlandi hafi ekki fagnað upptöku evrunnar hátt á sínum tíma hafi heldur ekki verið hörð andstaða. „Almenningur sætti sig hins vegar við að evran væri það skynsamlegasta í stöðunni.“ Litið til framtíðar segir Paet að hann efist ekki um að landið hafi gert rétt í því að taka upp evru. Hvað varðar evrusvæðið í heild segir hann að nú hilli loks undir allt það regluverk sem þurfi til að halda utan um sameiginlega mynt. „Nú er tilefni til bjartsýni, því að nokkur evruríki sem glímdu við mikla erfiðleika eru að rétta úr kútnum og koma sterk út úr kreppunni, til dæmis Lettland, Írland og jafnvel Portúgal, eftir að hafa tekið á vandanum með öguðum hætti.“
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira