Innlent

Umferðarslys og þjófnaður

Ekið var á reiðhjólakonu á tvítugsaldri í Gnoðarvogi á fjórða tímanum í dag. Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kallaðir á staðinn. Konan er ekki talin mikið slösuð en var engu að síður flutt á slysadeild til skoðunar.

Þá var tilkynnt um útafakstur á Þingvallavegi austan við Skálafell. Þar hafði bifreið hafnað ofan í skurði. Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og slapp hann án alvarlegra meiðsla. Kranabifreið kom og tók bifreiðina.

Þrjár tilkynningar um þjófnað bárust í dag. Óskað var eftir lögreglu í verslun í Kringlunni vegna búðarhnupls. Þá var tilkynnt um um þjófnað úr bifreið sem stóð við Tjarnargötu og hið sama var upp á teningnum við Víðimeð þar sem munum var stolið úr bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×