Innlent

Stefnir í rauð jól fyrir sunnan

Í kortunum Gangi spár Veðurstofu Íslands eftir þurfa íbúar á suðvesturhorni landsins að sætta sig við snjóleysi og rauð jól þetta árið.Fréttablaðið/anton
Í kortunum Gangi spár Veðurstofu Íslands eftir þurfa íbúar á suðvesturhorni landsins að sætta sig við snjóleysi og rauð jól þetta árið.Fréttablaðið/anton
Jólin verða líklega rauð þetta árið á suðvesturhorninu þó að miklar líkur séu á að landsmenn norðan heiða fái hvít jól samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Spáin fyrir aðfangadag og jóladag er slæm.

„Við spáum norðaustan hvassviðri og stormi með snjókomu um norðanvert og austanvert landið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Spáð er vindhraða frá 15 að 23 metrum á sekúndu á aðfangadag og litlu ferðaveðri á Norður- og Austurlandi. Hiti verður víðast hvar undir frostmarki.

Spáin fyrir jóladag er einnig slæm, en þó heldur skárri en spáin fyrir aðfangadag.

Óli Þór segir engan snjó í kortunum sunnanlands þó hvassviðrinu gæti fylgt einhver él sem gætu gert skammdegið bærilegra um stund. Góðar líkur eru á hvítum jólum norðan- og austanlands, þó hitastigið gæti orðið yfir frostmarki við austurströndina. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×