Hagsmunir Orkuveitunnar og almennings Sóley Tómasdóttir skrifar 12. október 2012 00:00 Hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) eru hagsmunir almennings. Hagsmunir borgarbúa, Akurnesinga, Borgfirðinga og landsmanna allra. Hagsmunirnir eru fjárhagslegir og samfélagslegir, og varða náttúruna og fólkið og komandi kynslóðir. Hlutverk borgarstjórnarÍ lýðræðissamfélagi er kjörnum fulltrúum falið að gæta almannahagsmuna. Þeir bjóða sig fram af hugsjón, vegna ákveðinnar stefnu eða hugmyndafræði sem þeir vilja að samfélagið sé rekið eftir. Svo fara fram kosningar og niðurstaðan verður í samræmi við vilja fólksins. Á fjögurra ára fresti veita Reykvíkingar 15 einstaklingum umboð til að gæta almenningshagsmuna. Borgarstjórn Reykjavíkur annast menntamál, umhverfismál, skipulagsmál, velferðarmál, menningar- og ferðamál, mannréttindamál, íþrótta- og tómstundamál – mótar stefnu og forgangsraðar fjármunum. Hún ber líka ábyrgð á rekstri OR, Faxaflóahafna, Strætó, Sorpu og fleiri fyrirtækja sem sannarlega starfa í þágu almennings og leggja grunn að góðum búsetuskilyrðum. Lýðræðislegar leikreglurÍ skýrslu úttektarnefndar OR eru stjórnarhættir harðlega gagnrýndir og þar er lagt til að utanaðkomandi aðilar sitji í stjórn fyrirtækisins. Þar koma fram efasemdir um að sveitarstjórnarfólk hafi nægilega faglega þekkingu og reynslu til að sitja í stjórninni, auk þess sem efast er um að borgarfulltrúar geti sinnt eftirlitshlutverki sínu ef þeir eiga líka sæti í stjórn OR. Þá þykir fara illa á því að pólitísk átök og óeining einkenni starf stjórnarinnar. Enginn, ekki færasti sérfræðingur, hefur sérþekkingu á öllum sviðum rekstrar OR, sem spannar virkjanir, vatnsból, rafmagn, dreifingu, fráveitu og gagnaveitu. Innan fyrirtækisins eru aftur á móti sérfræðingar á öllum þessum sviðum sem veita kjörnum fulltrúum upplýsingar sem þeir svo byggja pólitískar ákvarðanir á. Borgarfulltrúar eiga ekki í vandræðum með eftirlitshlutverk sitt gagnvart fagráðum eða öðrum fyrirtækjum borgarinnar. Hvers vegna ætti annað að gilda um OR? Borgarráð staðfestir t.a.m. allar deiliskipulagsáætlanir sem samþykktar eru í skipulagsráði og aldrei hafa hagsmunaárekstrar verið vandamál í því samhengi, jafnvel þótt sami einstaklingurinn sitji í báðum ráðum. Pólitísk átök í stjórn OR eru til komin vegna þess að borgarbúar eru ósammála um það hvernig á að reka fyrirtækið. OR sinnir samfélagslega mikilvægu hlutverki og reksturinn er því eðli málsins samkvæmt pólitískur, þar eru hagsmunirnir miklir, flóknir og til langrar framtíðar. Þess vegna skiptir máli að í stjórn OR sitji fulltrúar ólíkra sjónarmiða borgarbúa, sem gera út um ágreiningsmál á opinn og gagnsæjan hátt og leiða þau til lykta með lýðræðislegum hætti. Öxlum ábyrgðUtanaðkomandi stjórn OR verður aðeins að veruleika með því að brjóta leikreglur lýðræðisins. Stjórn mun alltaf þurfa að taka afstöðu til atriða sem borgarbúar eru ósammála um, skera á hápólitíska hnúta. Til þess sækir hópur fólks sér reglulega umboð í kosningum og það er varasamt að ætla að skjóta sér undan þeirri ábyrgð með því að fela utanaðkomandi aðilum það verk. Reynslan sýnir að kjörnir fulltrúar, með hagsmuni almennings að leiðarljósi, skipta máli. Ef ekki hefði verið fyrir kjörna fulltrúa væri REI nú í höndum útrásarvíkinga og líklega slitastjórna. Almannafyrirtæki sem gegnir jafn viðamiklu hlutverki og OR á fyrst og fremst að vera rekið með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Í lýðræðissamfélagi verður það aðeins tryggt með skýru umboði frá þeim einum sem það geta veitt: borgarbúum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sóley Tómasdóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) eru hagsmunir almennings. Hagsmunir borgarbúa, Akurnesinga, Borgfirðinga og landsmanna allra. Hagsmunirnir eru fjárhagslegir og samfélagslegir, og varða náttúruna og fólkið og komandi kynslóðir. Hlutverk borgarstjórnarÍ lýðræðissamfélagi er kjörnum fulltrúum falið að gæta almannahagsmuna. Þeir bjóða sig fram af hugsjón, vegna ákveðinnar stefnu eða hugmyndafræði sem þeir vilja að samfélagið sé rekið eftir. Svo fara fram kosningar og niðurstaðan verður í samræmi við vilja fólksins. Á fjögurra ára fresti veita Reykvíkingar 15 einstaklingum umboð til að gæta almenningshagsmuna. Borgarstjórn Reykjavíkur annast menntamál, umhverfismál, skipulagsmál, velferðarmál, menningar- og ferðamál, mannréttindamál, íþrótta- og tómstundamál – mótar stefnu og forgangsraðar fjármunum. Hún ber líka ábyrgð á rekstri OR, Faxaflóahafna, Strætó, Sorpu og fleiri fyrirtækja sem sannarlega starfa í þágu almennings og leggja grunn að góðum búsetuskilyrðum. Lýðræðislegar leikreglurÍ skýrslu úttektarnefndar OR eru stjórnarhættir harðlega gagnrýndir og þar er lagt til að utanaðkomandi aðilar sitji í stjórn fyrirtækisins. Þar koma fram efasemdir um að sveitarstjórnarfólk hafi nægilega faglega þekkingu og reynslu til að sitja í stjórninni, auk þess sem efast er um að borgarfulltrúar geti sinnt eftirlitshlutverki sínu ef þeir eiga líka sæti í stjórn OR. Þá þykir fara illa á því að pólitísk átök og óeining einkenni starf stjórnarinnar. Enginn, ekki færasti sérfræðingur, hefur sérþekkingu á öllum sviðum rekstrar OR, sem spannar virkjanir, vatnsból, rafmagn, dreifingu, fráveitu og gagnaveitu. Innan fyrirtækisins eru aftur á móti sérfræðingar á öllum þessum sviðum sem veita kjörnum fulltrúum upplýsingar sem þeir svo byggja pólitískar ákvarðanir á. Borgarfulltrúar eiga ekki í vandræðum með eftirlitshlutverk sitt gagnvart fagráðum eða öðrum fyrirtækjum borgarinnar. Hvers vegna ætti annað að gilda um OR? Borgarráð staðfestir t.a.m. allar deiliskipulagsáætlanir sem samþykktar eru í skipulagsráði og aldrei hafa hagsmunaárekstrar verið vandamál í því samhengi, jafnvel þótt sami einstaklingurinn sitji í báðum ráðum. Pólitísk átök í stjórn OR eru til komin vegna þess að borgarbúar eru ósammála um það hvernig á að reka fyrirtækið. OR sinnir samfélagslega mikilvægu hlutverki og reksturinn er því eðli málsins samkvæmt pólitískur, þar eru hagsmunirnir miklir, flóknir og til langrar framtíðar. Þess vegna skiptir máli að í stjórn OR sitji fulltrúar ólíkra sjónarmiða borgarbúa, sem gera út um ágreiningsmál á opinn og gagnsæjan hátt og leiða þau til lykta með lýðræðislegum hætti. Öxlum ábyrgðUtanaðkomandi stjórn OR verður aðeins að veruleika með því að brjóta leikreglur lýðræðisins. Stjórn mun alltaf þurfa að taka afstöðu til atriða sem borgarbúar eru ósammála um, skera á hápólitíska hnúta. Til þess sækir hópur fólks sér reglulega umboð í kosningum og það er varasamt að ætla að skjóta sér undan þeirri ábyrgð með því að fela utanaðkomandi aðilum það verk. Reynslan sýnir að kjörnir fulltrúar, með hagsmuni almennings að leiðarljósi, skipta máli. Ef ekki hefði verið fyrir kjörna fulltrúa væri REI nú í höndum útrásarvíkinga og líklega slitastjórna. Almannafyrirtæki sem gegnir jafn viðamiklu hlutverki og OR á fyrst og fremst að vera rekið með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Í lýðræðissamfélagi verður það aðeins tryggt með skýru umboði frá þeim einum sem það geta veitt: borgarbúum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun