
Er of dýrt að skipta um peru?
31% bíla með biluð ljós
Langalgengast var að númersljós væru biluð, eða rúm 18%. Þá voru tæp 7% bíla eineygð að framan og tæp 5% með annað afturljósið bilað. Eflaust aka margir lengi án þess að ganga úr skugga um að ljósin séu í lagi. Þó er mjög auðvelt að kanna ástand þeirra. Þegar bíl er lagt framan við stórar rúður verslana og fyrirtækja sést auðveldlega hvort framljósin eru í lagi. Á sama hátt má bakka að slíkum rúðum til að kanna afturljós, hemlaljós og bakkljós.
Undirritaður átti samtal við starfsmann á verkstæði sem fær oft til sín bíla með biluð ljós. Hann fullyrti að algengt væri að menn sneru við þegar þeir heyrðu hvað það kostaði að skipta um eina peru. Ef bíleigendur geta sjálfir skipt um peruna felst kostnaðurinn eingöngu í perunni sjálfri. Sá kostnaður getur verið allt frá nokkur hundruð krónum fyrir peru í númersljós, 1.000-2.000 kr. fyrir hefðbundnar perur í framljós en þó eru dæmi um að framljósaperur kosti allt að 40.000 kr. Þá er um að ræða gasfylltar perur sem eru mjög dýrar en endast á móti nokkuð lengi.
Við þetta bætist kostnaður við að skipta um perur því í ákveðnum tegundum bíla getur það verið snúið og í sumum tilfellum þarf sérhæfð verkfæri til verksins. Verð fyrir að skipta um perur getur farið upp í 10.000 kr. Kostnaður með peru og vinnu getur þannig verið á bilinu 40.000-50.000 kr. þar sem um dýrar perur er að ræða. Í einstaka bíltegundum hafa jafnvel sést hærri upphæðir. Þessi kostnaður fælir marga bíleigendur frá og þeir ákveða frekar að bíða með peruskiptin þar til betur stendur á.
Öryggið í fyrirrúmi
Það ætti aldrei að draga það að láta gera við öryggisþætti bílanna, hvort sem það eru perur, hemlar eða hjólabúnaður. Að hafa ljósin í lagi eykur öryggi í umferðinni talsvert, þar sem ökumaður sér betur í kringum sig og bifreiðin verður sýnilegri með ljósin í lagi. Hver kannast ekki við að hafa yfirsést aðvífandi ljóslaus bifreið?
Brautin skorar á þig, ágæti ökumaður, að næst þegar þú sest upp í bílinn athugir þú ástand ökuljósa og gerir þá viðeigandi ráðstafanir til þess að laga þau ef með þarf.
Skoðun

Byrjað á öfugum enda!
Hjálmar Heiðdal skrifar

Væri ekki hlaupið út aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hefur ítrekað hótað okkur áður
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín!
Júlíus Valsson skrifar

Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Erum við á leiðinni í hnífavesti?
Davíð Bergmann skrifar

Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð
Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar

Kæfandi klámhögg sveitarstjóra
Jón Trausti Reynisson skrifar

Klár fyrir Verslunarmannahelgina?
Ágúst Mogensen skrifar

Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni
Einar Freyr Elínarson skrifar

Hið tæra illa
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta!
Guðmundur Björnsson skrifar

Hæðarveiki og lyf
Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Landsvirkjun hafin yfir lög
Björg Eva Erlendsdóttir skrifar

Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik
Sveinn Ævar Sveinsson skrifar

Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans
Sigurður Kári skrifar

Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir
Erna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning?
Ómar Torfason skrifar

Trump les tölvupóstinn þinn
Mörður Áslaugarson skrifar

„Já, hvað með bara að skjóta hann!“
Þórhildur Hjaltadóttir skrifar

Heimar sem þurfa nýja umræðu!
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar