Innlent

Íslendingar lesa dagblöð á netinu mest allra Evrópuþjóða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslendingar lesa dagblöð á netinu mest allra þjóða í Evrópu. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Evrópusambandsins. Um 92% Litháa og 91% Eista nota vefinn til þess sama. Níutíu prósent Norðmanna nota netið til þess að lesa blöð.

Ísland trónir enn á toppi ríkja, þar sem aðgangur að interneti er mestur. 95% Íslendinga eru með aðgang að netinu. Fast á hælana fylgja Hollendingar, en 94% þar eru með aðgang að netinu og 93% Norðmanna og íbúa í Lúxemborg. Íslendingar voru líka á toppnum þegar tölur voru birtar árið 2009 og árið 2006.

Norðmenn nota netið helst til bankaviðskipta, en um 91% Norðmanna nota vefinn til þess. Um 90% Íslendinga nota vefinn til bankaviðskipta.

Um 67% Íslendinga nota samfélagsmiðla á netinu og eru margar þjóðir í Evrópu duglegri við slíka iðju en Íslendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×