Innlent

Biskup Íslands tísti fyrsta tístinu: Stefán Eiríksson einn af fyrstu fylgjendunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Agnes Sigurðardóttir er tæknivædd kona.
Agnes Sigurðardóttir er tæknivædd kona.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er kominn á Twitter. Hún skrifaði fyrstu færsluna í morgun. "Það er ánægjulegt að vera komin í samband við ykkur á Twitter. Guð gefi ykkur góðan dag og innihaldsríka aðventu," sagði hún í fyrsta tístinu.

Í morgun var nýr vefur biskups Íslands líka formlega opnaður á Biskupsstofu. Á vefnum segir að embætti biskups sé annasamt og á fyrstu mánuðunum hafi hún heimsótt fjölda kirkna um allt land, flutt hugvekjur og prédikað í öllum landsfjórðungum og vígt presta.

Til að almenningur eigi kost á betri innsýn í starf biskups var hafi ný vefurinn verið settur upp á biskup.is. Þar er sagt frá störfum biskups, sýndar myndir úr kirkjustarfi um allt land og sagt frá biskupsembættinu og konunni sem nú gegnir því.

Það er svo gaman að segja frá því að einn af fyrstu fylgjendum biskupsins á Twitter var Stefán Eiríksson lögreglustjórinn.

Skjáskot af Twitter-síðu biskups.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×