Innlent

Brot úr krukku barst í rauðkálið

Með hliðsjón af neytendavernd hafa Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla eina ákveðna framleiðslulotu af HEIMA Rauðkáli í 1010g umbúðum. Ástæða innköllunarinnar er að staðfest er eitt atvik þar sem kvarnast hafði upp úr skrúfgangi krukku og brot borist í vöruna, sem þannig skapaði hættu fyrir neytanda hennar.

Innköllunin varðar eingöngu eina framleiðslulotu rauðkálsins sem auðkennd er með best fyrir dagsetningunni 15-11-2014. Varan var til sölu í verslunum Bónus, Hagkaupa og Stórkaup frá desember 2010 og í einstaka útibúum verslananna fram í desember 2012. Innköllunin varðar ekki framleiðslulotur vörunnar með öðrum best fyrir dagsetningum.

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: HEIMA Rauðkál

Strikamerki: 5690350050999

Nettóþyngd: 1010g

Best fyrir dagsetning: 15-11-2014

Viðskiptavinum Bónus, Hagkaupa og Stórkaupa sem keypt hafa vöruna á tilgreindri best fyrir dagsetningu er bent á að þeir geta skilað vörunni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. í tilkynningu til fjölmiðla biðja Aðföng viðskiptavini verslananna sem orðið hafa fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×