Tveir þriðju sögðu já Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 22. október 2012 06:00 Myndin er úr safni. Um 50% þátttaka var í þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að stjórnarskrá. Tveir þriðju vilja að drög stjórnlagaráðs verði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. Stefnt er að því að þingið afgreiði nýja stjórnarskrá fyrir vorið. Vilji þeirra sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag er afgerandi; tveir þriðju vilja að drög stjórnlagaráðs verði lögð til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, er ánægð með niðurstöðuna. „Mér finnst þetta sýna traust á störfum stjórnlagaráðs og við ferlið allt. Fyrir hönd stjórnlagaráðs vil ég þakka fyrir það traust sem okkur var sýnt.“ Salvör segir úrslitin afgerandi þegar kemur að drögum stjórnlagaráðs. Meirihlutastuðningur sé við hverja og eina af hinum spurningunum og það séu skýrar leiðbeiningar fyrir það sem þingið getur leyft sér í vinnu sinni. Hvað næstu skref varðar segir hún mikilvægt að bíða niðurstöðu lögfræðingahóps sem er með drögin til skoðunar. Frumvarp á næstu vikumValgerður Bjarnadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, en nefndin fékk hópinn til starfa. Hópurinn hefur það hlutverk að kanna hvort lagalegir agnúar séu á frumvarpinu, hvort orðalag stangist á við fyrirliggjandi milliríkjasamninga og ýmislegt fleira. Þá mun hópurinn gera drög að greinargerð með frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Spurð hvers vegna þessi vinna hefði ekki verið kláruð fyrir kosningar segir hún að fyrst hafi þurft að fá niðurstöðu. „Við erum að biðja þetta fólk að búa í hendurnar á okkur frumvarp sem við getum lagt fyrir þingið. Við þurftum að vita niðurstöðu kosninganna áður en við gátum lagt það fram.“ Helmingur sat heimaÞátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni var minni en í síðustu tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum, en þá var kosið um Icesave. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir lélega þátttöku veikja þau skilaboð sem kosningarnar gáfu. „Við getum velt því fyrir okkur hvaða skýringar eru á því. Þær geta verið margar, áhugaleysi, óánægja með ferlið eða spurningarnar eða eitthvað þess háttar, við vitum það ekki. Að minnsta kosti er fimmtíu prósent kjörsókn mjög lítil í því samhengi sem við þekkjum. Kosningaþátttaka á Íslandi er að jafnaði á bilinu 70 til 85 prósent og hefur lengi verið.“ Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Um 50% þátttaka var í þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að stjórnarskrá. Tveir þriðju vilja að drög stjórnlagaráðs verði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. Stefnt er að því að þingið afgreiði nýja stjórnarskrá fyrir vorið. Vilji þeirra sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag er afgerandi; tveir þriðju vilja að drög stjórnlagaráðs verði lögð til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, er ánægð með niðurstöðuna. „Mér finnst þetta sýna traust á störfum stjórnlagaráðs og við ferlið allt. Fyrir hönd stjórnlagaráðs vil ég þakka fyrir það traust sem okkur var sýnt.“ Salvör segir úrslitin afgerandi þegar kemur að drögum stjórnlagaráðs. Meirihlutastuðningur sé við hverja og eina af hinum spurningunum og það séu skýrar leiðbeiningar fyrir það sem þingið getur leyft sér í vinnu sinni. Hvað næstu skref varðar segir hún mikilvægt að bíða niðurstöðu lögfræðingahóps sem er með drögin til skoðunar. Frumvarp á næstu vikumValgerður Bjarnadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, en nefndin fékk hópinn til starfa. Hópurinn hefur það hlutverk að kanna hvort lagalegir agnúar séu á frumvarpinu, hvort orðalag stangist á við fyrirliggjandi milliríkjasamninga og ýmislegt fleira. Þá mun hópurinn gera drög að greinargerð með frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Spurð hvers vegna þessi vinna hefði ekki verið kláruð fyrir kosningar segir hún að fyrst hafi þurft að fá niðurstöðu. „Við erum að biðja þetta fólk að búa í hendurnar á okkur frumvarp sem við getum lagt fyrir þingið. Við þurftum að vita niðurstöðu kosninganna áður en við gátum lagt það fram.“ Helmingur sat heimaÞátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni var minni en í síðustu tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum, en þá var kosið um Icesave. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir lélega þátttöku veikja þau skilaboð sem kosningarnar gáfu. „Við getum velt því fyrir okkur hvaða skýringar eru á því. Þær geta verið margar, áhugaleysi, óánægja með ferlið eða spurningarnar eða eitthvað þess háttar, við vitum það ekki. Að minnsta kosti er fimmtíu prósent kjörsókn mjög lítil í því samhengi sem við þekkjum. Kosningaþátttaka á Íslandi er að jafnaði á bilinu 70 til 85 prósent og hefur lengi verið.“
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira