Hjartaknúsarinn Justin Timberlake var ekkert að fela giftingarhring sinn þegar hann fór út í göngutúr með vini sínum í Fasano á Ítalíu um helgina.
Justin kvæntist sinni heittelskuðu, leikkonunni Jessicu Biel, á föstudaginn þar í landi.
Stjörnurnar létu sig ekki vanta í brúðkaupið en meðal gesta voru Andy Samberg, Jimmy Fallon og rapparinn Timbaland.
"Það er frábært að vera giftur, athöfnin var falleg og það var sérstakt að vera í faðmi fjölskyldu og vina," segir parið um stóra daginn.
Sjáið giftingarhring Justins Timberlakes
