Börnin eru orðin þreytt á áreitinu sem fylgir því að eiga fræga mömmu.
Ofurfyrirsætan Heidi Klum er duglega að fara út með nýja kærastanum Martin Kristen og börnum sínum fjórum en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum virðast börn hennar vera orðin heldur þreytt á því að vera mynduð í bak og fyrir þegar þau kíkja út með mömmu.
Einn sonur hennar Johan tók til sinna aðgeraða og skellti á sig skuggalegri grímu til að losna við áreitið. Greinilega ekkert grín að eiga svona fræga mömmu.