Bjartsýn á að umræðu ljúki fyrir jól - ekki yfir miklu að þumbast Erla Hlynsdóttir skrifar 22. október 2012 18:43 Þingið hefur fengið skýr skilaboð um að auðlindir skuli í þjóðareign, segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir ekkert því til fyrirstöðu að ljúka fyrstu umræðu um breytingar á stjórnaskránni, fyrir jól. Reiknað er með að sérfræðinganefnd sem fer yfir tillögur stjórnlagaráðs og niðurstöðu ráðgefandi atkvæðagreiðslu um tillögurnar, skili niðurstöðum sínum innan tveggja vikna til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Það er síðan sú nefnd sem leggur fram frumvarp um breytingar á stjórnarskránni.Hvað er gert ráð fyrir að þetta taki langan tíma í meðförum Alþingis? „Ég vona að við getum klárað fyrstu umræðu fyrir jól, og það á ekkert að vera því til fyrirstöðu. En við þurfum náttúrulega að athuga hvort við getum breikkað þá samstöðu sem er. Ef stjórnarandstaðan hefur einhver sérstök áhugamál þá tel ég rétt að við setjumst yfir það," segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.En er það ekki fullmikil bjartsýni að fyrstu umræðu verði hægt að ljúka fyrir jól? „Nei, það er ekki bjartsýni því það er búið að vinna heilmikið í þessu, það er ljóst og ég sé nú ekki að það þurfi að ræða þetta í marga daga í fyrstu umræðu og ég er nú að vona það að það verði hægt að semja um það hvernig sú umræða fer fram. Ef menn vilja tala um það í þrjá daga þá tölum við um það í þrjá daga," segir Valgerður. Hún segir stefnt á að ljúka þriðju og síðustu umræðu fyrir vorið þannig að almenningur geti kosið um nýja stjórnarskrá meðfram alþingiskosningum. Ekkert nema málþóf geti komið í veg fyrir það. Meðal harðra deilumála sem greidd voru atkvæði um á laugardag var ákvæði um auðlindir í stjórnarskrá.Það má búast við að það mæti harðri andstöðu að þessu verði breytt? „Nei, það get ég ekki ímyndað mér, það er yfir 80% þjóðarinnar sem segja að þeir vilji að auðlindir sem ekki eru í einkaeigu verði í eigu þjóðarinnar, þannig að það eru nú mjög ákveðin skilaboð sem þingið fær þar. Ég get ekki séð að það sé hægt að þumbast mikið við því," svarar Valgerður að lokum. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Þingið hefur fengið skýr skilaboð um að auðlindir skuli í þjóðareign, segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir ekkert því til fyrirstöðu að ljúka fyrstu umræðu um breytingar á stjórnaskránni, fyrir jól. Reiknað er með að sérfræðinganefnd sem fer yfir tillögur stjórnlagaráðs og niðurstöðu ráðgefandi atkvæðagreiðslu um tillögurnar, skili niðurstöðum sínum innan tveggja vikna til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Það er síðan sú nefnd sem leggur fram frumvarp um breytingar á stjórnarskránni.Hvað er gert ráð fyrir að þetta taki langan tíma í meðförum Alþingis? „Ég vona að við getum klárað fyrstu umræðu fyrir jól, og það á ekkert að vera því til fyrirstöðu. En við þurfum náttúrulega að athuga hvort við getum breikkað þá samstöðu sem er. Ef stjórnarandstaðan hefur einhver sérstök áhugamál þá tel ég rétt að við setjumst yfir það," segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.En er það ekki fullmikil bjartsýni að fyrstu umræðu verði hægt að ljúka fyrir jól? „Nei, það er ekki bjartsýni því það er búið að vinna heilmikið í þessu, það er ljóst og ég sé nú ekki að það þurfi að ræða þetta í marga daga í fyrstu umræðu og ég er nú að vona það að það verði hægt að semja um það hvernig sú umræða fer fram. Ef menn vilja tala um það í þrjá daga þá tölum við um það í þrjá daga," segir Valgerður. Hún segir stefnt á að ljúka þriðju og síðustu umræðu fyrir vorið þannig að almenningur geti kosið um nýja stjórnarskrá meðfram alþingiskosningum. Ekkert nema málþóf geti komið í veg fyrir það. Meðal harðra deilumála sem greidd voru atkvæði um á laugardag var ákvæði um auðlindir í stjórnarskrá.Það má búast við að það mæti harðri andstöðu að þessu verði breytt? „Nei, það get ég ekki ímyndað mér, það er yfir 80% þjóðarinnar sem segja að þeir vilji að auðlindir sem ekki eru í einkaeigu verði í eigu þjóðarinnar, þannig að það eru nú mjög ákveðin skilaboð sem þingið fær þar. Ég get ekki séð að það sé hægt að þumbast mikið við því," svarar Valgerður að lokum.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira