Liðsmenn Obama kætast yfir klúðri 20. september 2012 03:00 Mitt Romney ásamt Ann eiginkonu sinni á fundi með fjársterku fólki á þriðjudagskvöldið. nordicphotos/AFP Ummæli Mitts Romneys virðast ætla að kosta hann atkvæði þeirra kjósenda sem hann segist þurfa að höfða sérstaklega til, nefnilega óháðra kjósenda á miðjunni. Obama segir Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb.Ummæli Romneys hrista upp í kosningabaráttunni. Liðsmenn Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa síðustu daga óspart núið mótframbjóðandanum Mitt Romney upp úr myndbandi sem tekið var með leynd á fjáröflunarfundi hans með bandarískum auðkýfingum í maí. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem gerð var á þriðjudag, daginn eftir að ummæli Romneys birtust almenningi, hafa þau kostað hann stuðning nærri þriðjungs óháðra kjósenda, en það er einmitt sá kjósendahópur sem hann segist þurfa að höfða til í kosningabaráttunni næstu vikurnar. Obama brást við ummælum Romneys með því að segja Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb: „Eitt af því sem ég hef lært í embættinu er að maður er fulltrúi allra landsmanna.“ Félagar Romneys í Repúblikanaflokknum reyna á hinn bóginn eftir megni að draga úr skaðanum, þar á meðal varaforsetaefnið Paul Ryan sem kemur Romney til varnar með því að segja hann „greinilega illa máli farinn“.Móðgar hermenn Það sem Romney sagði í myndbandinu var meðal annars að hann ætti ekkert erindi við 47 prósent kjósenda, sem ætluðust til þess að fá allt upp í hendurnar frá ríkinu en borguðu engan tekjuskatt á móti. Þeir myndu hvort eð er aldrei kjósa neinn annan en Obama. Þess í stað þyrfti hann að einbeita sér að þeim fimm til tíu prósentum kjósenda sem sveifluðust á milli flokka. Bandarískir fjölmiðlar hafa reiknað út að þarna hljóti hann að eiga við þau 47 prósent Bandaríkjamanna sem greiða engan alríkisskatt. Þeir sem sleppa við að greiða skatt til alríkisins eru meðal annars bandarískir hermenn, námsmenn, atvinnulausir, lágtekjufólk og margir eldri borgarar. Margir þeirra greiða samt skatt til ríkjanna, og allir greiða hvort eð er virðisaukaskatt af neyslu sinni. Auk þess er stuðningur við Repúblikanaflokkinn ekkert endilega mikið minni í þessum þjóðfélagshópum en öðrum.Trúir ekki á frið Fyrir utan þetta tókst Romney að vekja rækilega athygli með ummælum sínum um Palestínumenn, innflytjendur, konur og kjósendur ættaða frá Mið- og Suður-Ameríku. Hann sagðist til dæmis ekki sjá neina von til þess að friður kæmist á milli Palestínumanna og Ísraela í fyrirsjáanlegri framtíð: „Ég sé að Palestínumenn vilja hvort eð er ekki frið, af pólitískum ástæðum, og eru staðráðnir í að eyða og útrýma Ísrael,“ sagði hann. Með þessu ástandi yrðu menn bara að lifa og vona hið besta. Um innflytjendur sagði hann: „Ég vildi gjarnan útvega öllum doktorum heimsins græna kortið og segja: „Komið til Bandaríkjanna, við viljum fá ykkur hingað.“ En þess í stað gerum við fólki sem menntar sig hér eða annars staðar erfitt fyrir að búa sér heimili hér. Nema, auðvitað, þú sért hæfileika- og reynslulaus, þá er þér velkomið að fara yfir landamærin og búa hér til æviloka.“Kappræður í október Bandarískir kjósendur fá brátt tækifæri til að heyra frambjóðendurna ræða saman beint og milliliðalaust. Fyrstu sjónvarpskappræður þeirra Obama og Romneys verða þriðjudaginn 3. október. Vikurnar fram að kosningunum, sem haldnar verða þriðjudaginn 6. nóvember, mætast þeir þrisvar til viðbótar í sjónvarpskappræðum, og einar kappræður verða sömuleiðis á milli varaforsetaefnanna Joes Bidens og Pauls Ryans.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Ummæli Mitts Romneys virðast ætla að kosta hann atkvæði þeirra kjósenda sem hann segist þurfa að höfða sérstaklega til, nefnilega óháðra kjósenda á miðjunni. Obama segir Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb.Ummæli Romneys hrista upp í kosningabaráttunni. Liðsmenn Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa síðustu daga óspart núið mótframbjóðandanum Mitt Romney upp úr myndbandi sem tekið var með leynd á fjáröflunarfundi hans með bandarískum auðkýfingum í maí. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem gerð var á þriðjudag, daginn eftir að ummæli Romneys birtust almenningi, hafa þau kostað hann stuðning nærri þriðjungs óháðra kjósenda, en það er einmitt sá kjósendahópur sem hann segist þurfa að höfða til í kosningabaráttunni næstu vikurnar. Obama brást við ummælum Romneys með því að segja Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb: „Eitt af því sem ég hef lært í embættinu er að maður er fulltrúi allra landsmanna.“ Félagar Romneys í Repúblikanaflokknum reyna á hinn bóginn eftir megni að draga úr skaðanum, þar á meðal varaforsetaefnið Paul Ryan sem kemur Romney til varnar með því að segja hann „greinilega illa máli farinn“.Móðgar hermenn Það sem Romney sagði í myndbandinu var meðal annars að hann ætti ekkert erindi við 47 prósent kjósenda, sem ætluðust til þess að fá allt upp í hendurnar frá ríkinu en borguðu engan tekjuskatt á móti. Þeir myndu hvort eð er aldrei kjósa neinn annan en Obama. Þess í stað þyrfti hann að einbeita sér að þeim fimm til tíu prósentum kjósenda sem sveifluðust á milli flokka. Bandarískir fjölmiðlar hafa reiknað út að þarna hljóti hann að eiga við þau 47 prósent Bandaríkjamanna sem greiða engan alríkisskatt. Þeir sem sleppa við að greiða skatt til alríkisins eru meðal annars bandarískir hermenn, námsmenn, atvinnulausir, lágtekjufólk og margir eldri borgarar. Margir þeirra greiða samt skatt til ríkjanna, og allir greiða hvort eð er virðisaukaskatt af neyslu sinni. Auk þess er stuðningur við Repúblikanaflokkinn ekkert endilega mikið minni í þessum þjóðfélagshópum en öðrum.Trúir ekki á frið Fyrir utan þetta tókst Romney að vekja rækilega athygli með ummælum sínum um Palestínumenn, innflytjendur, konur og kjósendur ættaða frá Mið- og Suður-Ameríku. Hann sagðist til dæmis ekki sjá neina von til þess að friður kæmist á milli Palestínumanna og Ísraela í fyrirsjáanlegri framtíð: „Ég sé að Palestínumenn vilja hvort eð er ekki frið, af pólitískum ástæðum, og eru staðráðnir í að eyða og útrýma Ísrael,“ sagði hann. Með þessu ástandi yrðu menn bara að lifa og vona hið besta. Um innflytjendur sagði hann: „Ég vildi gjarnan útvega öllum doktorum heimsins græna kortið og segja: „Komið til Bandaríkjanna, við viljum fá ykkur hingað.“ En þess í stað gerum við fólki sem menntar sig hér eða annars staðar erfitt fyrir að búa sér heimili hér. Nema, auðvitað, þú sért hæfileika- og reynslulaus, þá er þér velkomið að fara yfir landamærin og búa hér til æviloka.“Kappræður í október Bandarískir kjósendur fá brátt tækifæri til að heyra frambjóðendurna ræða saman beint og milliliðalaust. Fyrstu sjónvarpskappræður þeirra Obama og Romneys verða þriðjudaginn 3. október. Vikurnar fram að kosningunum, sem haldnar verða þriðjudaginn 6. nóvember, mætast þeir þrisvar til viðbótar í sjónvarpskappræðum, og einar kappræður verða sömuleiðis á milli varaforsetaefnanna Joes Bidens og Pauls Ryans.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira