Liðsmenn Obama kætast yfir klúðri 20. september 2012 03:00 Mitt Romney ásamt Ann eiginkonu sinni á fundi með fjársterku fólki á þriðjudagskvöldið. nordicphotos/AFP Ummæli Mitts Romneys virðast ætla að kosta hann atkvæði þeirra kjósenda sem hann segist þurfa að höfða sérstaklega til, nefnilega óháðra kjósenda á miðjunni. Obama segir Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb.Ummæli Romneys hrista upp í kosningabaráttunni. Liðsmenn Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa síðustu daga óspart núið mótframbjóðandanum Mitt Romney upp úr myndbandi sem tekið var með leynd á fjáröflunarfundi hans með bandarískum auðkýfingum í maí. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem gerð var á þriðjudag, daginn eftir að ummæli Romneys birtust almenningi, hafa þau kostað hann stuðning nærri þriðjungs óháðra kjósenda, en það er einmitt sá kjósendahópur sem hann segist þurfa að höfða til í kosningabaráttunni næstu vikurnar. Obama brást við ummælum Romneys með því að segja Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb: „Eitt af því sem ég hef lært í embættinu er að maður er fulltrúi allra landsmanna.“ Félagar Romneys í Repúblikanaflokknum reyna á hinn bóginn eftir megni að draga úr skaðanum, þar á meðal varaforsetaefnið Paul Ryan sem kemur Romney til varnar með því að segja hann „greinilega illa máli farinn“.Móðgar hermenn Það sem Romney sagði í myndbandinu var meðal annars að hann ætti ekkert erindi við 47 prósent kjósenda, sem ætluðust til þess að fá allt upp í hendurnar frá ríkinu en borguðu engan tekjuskatt á móti. Þeir myndu hvort eð er aldrei kjósa neinn annan en Obama. Þess í stað þyrfti hann að einbeita sér að þeim fimm til tíu prósentum kjósenda sem sveifluðust á milli flokka. Bandarískir fjölmiðlar hafa reiknað út að þarna hljóti hann að eiga við þau 47 prósent Bandaríkjamanna sem greiða engan alríkisskatt. Þeir sem sleppa við að greiða skatt til alríkisins eru meðal annars bandarískir hermenn, námsmenn, atvinnulausir, lágtekjufólk og margir eldri borgarar. Margir þeirra greiða samt skatt til ríkjanna, og allir greiða hvort eð er virðisaukaskatt af neyslu sinni. Auk þess er stuðningur við Repúblikanaflokkinn ekkert endilega mikið minni í þessum þjóðfélagshópum en öðrum.Trúir ekki á frið Fyrir utan þetta tókst Romney að vekja rækilega athygli með ummælum sínum um Palestínumenn, innflytjendur, konur og kjósendur ættaða frá Mið- og Suður-Ameríku. Hann sagðist til dæmis ekki sjá neina von til þess að friður kæmist á milli Palestínumanna og Ísraela í fyrirsjáanlegri framtíð: „Ég sé að Palestínumenn vilja hvort eð er ekki frið, af pólitískum ástæðum, og eru staðráðnir í að eyða og útrýma Ísrael,“ sagði hann. Með þessu ástandi yrðu menn bara að lifa og vona hið besta. Um innflytjendur sagði hann: „Ég vildi gjarnan útvega öllum doktorum heimsins græna kortið og segja: „Komið til Bandaríkjanna, við viljum fá ykkur hingað.“ En þess í stað gerum við fólki sem menntar sig hér eða annars staðar erfitt fyrir að búa sér heimili hér. Nema, auðvitað, þú sért hæfileika- og reynslulaus, þá er þér velkomið að fara yfir landamærin og búa hér til æviloka.“Kappræður í október Bandarískir kjósendur fá brátt tækifæri til að heyra frambjóðendurna ræða saman beint og milliliðalaust. Fyrstu sjónvarpskappræður þeirra Obama og Romneys verða þriðjudaginn 3. október. Vikurnar fram að kosningunum, sem haldnar verða þriðjudaginn 6. nóvember, mætast þeir þrisvar til viðbótar í sjónvarpskappræðum, og einar kappræður verða sömuleiðis á milli varaforsetaefnanna Joes Bidens og Pauls Ryans.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Ummæli Mitts Romneys virðast ætla að kosta hann atkvæði þeirra kjósenda sem hann segist þurfa að höfða sérstaklega til, nefnilega óháðra kjósenda á miðjunni. Obama segir Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb.Ummæli Romneys hrista upp í kosningabaráttunni. Liðsmenn Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa síðustu daga óspart núið mótframbjóðandanum Mitt Romney upp úr myndbandi sem tekið var með leynd á fjáröflunarfundi hans með bandarískum auðkýfingum í maí. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem gerð var á þriðjudag, daginn eftir að ummæli Romneys birtust almenningi, hafa þau kostað hann stuðning nærri þriðjungs óháðra kjósenda, en það er einmitt sá kjósendahópur sem hann segist þurfa að höfða til í kosningabaráttunni næstu vikurnar. Obama brást við ummælum Romneys með því að segja Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb: „Eitt af því sem ég hef lært í embættinu er að maður er fulltrúi allra landsmanna.“ Félagar Romneys í Repúblikanaflokknum reyna á hinn bóginn eftir megni að draga úr skaðanum, þar á meðal varaforsetaefnið Paul Ryan sem kemur Romney til varnar með því að segja hann „greinilega illa máli farinn“.Móðgar hermenn Það sem Romney sagði í myndbandinu var meðal annars að hann ætti ekkert erindi við 47 prósent kjósenda, sem ætluðust til þess að fá allt upp í hendurnar frá ríkinu en borguðu engan tekjuskatt á móti. Þeir myndu hvort eð er aldrei kjósa neinn annan en Obama. Þess í stað þyrfti hann að einbeita sér að þeim fimm til tíu prósentum kjósenda sem sveifluðust á milli flokka. Bandarískir fjölmiðlar hafa reiknað út að þarna hljóti hann að eiga við þau 47 prósent Bandaríkjamanna sem greiða engan alríkisskatt. Þeir sem sleppa við að greiða skatt til alríkisins eru meðal annars bandarískir hermenn, námsmenn, atvinnulausir, lágtekjufólk og margir eldri borgarar. Margir þeirra greiða samt skatt til ríkjanna, og allir greiða hvort eð er virðisaukaskatt af neyslu sinni. Auk þess er stuðningur við Repúblikanaflokkinn ekkert endilega mikið minni í þessum þjóðfélagshópum en öðrum.Trúir ekki á frið Fyrir utan þetta tókst Romney að vekja rækilega athygli með ummælum sínum um Palestínumenn, innflytjendur, konur og kjósendur ættaða frá Mið- og Suður-Ameríku. Hann sagðist til dæmis ekki sjá neina von til þess að friður kæmist á milli Palestínumanna og Ísraela í fyrirsjáanlegri framtíð: „Ég sé að Palestínumenn vilja hvort eð er ekki frið, af pólitískum ástæðum, og eru staðráðnir í að eyða og útrýma Ísrael,“ sagði hann. Með þessu ástandi yrðu menn bara að lifa og vona hið besta. Um innflytjendur sagði hann: „Ég vildi gjarnan útvega öllum doktorum heimsins græna kortið og segja: „Komið til Bandaríkjanna, við viljum fá ykkur hingað.“ En þess í stað gerum við fólki sem menntar sig hér eða annars staðar erfitt fyrir að búa sér heimili hér. Nema, auðvitað, þú sért hæfileika- og reynslulaus, þá er þér velkomið að fara yfir landamærin og búa hér til æviloka.“Kappræður í október Bandarískir kjósendur fá brátt tækifæri til að heyra frambjóðendurna ræða saman beint og milliliðalaust. Fyrstu sjónvarpskappræður þeirra Obama og Romneys verða þriðjudaginn 3. október. Vikurnar fram að kosningunum, sem haldnar verða þriðjudaginn 6. nóvember, mætast þeir þrisvar til viðbótar í sjónvarpskappræðum, og einar kappræður verða sömuleiðis á milli varaforsetaefnanna Joes Bidens og Pauls Ryans.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira