Erlent

Hertar vopnareglur gera tugþúsundir Dana að lögbrjótum

Hertar reglur um vopnaeign í Danmörku gera það að verkum að eftir 1. júní næstkomandi munu tugþúsundir Dana verða lögbrjótar.

Frá þeim degi þurfa allir sem eiga loftriffla eða loftskammbyssur að skrá þessi vopn hjá lögreglunni og liggur refsing við að gera slíkt ekki.

Talið er að um 800.000 slík vopn sé að finna á dönskum heimilum í dag. Flest þeirra eru með aðeins 5,5 millimetra hlaupvídd og talin óskaðleg. Bo Nielsen formaður samtakana Nordisk Våbenforum segir að þessar nýju reglur séu alltof harðar og íþyngjandi fyrir almenning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×