Kynbomban Scarlett Johansson skartar æðislegu, dökku hári í nýjustu mynd sinni Under the Skin eins og meðfylgjandi mynd af settinu sýnir.
Kvikmyndin er tekin upp í Glasgow í Skotlandi en í henni leikur Scarlett geimveru sem bregður sér í líki manneskju og ferðast um Skotland.
Myndinni er leikstýrt af Jonathan Glazer en Scarlett lék síðast í myndinni Hitchcock á móti Anthony Hopkins og Helen Mirren. Nóg að gera hjá Scarlett!
Dökkhærð Scarlett
