Það er gaman að taka þátt Alma Auðunsdóttir skrifar 7. júní 2012 17:45 Íþróttaiðkun mín hófst á æfingum í frjálsum íþróttum hjá Íþróttafélagi Miklaholtshrepps (íM). Æfingarnar voru í boði einu sinni í viku yfir sumartímann á glæsilegum íþróttavelli við félagsheimilið Breiðablik. Þarna hittust allir krakkarnir í sveitinni og æfðu hlaup, stökk og köst. Þessar æfingar stuðluðu því ekki síst að andlegri og félagslegri vellíðan margra þar sem félagslegum tengslum var komið á og margir eignuðust sína bestu vini. Í lok sumars voru síðan haldin hreppamót og héraðsmót þar sem íþróttafélög víða af Snæfellsnesinu komu saman og kepptu sín á milli. Þó svo að ég hafi aldrei unnið neinar medalíur minnist ég þess hversu skemmtilegt var að fá að taka þátt á þessum stórmótum. Um næstu helgi, 8. til 10. júní verður Landsmót UMFÍ 50+ haldið í Mosfellsbæ. Þó svo að ég eigi enn tæp 20 ár í að verða lögegur keppandi ætla ég samt sem áður að mæta og taka þátt í hátíðinni. Á Landsmóti verður, frá morgni til kvölds, boðið uppá ýmsa skemmtilega viðburði sem eru öllum opnir. Til dæmis er tilvalið að byrja daginn á sundleikfimi, kynna sér svo golf eða kúluvarp og skella sér loks í zumba og línudans eða einhvern annan af fjölmörgum opnum viðburðum. Þeir sem hafa aldur til keppa svo að sjálfsögðu í sínum greinum á mótinu. Heilsan spilar að sjálfsögðu stóran þátt á Landsmóti en Heilsuvin er einn af undirbúningsaðilum mótsins. Heilsuvin byggir á klasasamstarfi aðila í heilsutengdri þjónustu í Mosfellsbæ og er markmið félagsins að byggja upp og efla heilsutengda þjónustu. Aðilar á vegum Heilsuvinjar verða á Landsmóti að kynna starfssemi sína og bjóða keppendum og öðrum gestum að prufa þjónustu sína. Heilsuvaktin mun bjóða uppá heilsufarsmælingar og Heilsu og hamingjulidnin mun bjóða herðanudd ásamt höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun. Þá stendur Heilsuvin fyrir málþingi um heilsutengd málefni föstudaginn 8. Júní. Það ættu því allir að finna sér eitthvað skemmtilegt til að taka þátt í á Landsmóti 50+ í Mosfellsbæ. Markmið mitt er að halda áfram að ástunda skemmtilega hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl til þess að geta með sóma keppt á Landsmóti UMFÍ 50+ árið 2030. Þó svo að það eigi alveg örugglega eftir að verða rosalega gaman að taka þátt væri nú ekki leiðinlegt að fara heim með eins og eina medalíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Íþróttaiðkun mín hófst á æfingum í frjálsum íþróttum hjá Íþróttafélagi Miklaholtshrepps (íM). Æfingarnar voru í boði einu sinni í viku yfir sumartímann á glæsilegum íþróttavelli við félagsheimilið Breiðablik. Þarna hittust allir krakkarnir í sveitinni og æfðu hlaup, stökk og köst. Þessar æfingar stuðluðu því ekki síst að andlegri og félagslegri vellíðan margra þar sem félagslegum tengslum var komið á og margir eignuðust sína bestu vini. Í lok sumars voru síðan haldin hreppamót og héraðsmót þar sem íþróttafélög víða af Snæfellsnesinu komu saman og kepptu sín á milli. Þó svo að ég hafi aldrei unnið neinar medalíur minnist ég þess hversu skemmtilegt var að fá að taka þátt á þessum stórmótum. Um næstu helgi, 8. til 10. júní verður Landsmót UMFÍ 50+ haldið í Mosfellsbæ. Þó svo að ég eigi enn tæp 20 ár í að verða lögegur keppandi ætla ég samt sem áður að mæta og taka þátt í hátíðinni. Á Landsmóti verður, frá morgni til kvölds, boðið uppá ýmsa skemmtilega viðburði sem eru öllum opnir. Til dæmis er tilvalið að byrja daginn á sundleikfimi, kynna sér svo golf eða kúluvarp og skella sér loks í zumba og línudans eða einhvern annan af fjölmörgum opnum viðburðum. Þeir sem hafa aldur til keppa svo að sjálfsögðu í sínum greinum á mótinu. Heilsan spilar að sjálfsögðu stóran þátt á Landsmóti en Heilsuvin er einn af undirbúningsaðilum mótsins. Heilsuvin byggir á klasasamstarfi aðila í heilsutengdri þjónustu í Mosfellsbæ og er markmið félagsins að byggja upp og efla heilsutengda þjónustu. Aðilar á vegum Heilsuvinjar verða á Landsmóti að kynna starfssemi sína og bjóða keppendum og öðrum gestum að prufa þjónustu sína. Heilsuvaktin mun bjóða uppá heilsufarsmælingar og Heilsu og hamingjulidnin mun bjóða herðanudd ásamt höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun. Þá stendur Heilsuvin fyrir málþingi um heilsutengd málefni föstudaginn 8. Júní. Það ættu því allir að finna sér eitthvað skemmtilegt til að taka þátt í á Landsmóti 50+ í Mosfellsbæ. Markmið mitt er að halda áfram að ástunda skemmtilega hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl til þess að geta með sóma keppt á Landsmóti UMFÍ 50+ árið 2030. Þó svo að það eigi alveg örugglega eftir að verða rosalega gaman að taka þátt væri nú ekki leiðinlegt að fara heim með eins og eina medalíu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar