Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júní 2012 20:30 Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. Margir spyrja: Erum við ekki komin dálítið fram úr okkur í umræðunni? Aðrir svara: Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Svo mikið er víst: Salurinn í Arion-banka var þéttsetinn fólki sem kom til að hlýða á erindi um hvað olía á Drekasvæðinu gæti þýtt. Per Mathis Kongsrud, aðstoðardeildarstjóri í norska fjármálaráðuneytinu, varaði við því að olíugróði gæti sett samfélag á annan endann og lýsti því hvernig Norðmenn nota olíusjóðinn til sveiflujöfnunar og geyma fyrir komandi kynslóðir. „Við höfum notað olíupeningana í auknum mæli en við spörum þó mest af þeim," sagði Per Mathis. Sérfræðingur norræna Nordea-bankans, Thina Margrethe Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar í bankanum, sagði að olía frá Íslandi gæti skipt máli fyrir heimsmarkaðinn, þar sem í hópi stórra olíuútflutningsríkja væru bara Noregur og Kanada sem teldust með stöðugt stjórnarfar, meðan pólitískur órói einkenndi olíuútflytjendur. „Það verða oft miklar sveiflur í framboði olíu á heimsmarkaði;" sagði Thina Margrethe. „Þess vegna er mikilvægt að það séu líka litlir framleiðendur, eins og Ísland getur orðið. Því Íslendingar munu væntanlega flytja út mestan hluta olíunnar og það gæti orðið mikilvægt framlag frá Íslandi með stöðugt og traust stjórnarfar." Til að olíuvinnsla borgi sig á Drekasvæðinu telur hún að olíuverð þurfi að vera 70-80 dollarar tunnan en það stendur núna í 86 dollurum. Ört vaxandi markaðir, eins og í Kína og Indlandi, hrópi hins vegar á meiri olíu. „Því lítur út fyrir að olíuverð haldi áfram að hækka og það gerir verkefni eins og á Drekasvæðinu arðvænlegt," segir Thina Margrethe Saltvedt. Tengdar fréttir Segir útkomu Drekaútboðsins framar björtustu vonum Þrjár umsóknir bárust um sérleyfi til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Íslendingar eru aðilar að þeim öllum og reynd bresk leitarfélög standa að tveimur umsóknanna. Orkumálastjóri segir útkomuna framar björtustu vonum. 2. apríl 2012 19:09 Íslendingar geta búist við þremur olíusvæðum norðan Íslands Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. 7. júní 2012 10:30 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. Margir spyrja: Erum við ekki komin dálítið fram úr okkur í umræðunni? Aðrir svara: Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Svo mikið er víst: Salurinn í Arion-banka var þéttsetinn fólki sem kom til að hlýða á erindi um hvað olía á Drekasvæðinu gæti þýtt. Per Mathis Kongsrud, aðstoðardeildarstjóri í norska fjármálaráðuneytinu, varaði við því að olíugróði gæti sett samfélag á annan endann og lýsti því hvernig Norðmenn nota olíusjóðinn til sveiflujöfnunar og geyma fyrir komandi kynslóðir. „Við höfum notað olíupeningana í auknum mæli en við spörum þó mest af þeim," sagði Per Mathis. Sérfræðingur norræna Nordea-bankans, Thina Margrethe Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar í bankanum, sagði að olía frá Íslandi gæti skipt máli fyrir heimsmarkaðinn, þar sem í hópi stórra olíuútflutningsríkja væru bara Noregur og Kanada sem teldust með stöðugt stjórnarfar, meðan pólitískur órói einkenndi olíuútflytjendur. „Það verða oft miklar sveiflur í framboði olíu á heimsmarkaði;" sagði Thina Margrethe. „Þess vegna er mikilvægt að það séu líka litlir framleiðendur, eins og Ísland getur orðið. Því Íslendingar munu væntanlega flytja út mestan hluta olíunnar og það gæti orðið mikilvægt framlag frá Íslandi með stöðugt og traust stjórnarfar." Til að olíuvinnsla borgi sig á Drekasvæðinu telur hún að olíuverð þurfi að vera 70-80 dollarar tunnan en það stendur núna í 86 dollurum. Ört vaxandi markaðir, eins og í Kína og Indlandi, hrópi hins vegar á meiri olíu. „Því lítur út fyrir að olíuverð haldi áfram að hækka og það gerir verkefni eins og á Drekasvæðinu arðvænlegt," segir Thina Margrethe Saltvedt.
Tengdar fréttir Segir útkomu Drekaútboðsins framar björtustu vonum Þrjár umsóknir bárust um sérleyfi til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Íslendingar eru aðilar að þeim öllum og reynd bresk leitarfélög standa að tveimur umsóknanna. Orkumálastjóri segir útkomuna framar björtustu vonum. 2. apríl 2012 19:09 Íslendingar geta búist við þremur olíusvæðum norðan Íslands Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. 7. júní 2012 10:30 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Segir útkomu Drekaútboðsins framar björtustu vonum Þrjár umsóknir bárust um sérleyfi til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Íslendingar eru aðilar að þeim öllum og reynd bresk leitarfélög standa að tveimur umsóknanna. Orkumálastjóri segir útkomuna framar björtustu vonum. 2. apríl 2012 19:09
Íslendingar geta búist við þremur olíusvæðum norðan Íslands Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. 7. júní 2012 10:30
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent